Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 24
552 LÆKNAblaðið 2016/102 Konur voru í meirihluta, 102 tilfelli (63%). Meðalaldur kvenna var 54 (± 20) ár og meðalaldur karla var 50 (± 21) ár. Í 11 tilfell- um (7%) höfðu sjúklingar áður leitað á slysa- og bráðadeild vegna svima. Upplýsingar um aðkomu sjúklinga, tímalengd einkenna, bið- tíma eftir lækni og í hvaða stöðu sá læknir var sem fyrst skoðaði sjúkling eru birtar í töflum I-IV. Rannsóknir Í 126 tilfellum (77%) voru teknar blóðprufur. Í 62% þessara tilfella fundust einhver afbrigðileg gildi en samkvæmt mati höfunda rannsóknarinnar þóttu þessi afbrigðilegu gildi aðeins í 26% til- fella (33/126) mögulega geta valdið svima (blóðleysi, vökvaskortur, truflun á saltjafnvægi, blóðsykurshækkun, sýkingamerki). Hjartalínurit var tekið í 69 tilfellum (42%; eðlilegt 76%, ósér- tækar breytingar 7%, óeðlilegt 17%). Í 65 tilfellum (40%) voru sjúklingar sendir í tölvusneiðmynd (TS) af heila. Oftast var myndað án skuggaefnis. Allar TS-rann- sóknir voru gerðar strax við bráðauppvinnsluna. Í niðurstöðum 6 þessara TS fannst eitthvað óeðlilegt en hins vegar þótti einungis í tveimur tilfellum (2/65; 3%) líklegt að niðurstöðurnar gætu útskýrt svimann. Í öðru tilfellinu hafði sjúklingurinn augljós staðbund- in taugaeinkenni. Í 27 tilfellum (17%) var gerð segulómun (SÓ) af heila og hjá þremur einstaklingum var myndunum lýst sem óeðli- legum. Þar af má í tveimur tilfellum (2/27; 12%) ætla að niðurstöð- ur segulómmyndar gætu skýrt einkennin. Í 20 tilfellum var gerð bæði TS og SÓ. Álit sérfræðilækna Leitað var eftir áliti læknis annarrar sérgreinar í 98 skipti, fyrir 80 tilfelli (49%). Oftast var fengið álit taugalæknis (46; 28%) og háls,- nef- og eyrnalæknis (43; 26%). Fengið var álit hjá bæði tauga- og háls,- nef- og eyrnalækni fyrir alls 18 tilfelli (11%). Hjartalæknar gáfu álit þrisvar sinnum (2%) og leitað var til lækna annarra sér- greina í alls 6 skipti (4%). Álit sérfræðinga leiddi til greiningar í 40 tilfellum (50%). Afdrif sjúklinga Í langflestum tilfellum voru einstaklingar útskrifaðir heim eftir dvöl á bráðamóttöku (144; 88%). Í 25 tilfellum af þessum voru sjúk- lingarnir hluta tímans á skammverueiningu bráðadeildarinnar (25/144; 17%). Meðalverutími á bráðamóttöku var 4,3 (± 2,8) klst. Alls voru 19 sjúklingar lagðir inn á legudeild. Flestir lögðust inn á taugadeild (10/19; 53%), í öllum tilfellum vegna gruns um sjúkdóm í miðtaugakerfi. Fimm af þessum sjúklingum voru síðar greindir með sjúkdóm í miðtaugakerfi eða talið að orsök svimans væri þaðan þó sjúkdómsgreining væri ekki ljós við útskrift. Þrír þessara sjúklinga reyndust hafa svimasjúkdóm frá inneyranu. Einn var talinn hafa svima vegna vökvaskorts og hjá einum var orsök svima óljós við útskrift. Átta sjúklingar (42%) lögðust inn á deild á lyflækningasviði. Tveir þessara sjúklinga greindust með sýkingar (aðrar en í mið-/ inneyra) og svimi talinn tengjast þeim en hinir höfðu hjartatengd vandamál. Einn sjúklingur (5%) lagðist inn á háls-, nef og eyrnadeild vegna óvenjuslæms tilfellis af góðkynja stöðusvima. Sjúkdómsgreiningar Lokasjúkdómsgreiningar sjúklinga eru settar upp í töflu V. Stærstur hluti sjúklinga útskrifaðist án greiningar (32%). Hjá þeim sem fengu greiningu höfðu flestir vandamál frá inneyranu og Tafla I. Aðkoma sjúklinga. Fjöldi tilfella % Án tilvísunar 126 77 Tilvísun frá heimilislækni 29 18 Annað 8 5 Annað = Tilvísun frá öðrum sjúkrastofnunum, öðrum deildum Landspítala eða aðkoma ekki þekkt. Tafla II. Tímalengd einkenna. Tími Fjöldi tilfella % <1 klukkustundir 5 3 1-4 klukkustundir 29 18 4-12 klukkustundir 23 14 12-24 klukkustundir 18 11 1-3 dagar 19 12 3-7 dagar 19 12 1-4 vikur 24 14 1-4 mánuðir 2 1 >6 mánuðir 5 3 Ekki þekkt 19 12 Tafla III. Biðtími eftir lækni. Fjöldi tilfella % <1 klukkustundir 72 44 1-4 klukkustundir 59 36 >4 klukkustundir 2 1 Ekki þekkt 30 19 Í þeim tilfellum þar sem hægt var að finna upplýsingar um hversu langur tími leið frá komu sjúklings á bráðamóttöku til fyrstu skoðunar læknis voru 98% skoðaðir innan fjögurra klukkustunda eftir komu. Tafla IV. Fyrsti læknir sem skoðar sjúkling. Fjöldi tilfella % Læknanemi 4 3 Aðstoðarlæknir 35 21 Deildarlæknir 83 51 Sérfræðingur 35 21 Ekki þekkt 6 4 R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.