Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 38
566 LÆKNAblaðið 2016/102 Skimun eftir krabbameini í ristli og enda- þarmi hefur verið til umræðu hér á landi síðastliðin 30 ár. Á þeim tíma hafa orðið miklar framfarir í skimunaraðferðum sem hafa aukið næmi og sértæki aðferðanna. Stórstígar framfarir eru í ristilspeglunum varðandi myndgerð, tæknibúnað og þjálf- un þeirra lækna sem framkvæma skoðan- irnar. Ný efni hafa einnig valdið framför- um við leit að blóði í hægðum. Þegar valið er á milli aðferða við skimun skiptir miklu að skilgreina vel heilsuhagsfræðileg mark- mið hennar. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Krabbameinsfélagi Íslands að stjórna skimun eftir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar á að fylgja ráðleggingum nefndar landlæknis um skimun frá 2008 og tillögu Krabbameinsfélags Íslands. Í þeim tillögum er ráðlögð leit að blóði í hægðum með FIT ( feacal immunochemical test) og ristilspeglun hjá þeim sem eru jákvæðir. Leitin mun verða gerð hjá ein- kennalausum 60-69 ára einstaklingum. Markmið þessarar tillögu og heilsuhag- fræðilegur árangur eru mjög óljós. Ristilskimun, félag sérfræðinga og áhugamanna um skimun eftir krabba- meini í ristli og endaþarmi, hefur hins vegar lagt fram þá tillögu að skima beint með ristilspeglun alla sem eru 55 ára og 60 ára í 5 ár og eftir það bara 55 ára ár- ganginn. Tillögu Ristilskimunar sem hefur skýr heilsuhagfræðileg markmið hefur verið hafnað af heilbrigðisyfirvöldum. Krabbamein í ristli og endaþarmi myndast í 80-90% tilfella í kirtilæxl- um (adenoma) sem er hægt að fjarlægja í ristilspeglun. Helmingur þeirra sem greinast vegna einkenna hafa dreifðan sjúkdóm. Mikilvægt er því að leita að sjúkdómnum hjá einkennalausum einstak- lingum til þess að finna krabbameinið á læknanlegu stigi. Til ársins 2060 mun mannfjöldi á Íslandi aukast um 40% en fjöldi krabba- meina í ristli og endaþarmi um 100%. Ástæðan fyrir þessum mismun er að meiri fjölgun verður í eldri aldursflokkum þjóðarinnar. Aukinn fjöldi aldraðra mun valda auknum kostnaði af meðferð. Áætlaður kostnaður (beinn og óbeinn) vegna þessa krabbameins er 3000 miljónir króna á ári. Kostnaður til ársins 2060 með óbreyttri aldursdreifingu verður miðað við það um 135 milljarðar króna. Hópskimun þar sem leitað er að blóði í hægðum er talin geta lækkað dánartíðni. Til eru rannsóknir á guaiac- prófum (Hemoccult, Hemoccult II og HemoccultSensa) þar sem leitað er að blóði í hægðum sem sýna 14% lækkun í dánar- tíðni. Dæmi er einnig um að slík skimun skili ekki tilætluðum árangri. Í skimunar- verkefni í Finnlandi þar sem skimað er með HemoccultSensa, hefur til dæmis ekki verið sýnt fram á lækkun í dánar- tíðni. Engar hliðstæðar rannsóknir eru til á FIT-aðferðinni. Rökin fyrir því að leita að blóði í hægðum með FIT-aðferðinni frekar en ristilspeglun er að aðferðin sé ódýrari og að þátttaka verði meiri. Þátttökuhlutfallið hefur verið 20-70% í rannsóknum, bæði fyrir leit að blóði í hægðum og ristilspegl- un. Leit að blóði í hægðum með FIT þarf að endurtaka á hverju ári eða annað hvert ár og hætta er á að þátttökuhlutfallið lækki þegar skimunin er endurtekin. Með FIT- aðferðinni munu falskt jákvæðar (95% af þeim sem eru jákvæðir) og falskt nei- kvæðar (40% af þeim sem eru neikvæðir) niðurstöður valda miklu hugarangri hjá þátttakendum og mun það auka á kostnað að sinna andlegum stuðningi við þessa einstaklinga. Ef skimað er annað hvert ár með FIT og 7,2% eru jákvæðir í hvert skipti munu 36% verða ristilspeglaðir á 10 árum. Finnast munu mörg krabbamein og er líklegt að um það bil 30 fleiri tilfelli af krabbameini í ristli eða endaþarmi komi til meðferðar á ári á Landspítala ef þessari aðferð verð- ur beitt. Meðferðarkostnaðurinn vegna þessara 30 tilfella er hluti af skimunar- kostnaðinum. Þessi hækkun á nýgengi er tímabundin og leiðir til samsvarandi nýgengislækkunar. Engin nettó lækkun á nýgengi verður því með leit að blóði í hægðum. Þessi aðferð mun ekki hafa nein áhrif á ristilkrabbamein hjá þeim sem eru yfir 80 ára. Rannsóknir á ristilspeglunum sem skimunaraðferð hafa sýnt að með þeim er hægt að lækka dánartíðni um 70% og helminga nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi hjá þeim sem koma til skoðun- ar og í þeim hluta ristils sem er rannsak- aður. Sé miðað við tvöföldun fjölda krabba- meina til 2060 verður kostnaðaraukningin að óbreyttu 67,5 miljarðar. Ef ristilspeglun er beitt og nýgengi krabbameinsins helm- ingast stendur fjöldi krabbameina sem greinist árlega í stað til ársins 2060. Kosti ristilspeglunarskimun til 2060 7,5 milljarða sparast 60 milljarðar til ársins 2060. Ekki er hægt að lækka nýgengi með því að leita að blóði í hægðum og því verður þessum árangri ekki náð með þeirri aðferð. Verði ristilspeglun notuð sem skimunaraðferð verða vandamál varð- andi falskt jákvæðar og falskt neikvæðar niðurstöður mjög lítil. Skimunarhópurinn er yngri og því munu færri krabbamein finnast sem leiða til meðferðar á Landspít- ala. Hægt verður að meta áhættu einstak- linganna á að fá krabbamein í ristil eða endaþarm. Þeir sem hafa engin kirtilæxli (forstig flestra krabbameina) þurfa líklega ekki frekari skimun. Flestar klínískar leiðbeiningar mæla þó með ristilspeglun á Leit að blóði í hægðum eða ristilspeglun? B R É F T I L L Æ K N A B L A Ð S I N S Ásgeir Theodórs meltingarlæknir og sérfræðingur í heilbrigðisstjórnun atheodor@simnet.is Tryggvi Björn Stefánsson klínískur dósent, sérfræðingur í almennum skurðlækningum tryggvi@simnet.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.