Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Blaðsíða 133
TMM 2008 · 1 133
B ó k m e n n t i r
þar sem hann afbakaði sögurnar. Einar Ól. Sveinsson telur einnig að Eiríkur
hljóti að hafa sagnasöfn eins og 1001 nótt og 1001 dag að fyrirmynd, en hug-
myndina að ættartengslunum, sem hann notar til að tengja sögurnar saman,
hafi hann fengið úr íslenskum bóksögum. Nefnd sagnasöfn voru komin út á
dönsku á dögum Eiríks og þýdd á íslensku um svipað leyti og hann hóf að
skrifa Ólandssögu. Þau eru þó ólík sögu Eiríks að byggingu því í þeim líður
tími heildarsögunnar þannig að auðvelt er að fylgja honum, hver dagurinn
líður af öðrum þó að hverjum þeirra fylgi nýjar frásagnir. Hið sama má segja
um Tídægru Boccacios og jafnvel sögur Rabelais af Gargantúa og Pantagrúli,
sem einnig hafa verið nefndar sem fyrirmyndir Eiríks.
Bygging Ólandssögu er mun flóknari og má helst líkja henni við kínversk
box þar sem alltaf kemur nýtt og nýtt box í ljós um leið og þau eru opnuð hvert
af öðru. Þar er stokkið fram og aftur í tíma og hver sögumaðurinn tekur við af
öðrum að segja sína sögu. Sá sem les söguna verður að hafa sig allan við að
muna hvernig allt þetta fólk og sögur þess tengjast. Höfundurinn hefur alltaf
yfirsýn þó að nútímalesandi missi auðveldlega sjónar á stærsta boxinu, ramma
sögunnar, í þeim vef sem þarna er spunninn úr ættum og ættarsögum manna
og trölla. Það sést til dæmis á því að í 180. kafla (bls. 496) minnir höfundurinn
lesandann allt í einu á að það er Ingibjörg Lauphöfða sem í raun er að segja
söguna. Hún hóf frásögn sína 200 blaðsíðum fyrr og í millitíðinni hafa margar
sögupersónurnar sagt sína sögu.
Þegar að er gáð má sjá, að eins og hægt er að rekja upphaf þess efniviðar sem
Eiríkur Laxdal notar í Ólandssögu til Grikkja, gildir hið sama um formið sem
hann smíðar söguna inn í. Frá fyrstu og annarri öld e.Kr. eru þekktar grískar
skáldsögur sem iðulega fjalla um elskendur sem ná að lokum saman eftir að
hafa lent í margvíslegum raunum og ævintýrum. Þekktastar þeirra eru sögur
eftir Heliodorus, svo sem Aithiopica, og Dafnis og Klói eftir Longos. Nær Eiríki
Laxdal í tíma eru síðan franskar barokkskáldsögur sem virðast hafa haft mjög
svipaða byggingu og Ólandssaga. Þekktust og elst er L’Astré eftir Honoré
d’Urfé, en margir franskir höfundar 17. aldar tóku hana til fyrirmyndar. Þess-
ar sögur eiga það sameiginlegt að vera mjög langar og innhalda margar frá-
sagnir sem hver er inni í annarri, sífellt sagðar af nýrri og nýrri sögupersónu.
Eiríkur Laxdal stundaði nám í Kaupmannahöfn en missti Garðsstyrk og varð
þá hermaður í danska sjóhernum, í um það bil eitt og hálft ár, til hausts 1774.
Eftir það var hann í Kaupmannahöfn en heimildum ber ekki saman um hvort
hann fór út til Íslands 1775 eða 1777. Ekki er gott að geta sér til um hvað Eirík-
ur gæti hafa lesið á Hafnarárunum, en vel er mögulegt að hann hafi þar lesið
einhverja þá sögu sem vakti með honum hugmynd um að smíða sína eigin
skáldsögu úr íslenskum ævintýrum.
Þegar athugað er hvaða ævintýragerðir Eiríkur nýtir kemur í ljós að flestar
eru þær vel þekktar í íslenskri sagnahefð. Í Ólandssögu eru tilbrigði af sögum
eins og Birni bragðastakk, Hermóði og Háðvöru, Gríshildi góðu, Risanum á
Gullskógalandi, Líneik og Laufeyju, Mjaðveigu Mánadóttur, Vilfríði Völufegri
og Kisu kóngsdóttur svo nokkur séu nefnd. Á milli sagna semur Eiríkur síðan