Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 46
574 LÆKNAblaðið 2016/102 Undanfarin ár hefur orðið vitundarvakning varðandi neikvæð áhrif rakaskemmda í húsnæði á heilsu. Hér á landi hafa stórfyr- irtæki og ríkisstofnanir ákveðið að flytja starfsemi sína annað vegna veikinda starfsfólks sem rakin eru til rakaskemmda í vinnuumhverfi. Skjólstæðingar lækna spyrja núorðið oft um það hvort ýmisleg sjúkdómseinkenni séu vegna rakaskemmda heima fyrir, í skól- um eða vinnuumhverfi og hafa margir þeirra hverjir leitað svara sjálfir á veraldarvefnum. Einkenni tengjast mörgum sérgreinum Einkenni þessa heilkennis eru mörg og mismunandi eftir einstak- lingum, en við upptalningu þeirra er ljóst að þau tengjast nánast öllum sérgreinum læknisfræðinnar. Einkenni geta verið almenn, svo sem hrollur, flensulík einkenni, vöðvaslappleiki, verkir, sina- drættir, útbrot, liðverkir og morgunstirðleiki, kulvísi, nætursviti, niðurgangur, kviðverkir, þorstlæti og minnkað þol. Öndunar- færaeinkenni eru meðal annars kinnholubólgur, særindi í hálsi, hósti, berkjubólgur, mæði og endurteknar sýkingar. Einkenni frá taugakerfi koma fyrir og geta verið höfuðverkur, sjóntruflanir, skjálfti, einbeitingarskortur, skert skammtímaminni og svimi. Spurningar vakna Hvað er raunverulega um að vera? Hvað veldur? Af hverju virðist vera aukning í þessum veikindum? Er raunveruleg aukning - eða var fólk með einkenni áður sem var talið af öðrum orsökum? Ef það er raunveruleg aukning, af hverju stafar hún? Hvaða ein- kennum getur fólk fundið fyrir? Er hætta á varanlegu heilsutjóni? Hvernig væri best að greina, meta og meðhöndla þá sem veikj- ast? Hvernig væri hægt að koma í veg fyrir þessi veikindi? Af hverju verða sumir veikir og aðrir ekki? Tengjist það genum og vefjaflokkum eins og svo margt annað? Er hægt að taka þessu heilkenni á léttvægan hátt eða ber að líta þetta alvarlegum aug- um vegna þess að hjá sumum gæti þetta valdið alvarlegum sjúk- dómum? Svara leitað Undirritaðar hafa skipulagt málþing á Læknadögum fimmtu- daginn 19. janúar 2017 í samstarfi við Félag ofnæmislækna og Félag lungnalækna og með stuðningi Læknafélags Íslands. Í vor var heilt tölublað The Journal of Allergy and Clinical Immunology (2016; 4: 375-564) helgað áhrifum myglusveppa á heilsu. Robert Bush prófessor við Madison-háskólasjúkrahúsið í Wisconsin skrifaði leiðara í þetta tölublað og verður einn af ræðumönnunum á málþinginu. Keith Berndtson sérfræðingur í Lyme-sjúkdómi kemur frá Chicago og heldur fyrirlestur um CIRS (chronic inflammatory response syndrome) sem er heilkenni vegna rakaskemmda í húsum. Auk þessara erlendu fyrirlesara munu íslenskir sérfræðingar tala um áhrif umhverfis á öndunarfæri og hvaða hlutverki lungun gegna í almennri bólgusvörun. Læknar munu stíga fram og segja frá eigin reynslu af veikindum í kjölfar rakaskemmda í vinnuumhverfi. Leitast verður við að fá sjónar- mið þeirra sem málið varðar og fá heildarmynd af umfangi þessa vanda á Íslandi. Málþingið er allan daginn 19. janúar frá klukkan níu til fjögur. Málþinginu er ætlað að greina vandann hér á landi, lýsa einkenn- um og meðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólki hér á landi og ekki síst að vekja umræður um hvernig hægt er að koma í veg fyrir heilsutjón af völdum rakaskemmda í húsnæði. Valda rakaskemmdir í húsnæði sjúkdómum? Málþing á Læknadögum L Æ K N A D A G A R 2 0 1 7 María I. Gunnbjörnsdóttir, Unnur Steina Björnsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Dóra Lúðvíksdóttir, Sigríður Ólína Haraldsdóttir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.