Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 35
segja óhikað frá því að einhver í fjölskyldu þeirra hafi glímt við geðsjúkdóm. Þau hafa líka komið til okkar eftir fyrirlesturinn og viljað fá nánari skýringar eða leiðbein- ingar. Okkar hlutverk er að sjálfsögðu ekki að veita einstaklingum ráðgjöf en við get- um bent á hvaða leiðir eru færar og teljum það ótvíræðan árangur ef einhver áttar sig á því að vandi hans er viðráðanlegur og hægt að sækja sér hjálp.“ Mikilvægt að huga að andlegri heilsu Embætti landlæknis stóð að svipuðu fræðsluátaki fyrir nokkrum árum og bauð upp á svörunarþjónustu í kjölfarið þar sem hægt var að senda inn fyrirspurnir á tölvupósti. „Við höfum hugsað okkur að bjóða upp á sams konar þjónustu og erum að setja upp heimasíðu með upplýsingum og svörunarþjónustu, gedfraedsla.is, og hún fer í loftið mjög bráðlega.“ Hugrún er samstarfsverkefni nema við HÍ í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sálfræði en að sögn Steins er félagið opið öllum nemum innan HÍ sem hafa áhuga á að starfa með því. „Hugmyndin um geðfræðslu fyrir ungt fólk hefur verið á sveimi nokkuð lengi en í fyrravetur var ákveðið í stjórn Félags læknanema að hrinda henni í framkvæmd. Sæmundur Rögnvaldsson þáverandi formaður félags læknanema spurði mig hvort ég væri til- búinn að taka þetta að mér og ásamt fleira góðu fólki var farið í að undirbúa stofnun félagsins og í kjölfarið var boðað til stofn- fundar Hugrúnar í apríl síðastliðnum. Við héldum fræðslukvöld sem var mjög vel sótt enda viljum við standa vel að þessu og undirbúa fyrirlesarana okkar vel áður en þeir fara út í skólana. Við höfum því lagt mikla vinnu í að útbúa námsefnið, þjálfa fyrirlesarana og svo allt annað sem þarf að gera til að reka svona félag. Við höfum notið ráðgjafar hjá geðhjúkrunar- fræðingum, sálfræðingum og geðlæknum og ýmsir fleiri hafa gefið okkur góð ráð enda viljum við að efnið sé bæði rétt og gagnlegt.“ Steinn segir að þrátt fyrir mjög vaxandi vitund um geðsjúkdóma í samfélaginu sé ótvíræð þörf fyrir fræðslu meðal ungs fólks. „Kvíði og þunglyndi fara vaxandi hjá ungu fólki og það er mikilvægt að ná til þess með fræðslu um það hversu mik- ilvæg geðrækt og góð geðheilsa eru. Að það sé jafn mikilvægt að huga að andlegri heilsu sinni og líkamlegri.“ Guðrún Karlsdóttir og Arna Ýr Karelsdóttir læknanemar á 1. ári flytja Hugrúnarfyrirlestur í Borgarholtsskóla. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2016/102 563

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.