Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 3
Ólöf Björg Björnsdóttir (f. 1973) er búsett í Hafnarfriði þar sem hún ólst upp og hefur vinnustofu í verslunar- kjarnanum Firði. Þar hefur hún reglulega opið hús og leyfir gestum og gangandi að sjá hvað hún er að fást við í listinni. Bakgrunnur hennar er í málverki, hún útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Ólöf Björg dvaldi tímabundið við nám í Granada á Spáni og í Seoul í Suður-Kóreu og má í verkum hennar meðal annars greina áhrif asískrar blekmálunar sem hún lærði á sínum tíma. Þá hefur hún einnig lagt stund á nám í listkennslu og heimspeki. Þótt málverk og teikning séu uppistað- an í verkum Ólafar Bjargar hefur hún alla tíð teygt verk sín inn í rýmið og skapað lágmyndir með ýmsum aðskotahlutum í bland við tvívíð verk auk þess að setja fram innsetningar, jafnvel gjörninga. Stíll hennar er tjáningar- ríkur og frjálslegur og á margt skylt við expressjónisma hins svokallaða nýja málverks á 9. áratugnum, þegar listamenn blésu lífi í miðilinn með kraftmikilli tjáningu og hömluleysi þar sem allt var leyfilegt. Ólöf Björg blandar gjarnan saman efnum og aðferðum og notast stundum við hendurnar þegar hún þrykkir lit á strigann. Dæmi um slíka aðferð má sjá í málverkinu á forsíðu Lækna- blaðsins að þessu sinni. Verkið Tengslasjálf (2015) er 170 cm á kant, málað með akrýllit og Ólöf Björg leggur þráð með á strigann og blandar inn í litinn. Eins og oft í verkum hennar er manneskjan miðlæg og með pensilskrift, litanotkun og form- um kallar hún fram tilfinningaríkt andrúmsloft. Tengslasjálf vann hún með fyrirsætu á vinnustofu sinni og hinn ungi maður er sýndur afslappaður og broshýr inni í iðu af handaförum í köldum litatónum sem eins og grípa í hann eða teygja sig frá honum og út fyrir rammann. Þau gefa til kynna nærveru málarans að baki verkinu og skapa sérstaka spennu. Verkið er dæmigert fyrir andstæður sem Ólöf Björg leikur sér gjarnan með þar sem hún blandar saman agaðri línuteikningu og frjálsum og flæðandi litastrokum. Markús Þór Andrésson LÆKNAblaðið 2016/102 531 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 12.900,- m. vsk. Lausasala 1290,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Frá vinstri: David Parry frá RCP, Tómas Þór Ágústsson, Winnie Wade frá RCP, Gerður Gröndal, Kjartan Örvar, Inga Sif Ólafsdóttir, Brynja Ragnarsdóttir, Sigurbergur Kárason, Friðbjörn Sigurðsson, Guðjón Birgisson, Guðjón Kristjánsson og Óskar Einarsson. Læknablaðið tók eftir því að mikil fundarhöld stóðu yfir í húsnæði Læknafélags Íslands alla síðustu viku októbermánaðar. Þar voru sérfræðilæknar frá hinum ýmsu sérgreinum lækninga komnir saman í þeim tilgangi að sækja námskeið frá Royal Colle- ge of Physicians í Bretlandi fyrir handleiðara í sér- námi lækna. Blaðamaður Læknablaðsins náði tali af Friðbirni Sigurðssyni framhaldsmenntunarstjóra lyflækninga en eins og áður hefur komið fram í blaðinu hafa umtalsverðar breytingar átt sér stað varðandi framhaldsnámið í lyflækningum. Frið- björn segir að sérgreinar lækninga séu því að endurskipuleggja framhaldsnám frá grunni. Sú vinna byggist að miklu leyti á sérstökum áhuga nokkurra einstaklinga. Ekki sé við því að búast að unnt sé að viðhalda framhaldsnámi sem stendur undir nafni á þeim forsendum. Því þurfi að efla alla umgjörð um framhaldsnámið og skapa því viðeigandi sess innan heilbrigðisþjónustunnar. Stórir áfangar hafi náðst og nefnir Friðbjörn í því samhengi opnun hermiseturs á Landspítala. Þá nefnir hann að mikilvægt sé að sérnám á Íslandi sé skipulagt á landsvísu og að það hafi reynst vel að Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri standi sameiginlega að sérnáminu í lyflækningum. Á Læknadögum, nánar tiltekið mánudaginn 16. janúar, verður sérstakt málþing um framhalds- nám í lækningum á Íslandi. Sama dag verður einnig málþing um símenntun lækna. Námskeið fyrir handleiðara í sérnámi lækna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.