Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 34
562 LÆKNAblaðið 2016/102 „Hugrún er geðfræðslufélag nema í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands og er byggt á sömu hugmyndafræði og kynfræðslufélagið Ástráður sem læknanemar hafa starfrækt um nokkurra ára skeið,“ segir Steinn Halldórsson læknanemi á 6. ári og formaður Hugrúnar. Steinn segir að fræðslan sé ætluð fram- haldsskólanemum og fari fram með þeim hætti að tveir fulltrúar Hugrúnar fara í framhaldsskólana með fyrirlestur og um- ræður um efnið í kjölfarið. „Við leggjum aðaláhersluna á þennan hóp til að byrja með en í stefnuyfirlýsingu Hugrúnar segir að markmið félagsins sé að fræða ungt fólk á Íslandi um geðsjúkdóma og geðheil- brigði. Markmiðið er í rauninni tvíþætt; að draga úr fordómum gagnvart geðsjúk- dómum og geðfötluðum og að fræða um geðrækt því margt ungt fólk sem glímir við geðræn vandamál áttar sig ekki á því og leitar sér því ekki viðeigandi aðstoðar.“ Fyrirlestrar og umræður í framhaldskólum Steinn segir að í vetur fari fulltrúar Hug- rúnar og fræði og ræði við nemendur fyrsta bekkjar framhaldsskólanna. „Við reynum að fara í alla framhaldsskólana á Stór-Reykjavíkursvæðinu og einnig þá sem eru í sveitarfélögunum í kring, eins og Selfoss og Akranes. Við erum nýbúin að fara austur á Egilsstaði og erum tilbúin að fara hvert á land sem er ef skólarnir taka þátt í kostnaði við ferðirnar. Fyr- irkomulag heimsóknanna er með þeim hætti að fyrirlesararnir fara í gegnum ákveðið efni, ákveðna fræðslu en mik- ilvægasti þátturinn felst í umræðunum sem fylgja í kjölfarið og þar kemur mjög skýrt í ljós hvað þörfin fyrir þessa fræðslu er mikil. Krakkarnir spyrja mikið um einkenni kvíða og þunglyndis og við reynum að svara spurningum eins og: eru allir sem finna fyrir depurð þunglyndir? Eða eru allir sem eru stressaðir fyrir próf með kvíðasjúkdóm? Tilgangurinn er að fá þau til að velta fyrir sér að andleg líðan getur verið góð eða slæm eftir atvikum og stundum sjúkleg og stundum ekki, til dæmis geta verið eðlilegar ástæður fyrir tímabundinni depurð en það er ekki eðli- legt að vera dapur langtímum saman og finnast lífið alltaf ömurlegt. Megináhersla okkar er á kvíða og þunglyndi en við kom- um einnig inn á geðhvarfasýki, átröskun og fíknisjúkdóma en þekking krakkanna á þessum sjúkdómum er skiljanlega fremur takmörkuð.“ Steinn segir reynsluna í haust af fyr- irlestrunum og undirtektum krakkanna vera mjög góða. „Það hefur eiginlega kom- ið okkur á óvart hversu tilbúnir krakkarn- ir eru til að tjá sig um persónuleg mál og Ótvíræð þörf fyrir fræðslu Segir Steinn Halldórsson formaður geðfræðslu- félagsins Hugrúnar „Teljum það ótvíræðan árangur ef einhver áttar sig á því að vandi hans er viðráðanlegur og hægt að sækja sér hjálp,“ segir Steinn Halldórsson formaður Hugrúnar. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.