Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 31
Magnúsdóttir og Páll Pétursson grein um
lífsferil Guðmundar en hann var afabróðir
Páls.
Óþreytandi að kynna sér nýjungar
Guðmundur var samtímamaður Guðjóns Sam-
úelssonar fyrsta húsameistara ríkisins og ásamt
fleirum lögðu þeir grunninn að skipulagi þétt-
býlis á Íslandi á 20. öld.
Pétur: Kynslóð Guðmundar tekur Ísland
útúr miðöldum og beint inn í nútímann
á örfáum árum má segja. Hann er alinn
upp í torfbæ í íslenskri sveit en er settur
til mennta og nýtir það tækifæri vel og
lærir læknisfræði í Kaupmannahöfn. Þar
kemst hann í snertingu við nútímaborgina
og ýmisleg heilbrigðisvandamál sem
voru afleiðing af búsetu fólks. Þannig
fæðist snemma með honum sú hugsun að
allt ytra umhverfi, skipulag þéttbýlis og
ástand húsnæðis sé mikilvægt lýðheilsu-
mál. Þetta verður grunnurinn að hans
áhuga á skipulagsmálum. Hann byrjar
sinn læknisferil á Sauðárkróki og fer
þaðan til Akureyrar og starfar við mjög
frumstæðar aðstæður. Á einum stað segir
hann að ekki geti orðið neinar framfarir í
heilsufari landsmanna nema húsakostur
sé bættur. Hann gerir sér manna best
grein fyrir því að ekki var framtíð í áfram-
haldandi búsetu í torfbæjunum. Hann
er einn af þeim sem leiðir Ísland inn í
steinsteypuöldina. Hann beitir sér fyrir
byggingu nýs sjúkrahúss á Akureyri og
réði miklu um hönnun þess. Hann byggir
sér einnig íbúðarhús á Akureyri og ræður
þar miklu um gerð þess og útlit. Þetta var
timburhús og hið fyrsta í svokölluðum
sveitserstíl, í kjölfarið risu timburhús sem
setja í dag svo mikinn svip á Akureyri, má
nefna hús Menntaskólans og Samkomu-
húsið sem glæsilegustu dæmin. Síðan
flyst hann til Reykjavíkur og verður pró-
fessor við læknadeild nýstofnaðs Háskóla
Íslands. Þar gefst honum tækifæri til að
sinna betur fræðslu um lýðheilsu og húsa-
kost og skrifar bæði greinar og leiðbein-
andi rit um þessi efni á næstu árum. Hann
byggir sér hús á Hverfisgötu 12, á horni
Hverfisgötu og Ingólfsstrætis, og nú úr
steinsteypu, um það bil þegar steinsteypu-
öldin var að ganga í garð. Einangrun stein-
húsa var honum mikið áhugamál enda var
það eitt helsta vandamálið lengi framan
af 20. öldinni hve köld þau voru. Það sem
vekur mesta athygli við Guðmund og skrif
hans er hversu yfirgripsmikil þekking
hans hefur verið og hversu óþreytandi
hann var að kynna sér allt það nýjasta sem
var á döfinni í skipulagsmálum erlendis.
Rit hans Um skipulag bæja var byggt á því
allra nýjasta og framsæknasta í skipulags-
málum í löndunum í kringum okkur. Með
þessu einhendir hann Íslandi beinlínis
úr engu yfir í það allra nýjasta sem var á
döfinni í hugmyndafræði skipulagsmála
í Vestur-Evrópu. Styrkur Guðmundar var
einnig fólginn í því hversu hagsýnn hann
var og það er stórmerkilegt hversu vel
honum tekst að laga þessar hugmyndir að
íslenskum aðstæðum og gera þær fram-
kvæmanlegar. Í skrifum hans endurspegl-
ast fjölþætt reynsla og þekking; vísindaleg
nákvæmni læknisins, verkleg reynsla
húsasmiðsins, fegurðartilfinning arkitekts-
ins, alþjóðleg sýn skipulagsfræðingins og
svo umbótavilji stjórnmálamannsins en
síðast en ekki síst hæfileiki kennarans til
að miðla þekkingu sinni.
Fóru um landið og skipulögðu
kauptún og sjávarþorp
Er þetta ekki liðin tíð að einhver geti stigið
fram með þessum hætti og haft skoðanir á
svona mörgum faglegum málefnum? Verða
menn ekki að vera sérfræðingar til að tekið sé
mark á þeim í dag?
Ásdís Hlökk: Jú, þessi tími er liðinn en í
því fámennissamfélagi sem Ísland var fyr-
ir 100 árum verður hlutur svona hæfra og
afkastamikilla einstaklinga svo stór.
Viðbrögð við riti Guðmundar voru
mjög jákvæð. Sem dæmi þá liggja eftir
ritdómar eftir bæði Guðjón Samúelsson og
Rögnvald Ólafsson sem báðir hrósa ritinu.
Guðmundur fær síðan ómetanlegt tækifæri
til að hrinda hugmyndum sínum í fram-
kvæmd með því að vera fenginn til að taka
þátt í að semja fyrstu skipulagslögin sem
eru samþykkt 1921 og er síðan skipaður
í fyrstu skipulagsnefnd ríkisins ásamt
Guðjóni Samúelssyni nýskipuðum húsa-
meistara ríkisins og Geir Zoëga vegamála-
stjóra. Þeir fara um landið og skipuleggja
kauptún og sjávarþorp þar sem hugmynd-
ir Guðmundar eru lagðar til grundvallar.
„Áhrif Guðmundar eru meiri en flestra annarra á þessum vettvangi hér á landi og því er full ástæða til að minnast þess með endurútgáfu þessa merka rits,“
segja þau Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Pétur Ármannsson um Guðmund Hannesson.
LÆKNAblaðið 2016/102 559
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R