Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 142
142 TMM 2008 · 1
U m r æ ð u r
Það er enda ekki hlaupið að því að koma endurútgefnum bókum til lesenda,
það sannar reynslan. Einhver metnaðarfyllsta tilraunin til að bæta úr þessu var
bókaklúbbur Eddu, Íslands þúsund ár, sem hleypt var af stokkunum 2001. Þær
bækur fóru vel í hillu, enda virtist það í og með tilgangur útgáfunnar, ekki var
hægt að kaupa stök bindi, einungis hillusentimetravís af kjölum. Ég hef hins
vegar á tilfinningunni að þessar bækur hafi sáralítið verið lesnar og klúbb-
urinn lognaðist fljótlega útaf. Hvað varð um bækurnar veit ég ekki, að minnsta
kosti gekk mér illa að útvega nemendum mínum eintak af Svartfugli með for-
mála eftir sjálfan mig nokkrum árum eftir að bókin kom út í klúbbnum. Ég
veit ekki hver ástæðan var fyrir því að þetta misheppnaðist, en grunar að fólk
sé einfaldlega hætt að kaupa ritsöfn.
Annað dæmi sem hefur sennilega gefist betur eru Stórbækur sem Mál og
menning var á sínum tíma ötul við að dæla út – en þær fara svosem líka betur
í hillu en í hendi. Sígildar bókmenntir síðari alda á ekki að gefa út í bókum sem
fara vel í hillu heldur í ódýrum kiljuútgáfum sem fólk kaupir fyrir sjálft sig og
kennarar í framhaldsskólum geta sigað nemendum sínum á án samviskubits.
En þótt slíkar útgáfur séu ódýrar er þetta erfiður róður fyrir útgefendur, bækur
af þessu tagi seljast að vísu, en oftar en ekki hægt, enda er tilgangur útgáfunn-
ar að bæta langtímaminni umræðunnar og lesenda.
Á þessu er til einföld lausn. Í nýjum lögum um Bókmenntasjóð er van-
hugsuð setning sem ég og fleiri mótmæltum á sínum tíma en slapp engu að
síður í gegn. Í 2. gr. laganna er semsagt kveðið á um að það sé hlutverk sjóðsins
að styrkja útgáfu frumsaminna íslenskra skáldverka, ekki einungis fræðirita og
annarra rita sem hafa „menningarsögulegt gildi“ eins og gamli Menningar-
sjóður.
Fagurbókmenntir á að styrkja með starfslaunum til höfunda sem gjarnan
mætti efla, styrkir til útgáfu nýrra frumsaminna verka eru út í hött. Þetta
ákvæði má hins vegar nota til að rétta hlut höfunda eins og Elíasar Marar. Þetta
er best að gera þannig að einungis verði veittir styrkir til endurútgáfu íslenskra
frumsaminna skáldverka frá liðnum áratugum og öldum, skilyrði fyrir styrk-
veitingu yrði að útgáfunni fylgdu kennsluleiðbeiningar fyrir framhaldsskóla á
netinu (sem gera sennilega meira gagn en formálar þótt formálar séu auðvitað
atvinnuskapandi fyrir bókmenntafræðinga). Þetta held ég að sé besta leiðin til
að fylla upp í eyðurnar og bæta úr því ástandi að ekki sé hægt að ganga að
helstu verkum bókmenntasögunnar annars staðar en í fornbókaverslunum og
á bókasöfnum.
Þess vegna skora ég á stjórn og framkvæmdastjóra nýs Bókmenntasjóðs að
taka þessa hugmynd upp. Og vitanlega á útgefendur, smáa sem stóra, að bretta
upp ermar og undirbúa slíka útgáfu. Gaman væri að sjá Vögguvísu frá Omdúr-
man með formála eftir Hjálmar Sveinsson, bara svo dæmi sé tekið, en verk-
efnin sem bíða eru legíó.