Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 39
10 ára fresti. Þeir sem greinast með kirtilæxli verða í reglu- bundnu eftirliti (kirtilæxlaskrá) samkvæmt alþjóðlegum, gagnreyndum leiðbeiningum. Augljóst er að það er ódýrara að gera eina FIT-rannsókn en eina ristilspeglun. Leit að blóði í hægðum með FIT gæti þó virst dýrari kostur þegar allt er reiknað með. Að minnsta kosti hefur ekki verið sýnt fram á að leit að blóði í hægðum sé ódýrari aðferð en það að fara beint í ristilspeglun til þess að skima eftir sepum og krabbameini í ristli og endaþarmi. Mikilvægt er að læknar taki þátt í ákvörðunum um læknisfræðileg málefni og gefi stjórnmálamönnum ráð til þess að þeir geti tekið réttar ákvarðanir. Leit að blóði í hægðum er dýr aðferð sem mun skapa mikið óöryggi hjá þátttakendum. Ristilspeglunarskimun er forvarnaraðgerð og árangursríkari skimunaraðferð sem gef- ur skýr svör og veitir þátttakendum meira öryggi. Ristilspeglun er sú skimunaraðferð sem beitt hefur verið í áratugi og hefð er fyrir á Íslandi. Ólíklegt er að sú staða hennar muni breytast þó að farið verði af stað með skimun með leit að blóði í hægðum. Ristilspeglunarskimun mun geta leitt til lækkunar á nýgengi og fækkað verulega krabbameinum í ristli og endaþarmi hjá öldruðu fólki. Þjóðin eldist og því gæti orðið verulegur fjárhagslegur ávinningur af ristilspeglunarskim- un í framtíðinni. (Sjá ítarlegri grein á nolta.is.) LÆKNAblaðið 2016/102 567 Frá Öldungadeild Næsti fundur Öldungadeildar verður haldinn miðvikudaginn 7. desember, en þá flytur Ari Jóhannesson læknir erindi sitt: „Svo mæla seglin hvítu“ - Hugleiðingar um lækningar og skáldskap. Borið hefur á að læknar skipti um netföng, t.d. þegar þeir komast á eftirlaun. Þeim berast þá ekki tilkynningar frá LÍ eða Öldungadeildinni. Vinsamlega sendið virk netföng ykkar til mbein@simnet.is eða komið þeim til skrifstofu LÍ merkt Öldungadeild. Fundir Öldungadeildar eru haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 16, en á undan fundi um kl. 15.30 er boðið upp á kaffi og vínarbrauð. Þá er skemmtilegt að hitta gamla kollega og rifja upp gömlu góðu dagana.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.