Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 12
540 LÆKNAblaðið 2016/102 ar í kviðsjá fyrir utan eina opna aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð samhliða keisaraskurði. Mynd 2 sýnir dreifingu aðgerða eftir þriðjungum meðgöngu. Fjörutíu og fimm konur gengust ekki undir gallblöðrutöku á tímabili þungunar né innan 6 vikna eftir fæðingu. Af þessum 45 konum höfðu 30 farið í aðgerð frá tímabili rannsóknarinnar (31. desember 2010) og til 1. maí 2012 en þrjár þeirra höfðu látið fjar- lægja gallblöðruna fyrir meðgöngu og greindust með gallsteina í gallgöngum. Afdrif Fimm konur fæddu fyrir áætlaðan fæðingardag, þar af tvær (2,6%) mögulega vegna vandamála tengd gallsteinunum. Önnur fyrirburafæðingin var í tilfelli konu sem þegar hafði fengið gall- blöðruna fjarlægða. Hún leitaði læknis vegna kláða og við skoðun reyndist konan hafa hækkun á lifrarprófum og því talin vera með gallstasa (cholestasis). Ómun af gallvegum sýndi þó eðlilega víða gallvegi innan og utan lifrar. Í kjölfarið var ákveðið að framkalla fæðingu við 35 vikur. Hin fyrirburafæðingin var hjá konu sem var lögð inn með verk í hægri efri fjórðungi kviðar ásamt ógleði og uppköstum. Ómun sýndi stein í gallblöðru og þykknun í vegg gallblöðrunnar sem benti til bráðrar gallblöðrubólgu. Í samráði við fæðingarlækni var framkvæmdur keisaraskurður og opin gallblöðrutaka eftir rúmlega 36 vikna meðgöngu þar sem gall- blaðran var fjarlægð í kjölfar fæðingar barnsins. Bæði börnin fæddust heilbrigð. Hin þrjú tilfelli fyrirburafæðinga voru rakin til meðgöngueitrunar og þvagfærasýkingar. Ein andvana fæðing varð á tímabili rannsóknarinnar hjá konu eftir 38 vikna meðgöngu. Gallblöðrutaka hjá þeirri konu var gerð í kviðsjá á öðrum þriðjungi meðgöngu og var fylgikvillalaus. Konan hafði engin frekari einkenni gallsteinasjúkdóms eftir að- gerðina. Fæðingin varð meira en 30 dögum eftir gallblöðrutökuna og var ekki hægt að rekja það til gallsteinasjúkdóms eða aðgerðar móður að barnið fæddist andvana. Hvað skurðaðgerðir varðar var hvorki hægt að rekja fyrirbura- fæðingu, fósturlát né andvana fæðingu til aðgerðar. Í tveimur til- fellum (6%) greindust gallsteinar í gallgöngum eftir aðgerð og hjá báðum var í kjölfarið gerð gallvegaspeglun. Líkamsþyngdarstuðull kvennanna var að meðaltali 31 (bil: 21- 49). Þær voru almennt hraustar, þar sem miðgildi ASA-skors var 1 (bil: 1-3). Aðgerðartími var að meðaltali 63 mínútur (bil: 36-105). Flestar vefjagreiningar sýndu langvinna gallblöðrubólgu (n=24) en í 5 tilfellum sýndi hún bráða gallblöðrubólgu. Í einu sýni voru steinar án bólgu og í tveimur var engin vefjagreining gerð en einnig er mögulegt að vefjarannsókn hafi farið fram annars staðar en á Landspítala. Umræða Nýgengi gallsteinasjúkdóma meðal þungaðra kvenna sem krefjast innlagnar á Landspítala er 0,09% og meðalaldur er 29 ár sem er svipað og hefur verið lýst erlendis.17,18 Konurnar voru lagðar inn að meðaltali 1,8 sinnum á rannsóknartímabilinu og fjöldi inn- lagna á hverja konu var á bilinu 1 til 7 en viðbúið er að sjá endur- teknar, stuttar innlagnir hjá konum með gallsteinasjúkdóma sem meðhöndlaðar eru án skurðaðgerðar.8,9,14 Tímasetningar gallsteina- greininga á meðgöngu voru ekki skoðaðar sérstaklega en það var sökum þess að stór hluti kvennanna hafði gallsteinagreiningu fyrir meðgöngu og svo endurtekin köst á meðgöngutíma. Birtingarmynd gallsteinasjúkdóma getur verið mjög fjölbreyti- leg. Algengasta einkennið er verkur í efri hægri fjórðungi kviðar og það breytist ekki í tilfellum þungaðra kvenna.19 Sú var einnig raun- in í þessari rannsókn þar sem 82% kvenna fundu slík einkenni. Ógleði og uppköst eru algengur fylgifiskur gallsteinasjúkdóma líkt og niðurstöður bera vitni um en 32% og 30% kvenna upplifðu ógleði og uppköst ein og sér eða með öðrum einkennum. Í fæstum tilvikum höfðu sjúklingar gulu, sem bendir til þess að fáar þung- aðar konur fái stíflu í gallgöngum þó svo að steinar finnist með MRCP eða við ómun. Það minnkar líkur á sýkingu í gallgangi þótt talið sé að 12% tilfella fái ekki einkenni gulu eða hita við gallganga- sýkingu.20 Bráð gallblöðrubólga og brisbólga vegna gallsteina reyndust fá- tíðar í rannsókninni (10%) en það er sambærilegt við það sem hefur birst hjá öðrum höfundum, þó algengi uppá 23% hafi verið lýst.21 Það kom ekki á óvart að meðgöngutengdir fylgikvillar reyndust einnig fátíðir, með tíðni fyrirburafæðinga upp á 3% sem er mjög sambærilegt við erlendar niðurstöður.11,22,23 Engin fósturlát tengd- ust gallsteinasjúkdómum á Landspítala en lýst hefur verið allt að 7% tíðni erlendis.10 Í þeim tilfellum sem gögn um myndgreiningu voru til staðar gengust allar konurnar nema ein undir ómun, sem er sú rannsókn sem hentar einna best í tilfellum þungaðra kvenna, en hún er án geislunar, ódýr og með gott næmi fyrir steinum í gallblöðru.15 Átta konur voru greindar með segulómun af gallvegum og voru það til- felli þar sem grunur var um steina í gallgangi, gefið til kynna með ómskoðun eða hækkun á lifrarprófum. Segulómskoðun af gallveg- um er einnig rannsókn sem talin er henta vel þunguðum konum sem taldar eru vera með gallsteina í gallgangi þar sem hún er án geislunar. Mælt er með að rannsóknin sé framkvæmd án gadolini- um skuggaefnis þar sem áhrif þess á fóstur eru ekki þekkt að fullu þó að ekki hafi tekist að sýna fram á að skaðleg áhrif þess á fóstur hingað til.24 Fylgikvillar gallsteinasjúkdóma er sneru að þunguninni voru fátíðir. Af 32 aðgerðum voru 15 aðgerðir framkvæmdar á með- göngu en 17 aðgerðir fóru fram á fyrstu 6 vikunum eftir fæðingu og voru allar aðgerðirnar nema ein framkvæmdar um kviðsjá. Þessi fjöldi aðgerða svo stuttu eftir meðgöngu gefur upplýsingar um hlutfall kvenna sem meðhöndlaðar voru með íhaldssömum hætti vegna meðgöngunnar. Gallblöðrutökur á meðgöngu fóru einung- is fram á fyrsta og öðrum þriðjungi og flestar á fyrsta þriðjungi, sem er svipað og í erlendum samantektum þó að góðum árangri hafi einnig verið lýst við aðgerðir á þriðja þriðjungi meðgöngu.18,25 Hugsanlegt er að einhverjar af þeim 9 aðgerðum sem gerðar voru á fyrsta þriðjungi hafi verið framkvæmdar án vitneskju um þungun, sem kann að skýra fjöldann á þessu tímabili. Ein gallblöðrutaka fór fram í opinni aðgerð í kjölfar keisaraskurðar á þriðja þriðjungi meðgöngu og þótti við hæfi að telja það tilfelli með þeim sem fóru í aðgerð að lokinni meðgöngu. Framkvæmd gallblöðrutöku hjá þunguðum konum krefst þess að ákveðin tæknileg atriði aðgerðarinnar séu aðlöguð að stækk- uðu legi og áhrifum þess á konuna. Mælt er með að skápúði sé R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.