Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 30
Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá útkomu ritsins Um skipulag bæja eft- ir Guðmund Hannesson prófessor og lækni hafa Skipulagsstofnun ríkisins og Hið íslenska bókmenntafélag tekið höndum saman og endurútgefið ritið. Þá eru einnig af þessu tilefni gefnar út 5 rit- gerðir sem nefnast Samtal við Guðmund Hannesson og eru eftir 6 höfunda og eru nokkurs konar aldarspegill þar sem hugmyndir Guðmundar eru skoðaðar með augum nútímans. Munu þær hafa staðist tímans tönn með ágætum. Lækna- blaðið ræddi við tvo höfundanna, þau Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur skipulags- stjóra sem einnig ritstýrði útgáfunni og Pétur Ármannsson arkitekt. Ásdís Hlökk: Okkur á Skipulagsstofnun fannst full ástæða til að minnast þess með viðeigandi hætti að í ár eru hundrað ár liðin síðan ritið Um skipulag bæja eftir Guðmund Hannesson kom út. Þetta hefur reynst grundvallarrit í skipulagsmálum hér á Íslandi þó það sé ekki mikið að vöxt- um og þrátt fyrir allar þær breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar hvað varðar búsetu og fleira þá er þetta rit enn í dag merkilega áhugaverð lesning sem á erindi við okkur. Við viljum því gjarnan að þetta verk lifi í hugum og vitund þeirra sem vinna að skipulagsmálum og vilja skilja sögulega þróun byggðar og skipulagsmála. Jafnframt vildum við samhliða þessari endurútgáfu birta sjónarmið samtíma okkar og fengum því nokkra valda aðila til að skrifa greinar sem töluðu jafnt til Guðmundar sem samtímans og tengja þannig saman fortíð og nútíð. Þetta eru því tvö rit sem gefin eru út saman, annars vegar rit Guðmundar og hins vegar safn 5 greina. Í fjórum þeirra eru tekin fyrir þau þemu sem Guðmundur fjallar um í riti sínu, en hans styrkur liggur ekki síst í því hve hann leit á skipulagsmál frá víðu sjónarhorni. Pétur H. Ármannsson fjallar um hönnun og húsagerðarlist, sjálf fjalla ég um form og þróun bæjanna, Dagur B. Eggertsson skrifar um lýðheilsumál tengd skipulagi og Salvör Jónsdóttir fjall- ar um efnahagslega og félagslega þætti skipulagsmála. Síðan skrifa hjónin Sigrún Frumkvöðull á sviði skipulags- mála og lýðheilsu Endurútgáfa á riti Guðmundar Hannessonar um skipulagsmál ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Guðmundur Hannesson (1866-1946) 558 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.