Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 135
TMM 2008 · 1 135
B ó k m e n n t i r
gerð skýr grein fyrir heimildum og er það helsti galli hennar þar sem það býður
ekki upp á skoðanaskipti um sögurnar og höfundinn. Við samanburð á útgáf-
unni og handritinu komu aðeins nokkrir litlir hnökrar í ljós. Þrátt fyrir þessa
smávægilegu ágalla er mikill fengur í útgáfunni sem nú er hægt að lesa sér til
skemmtunar og styttir einnig leiðina og léttir erfiði þeim sem hafa áhuga á að
rannsaka ævi og skáldverk Eiríks Laxdals.
Björn Þór Vilhjálmsson
Af óheppilegum ferðafélögum, skran-
sölum og munnmælasögusöfnurum
Óskar Magnússon: Borðaði ég kvöldmat í gær? Citizen Press, London, 2006.
Þú, lesandi góður, ert staddur um borð í farþegaflugvél. Ferðin er býsna löng
og þú ert því nokkuð upp á nágranna þína í sætunum við hliðina kominn.
Maðurinn við gluggann virðist til dæmis skrambi sprækur, hann nikkaði til
þín áðan, en örlitlar áhyggjur gera vart við sig um að hann hafi kannski ekki
farið nógu vel út úr biðinni á Leifsstöð. Hann reynist þó sæmilega edrú. Það er
hins vegar augljóst að honum finnst tilhugsunin um spjallfélaga ákjósanleg. Í
því sambandi virðist hann binda nokkrar vonir við þig. Skömmu eftir flugtak
hallar hann sér nær og spyr, að því er virðist út í bláinn, „Þekkirðu Gunna pól-
fara, hefurðu heyrt þegar hann var að sjóða bensíntankinn?“ Hann virðist
ánægður með hvernig hann braut ísinn, veifar flugþjóni og biður um koníak.
Heldur síðan áfram, „það er nefnilega svakaleg saga“. Hvernig bregstu við?
Maðurinn horfir kankvís á þig, að því er virðist öruggur um að þú deilir áhug-
anum á sögunni af pólfaranum og tankinum. Og í raun er dálítið erfitt að láta
ekki undan frásagnarþörf mannsins, jafnvel spurning um örlitla kurteisi af
þinni hálfu. Svo þú svarar einhverju sem kannski mætti túlka sem áhuga.
Sagan af Gunna og bróður hans fylgir, vitgrönnum mönnum sem sprengja sig
næstum í loft upp með logsuðutæki sem á röngum tíma er beint á rangan stað.
Og nú er farþeginn við hliðina kominn í stuð, sem þýðir fleiri sögur. Þú gerir
þér grein fyrir að þetta gæti orðið langt flug.
Þetta er eins konar allegóría fyrir lestrarupplifunina af smásagnasafni Ósk-
ars Magnússonar, Borðaði ég kvöldmat í gær? Sögurnar eru allar sagðar í
kumpánlegum tón, húmorinn er í fyrirrúmi, og bygging þeirra miðast jafnan
við að framkalla skondin endalok sem koma eilítið á óvart eða skapa einhvers-
konar hvörf í söguheiminum. Það er þó ekki alltaf sem þessum áhrifum er náð
fram því margar sögurnar hafa þess konar einfeldningslegt og bókstaflegt yfir-