Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2016/102 545 R A N N S Ó K N Inngangur Ósæðargúlpur í brjóstholshluta ósæðar (thoracic aortic aneurysm) er tiltölulega sjaldgæfur sjúkdómur þar sem þvermál ósæðar er auk- ið um að minnsta kosti 50% miðað við eðlilega vídd ósæðar.1 Ný- gengi samkvæmt erlendum rannsóknum er talið vera á bilinu 6-10 tilfelli/100.000/ári. Sú staðreynd að flestir sjúklingar eru einkenna- lausir gerir nákvæmt mat á nýgengi erfiðara.2 Orsök gúlpmynd- unar í ósæð er ekki að fullu þekkt en hrörnun á miðlagi hennar virðist vega þungt í sjúkdómsferlinu. Ójafnvægi á myndun og niðurbroti millifrumuefnis veikir miðlag æðaveggsins sem veldur þenslu og gúlpmyndun.3,4 Bandvefssjúkdómar eins og heilkenni Marfans eða heilkenni Ehler Danlos og tvíblöðku-ósæðarloka auka líkur á myndun ósæðargúlps. Háþrýstingur er einnig þekkt- ur áhættuþáttur.5 Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós ýmis tengsl við ósæðargúlpa og lýst hefur verið stökkbreytingum sem koma fram í fjölskyldum. Í heildina eru ættgengir ósæðargúlpar taldir skýra um 20% sjúkdómstilfella.6-8 Algengustu einkenni ósæðargúlps eru brjóst- eða bakverkir og einkenni hjartabilunar þegar ósæðarlokan er lek.9 Oftar en ekki eru sjúklingar þó án einnkenna og greinast fyrir tilviljun. Inngangur: Ósæðargúlpur í brjóstholi er frekar sjaldgæfur sjúkdómur þar sem meðferð er flókin og fylgikvillar algengir. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur skurðaðgerða við ósæðargúlpum á Íslandi með tilliti til snemmkominna fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifunar, en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 105 sjúklingum (meðal- aldur 60,7 ár, 69,5% karlar) sem gengust undir aðgerð vegna ósæðar- gúlps í rishluta ósæðar á Landspítala frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2014. Sjúklingar með áverka á ósæð eða bráða ósæðarflysjun (acute aortic dissection) voru útilokaðir. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru skráðar ýmsar klínískar breytur, aðgerðartengdir þættir og fylgikvill- ar. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier og var meðaleftir- fylgdartími 5,7 ár. Niðurstöður: Alls höfðu 52 sjúklingar (51,0%) tvíblöðku-ósæðarloku og 10 (9,5%) höfðu fjölskyldusögu um ósæðargúlp. Helmingur sjúklinga (50,5%) var einkennalaus. Algengasta tegund aðgerðar var ósæðarrótarskipti með lífrænni loku. Tveir þriðju sjúklinga fengu fylgikvilla og voru þeir alvarlegir í 31,4% tilfella. Heilablóðfall greindist hjá tveimur sjúklingum (1,9%) en aðrir tveir sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (1,9%). Lifun einu ári frá aðgerð var 95,1%, og var lifun karla betri en kvenna (97,2% á móti 90,4%, p=0,0012, log-rank próf) en 5 ára lifun var 90,3%. Ályktanir: Árangur skurðaðgerða við ósæðargúlp í rishluta ósæðar á Íslandi er sambærilegur við erlendar rannsóknir. Fylgikvillar eru tíðir þótt tíðni heilablóðfalls sé lág, eins og 30 daga dánartíðni. Langtímalifun er góð, en lifun karla er betri en kvenna. Árangur aðgerða við ósæðargúlp í rishluta ósæðar á Íslandi 2000-2014 Helga Björk Brynjarsdóttir1 læknanemi, Inga Hlíf Melvinsdóttir2 læknir, Tómas Guðbjartsson1,3 læknir, Arnar Geirsson3 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítalinn, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Arnar Geirsson arnarge@landspitali.is Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. https://doi.org/10.17992/lbl.2016.12.111 Greinin barst til blaðsins 7. júní 2016, samþykkt til birtingar 29. október 2016. Tilviljanagreiningum hefur fjölgað á Vesturlöndum samhliða fjölgun myndrannsókna vegna óskyldra sjúkdóma í brjóstholi, til dæmis við leit að æxlum í lungum eða við tölvusneiðmyndatöku á kransæðum.10 Ef rof eða flysjun (dissection) verður á gúlpnum er 30 daga dánarhlutfall allt að 25% hjá þeim sem ná lifandi í aðgerð, en rof er jafnframt langalvarlegasti fylgikvilli sjúkdómsins.11,12 Því er reynt að gera skurðaðgerð á æðargúlp áður en hann rofnar. Hætta á rofi og flysjun eykst við aukið þvermál ósæðarinnar. Ef þvermálið er 6 cm er árleg tíðni rofs eða flysjunar í kringum 14%.13 Algengasta viðmið fyrir fyrirbyggjandi skurðaðgerð er þegar þvermál ósæðar er komið yfir 5,5 cm hjá einkennalausum sjúklingum. Oft er miðað við minna þvermál hjá sjúklingum með aðra áhættuþætti flysjun- ar, eins og tvíblöðku-ósæðarloku, þekkta bandvefssjúkdóma eða gúlpa sem stækka ört (>3 mm á ári).13,14 Ósæðargúlpar sem valda einkennum eru fjarlægðir með skurðaðgerð, óháð stærð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurð- aðgerða við ósæðargúlp í rishluta ósæðar á Íslandi en slík rann- sókn hefur ekki verið gerð áður hérlendis. Helstu áherslur voru á snemmkomna fylgikvilla, 30 daga dánarhlutfall og langtímalifun. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði yfir 15 ára tímabil frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2014. Listi yfir sjúklinga var fenginn úr sjúklingabókhaldi Landspítala og var leitað eftir aðgerðakóð- um fyrir ósæðarrótarskipti, viðgerð á ósæð og aðgerðir þar sem hjarta- og lungnavél var notuð með blóðrásarstöðvun í djúpri kæl- Á G R I P

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.