Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 18
546 LÆKNAblaðið 2016/102
replacement). Aðgerðir á ósæðarboga voru yfirleitt gerðar í blóð-
rásarstöðvun þar sem notuð var djúp (14,1-20°C) eða miðlungsdjúp
(20,1-28°C) kæling og blóði að auki veitt sérstaklega til heilaæða
(selective cerebral perfusion) til að varðveita heilastarfsemi.16,17
Tölfræði
Gagnagrunnur var útbúinn í forritinu Microsoft Excel® (Microsoft,
Redmond WA) og tölfræðiúrvinnsla gerð í forritinu RStudio®. Við
samanburð hópa voru notuð t-próf og Fisher ś exact próf en log-
-rank próf við samanburð á lifun sjúklinga. Fjölþátta aðhvarfs-
greining var notuð til að meta lifun karla og kvenna óháð aldri, en
það var gert með lifunarlíkani sem innihélt bæði kyn og aldur. Til
að meta árlegan fjölda aðgerða var gerð Poisson-aðhvarfsgreining
og reiknað gagnlíkindahlutfall (Odds ratio, OR) með 95% öryggis-
bili (ÖB). Marktæki miðast við tvíhliða p-gildi <0,05. Heildarlifun
var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Dánardagur var skráður
samkvæmt upplýsingum úr Sögukerfi Landspítala sem tengt er
Dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Eftirlit miðaðist við 1. maí
2015 og var meðaleftirfylgdartími 5,7 ár (miðgildi 6,0 ár, bil: 0,01
– 15,0).
ingu. Alls gengust 105 sjúklingar undir aðgerð við ósæðargúlp í
rishluta ósæðar á tímabilinu og mynduðu þeir rannsóknarþýðið.
Sjúklingum sem höfðu áverka á ósæð eða bráða ósæðarflysjun
(acute aortic dissection) var sleppt en árangur þeirra aðgerða á Ís-
landi hefur áður verið birtur í Læknablaðinu.12
Fyrir hvern sjúkling voru skráðar í rafrænan gagnagrunn
rúmlega 100 breytur úr sjúkraskrám. Skráðir voru áhættuþættir
hjarta- og æðasjúkdóma, saga um útæðasjúkdóm og æðagúlpa,
hvort um tvíblöðku-ósæðarloku var að ræða, ósæðarlokuþrengsl
eða ósæðarlokuleka. Einnig voru skráðir bandvefssjúkdómar eins
og Marfans eða Ehler Danlos-heilkenni og fjölskyldusaga um
ósæðargúlp. EuroSCORE II var reiknað fyrir alla sjúklinga, en það
er áhættulíkan til að meta dánarlíkur innan 30 daga eftir hjarta-
skurðaðgerð.15 Einnig voru skráð einkenni sem leiddu til grein-
ingar og mesta þvermál ósæðargúlps í cm. Upplýsingar um stærð
fengust úr sjúkraskrám og byggðu á mælingum á tölvusneið-
myndum eða hjartaómun. Í vafatilfellum voru myndrannsóknir
skoðaðar að nýju.
Úr aðgerðarlýsingum var skráð hvers konar aðgerð var gerð
hverju sinni. Tími á hjarta- og lungnavél og æðatengingar voru
skráðar, einnig tímalengd blóðrásarstöðvunar og hvort sérstakri
heilavernd (cerebral protection) var beitt. Loks var skráð blæðing í
brjóstholskera á fyrsta sólarhring eftir aðgerð ásamt notkun blóð-
hluta í og eftir aðgerð.
Fylgikvillar voru flokkaðir í alvarlega og minniháttar. Út-
listun á skráðum fylgikvillum má sjá í töflu III. Upplýsingar um
fylgikvilla miðuðust við skráningu í sjúkraskrám. Að auki voru
blóðrannsóknir skoðaðar, einkum til að meta bráðan nýrnaskaða
og hjartadrep. Bráður nýrnaskaði miðaðist við ≥50% hækkun á
S-kreatíníni frá grunngildi sjúklings innan við viku frá aðgerð.
Þau tilfelli þar sem nýrnaskaði var það alvarlegur að þörf var á
skilunarmeðferð voru flokkuð með alvarlegum fylgikvillum.
Hjartadrep í og eftir aðgerð (perioperative myocardial infarction) mið-
aðist CKMB við hæstu mælingu eftir aðgerð >70 μg/L.
Skurðaðgerðir
Allar aðgerðirnar voru framkvæmdar í gegnum bringubeinsskurð
með aðstoð hjarta- og lungnavélar. Slagæðatengingu fyrir hjarta-
og lungnavél var komið fyrir í rishluta ósæðar, holhandar- og við-
beinsslagæð eða náraslagæð. Aðgerðartækni fór eftir staðsetningu
gúlps á ósæðinni og ástandi ósæðarloku (leki eða þrengsl) og var
alls beitt 6 mismunandi tegundum aðgerða. Ef ósæðarlokan var
heil og gúlpurinn náði ekki niður í ósæðarrót var einungis skipt
um ósæðina ofan við lokuplanið. Í einu tilviki var í sömu aðgerð
fyrst skipt um loku og síðan ósæð ofan við lokuplanið. Ef gúlpur-
inn náði niður í ósæðarrót og skipta þurfti um ósæðarloku voru
ýmist notaðar lífrænar eða ólífrænar lokur með samsettum æða-
græðlingi (graft). Ef talið var mögulegt að gera við lokuna var það
gert með lokusparandi aðgerð (David-aðgerð). Loks voru aðgerðir
þar sem rishluta ósæðar var ekki skipt út, heldur hún sveipuð með
ytra stoðneti (wrapping). Fjartenging (distal anastomosis) var oftast
gerð á rishluta ósæðar. Í tilvikum þar sem ósæðarbogi var einnig
víkkaður var gert við hann með viðgerð á neðri ósæðarboga (hem-
iarch replacement) og í einu tilviki á öllum ósæðarboga (total arch
R A N N S Ó K N
Tafla I. Sjúklingatengdir þættir. Fjöldi sjúklinga og hlutfall (%) eða meðaltal með
staðalfráviki. N=105.
Fjöldi %
Aldur 60,7 ± 13,9
Karlar 73 69,5
Tvíblöðku-ósæðarloka (n=102)* 52 51
Ósæðarlokuþrengsl 33 31,4
Ósæðarlokuleki 46 43,8
Marfans-heilkenni 5 4,8
Háþrýstingur 68 64,8
Sykursýki af gerð 2 3 2,9
Blóðfituröskun 31 29,5
Langvinnur nýrnasjúkdómur 8 7,6
Kransæðasjúkdómur 8 7,6
Áður gerð kransæðavíkkun 4 3,8
Áður gengist undir kransæðahjáveituaðgerð 1 0,95
Útæðasjúkdómur 4 3,8
Saga um ósæðargúlp í kviðarholi 2 1,9
Áður heilablóðfall 8 7,6
Langvinn lungnateppa 6 5,7
Aldrei reykt (n=101)** 33 32,7
Saga um reykingar (n=101)** 68 67,3
Fjölskyldusaga um ósæðargúlp í brjóst- eða
kviðarholshluta ósæðar
10 9,5
Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2) 28,1 ± 5
EuroSCORE II 4,5 ± 5,7
Upplýsingar um tvíblöðku-ósæðarloku vantaði fyrir þrjá sjúklinga* og upplýsingar um
reykingar vantaði hjá fjórum sjúklingum**.