Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 138
138 TMM 2008 · 1
B ó k m e n n t i r
maðurinn sé sennilega rammsekur. Löngu síðar, og eftir dularfull kynslóða-
skipti, áratugalanga dvöl í öðrum löndum og glænýtt sakamál, nær sagan
dramatískum hápunkti þegar refsað er fyrir syndir fortíðar á óhefðbundinn og
einkar fjarstæðukenndan hátt. Hér er rósemdinni sem annars hvílir yfir bók-
inni raskað, horfið á braut er kosmíska sjónarhornið sem sér lífshlaup fólks
sem lítið annað en efnivið í stuttan brandara, en þó má spyrja hvort æsing-
urinn hafi tilætluð áhrif.
Við fyrstu sýn áleit ég söguna eins konar tilraun um sakamálaformið enda
hefur krimminn verið áberandi í íslenskum bókmenntum undanfarin ár. Sem
slík er sagan æði sérstök, einfaldleikinn í frásagnartækni sem blandast snún-
um söguþræði sem á sér þó stað í undarlega fámennum söguheimi minnir
dálítið á gömlu þýsku lögregluþættina um Derrick, en í sérvisku sinni tekur
sagan slíkum forverum langt fram. Og þá fóru að renna á mig tvær grímur.
Skyldi sagan vera fjarstæðukennd, furðuleg og illa hönnuð af ráðnum hug? Er
höfundur e.t.v. að gera grín að krimmafárinu sem nú bylur eins og óveður á
landanum? Ef svo er kann sagan að vera best heppnaði kafli bókarinnar. Ef
ekki, ef fyrri túlkunin verður ofan á, getur þetta talist með verri smásögum
sem út hafa komið á íslensku á liðnum árum, henni tekst næstum að vekja upp
löngu liðna efasemdardrauga um það hvort bókmenntategund þessi, saka-
málasagan, eigi yfirleitt erindi í íslenskan veruleika, efasemdir sem Arnaldur,
Árni, Yrsa, Ævar Örn og fleiri hafa kveðið í kútinn.
Almennt á höfundur auðveldast með að höndla samræður og munnlegar
frásagnir persóna. Á hinn bóginn á hann erfitt með að lýsa umhverfi, andrúmi,
fólki og atburðum. Sögurnar eiga það til að þeysast út um hvippinn og hvapp-
inn, líkt og hálfgerðar ótemjur, áður en þær lyppast niður og breytast í másandi
fimmaurabrandara. Þó ber að hafa í huga að höfundi virðist nokkuð umhugað
um hugmyndina um samfélag. Sögur bókarinnar ganga flestar út á samskipti,
fundi, hittinga, ferðalög margra saman, samræður, árekstra og aðrar birting-
armyndir samverustunda ólíks fólks. Höfundur hefur að sama skapi ekki
áhuga á huglægum stundum, heimspekilegum vangaveltum, innri baráttu.
Lífinu vindur fram í samfélagi við aðra, og þetta sýnir höfundur og gerir að
umfjöllunarefni. Gallinn er sá að atburðasúpan sem birtist er grunnhyggin í
meira lagi, kannski mætti líkja sögunum við þá tegund útvarpskvöldsagna sem
ekki heyrast mikið lengur þar sem eitt gerist og síðan annað, og fólkið sem
framkvæmir, tekur þátt og sagt er frá er einhvernveginn merkilegt einfaldlega
vegna þess að saga er sögð af því. Einnig varð mér hugsað til dagbókarmónó-
lóganna á Youtube sem geta, ef þeir eru fluttir af tilþrifum, verið nokkuð
skondnir. En þetta er vitanlega takmörkuð ávísun á ánægjulega lestrarupplif-
un, stundum brosir maður í kampinn, en sú tilfinning er því miður ekki ráð-
andi. Lestri á skáldskap er oft líkt við ferðalag sem lesandi heldur í með höf-
undi, en líkt og með nágrannann um borð í flugvélinni vakna grunsemdir
snemma um að hér sé um óheppilegan ferðafélaga að ræða, við reynum þó að
sýna þolinmæði, einkum ef þú ert eins og ég að gagnrýna bókina, þá verður að
klára hana. Jafnvel lesa hana tvisvar. Það er langt ferðalag.