Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2016/102 557 Nýlega kom út svo kölluð McKinsey skýrsla. Velferðarráðuneytið stóð að baki gerð skýrslunnar en viðtöl, greiningarvinna og sam- antekt niðurstaðna voru unnin af ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company í nánu samstarfi við ráðuneytið, Embætti landlæknis og Landspítala. Í skýrslunni er hugað að afköstum, rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls á Landspítala. Jafnframt er fjallað um nýtingu fjármuna, gæði þjónustu og samspil hans við aðra hluta heilbrigð- iskerfisins. Í skýrslunni er auk inngangs og kafla um aðferðafræði, 6 efnislegir kaflar og ráðleggingar skýrsluhöfunda um úrbætur. Hér er stuttur útdráttur úr skýrslunni og fyrir áhugasama er hún í heild á vefslóðinni: velferdarraduneyti.is/media/skyrslur2016/Lykill-ad-full- nytingu-taekifaera-Landspitalansb.pdf Inngangur. Frá árinu 1970 hefur hluti heilbrigðisþjónustu af vergri landsframleiðslu tvöfaldast í mörgum aðildarríkjum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og er nú á milli 7-16%. Á Íslandi náði þetta hlutfall hæst 10,1% árið 2003 en síðan hefur Ísland verið eitt fárra landa þar sem dregið hefur úr þessu hlutfalli. Árið 2014 námu heilbrigðisútgjöld á Íslandi 8,8% af vergri landsfram- leiðslu. Gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu koma vel út og enn betur þegar þau eru skoðuð í tengslum við útgjöld. Aðferðafræði. Ákveðið var að bera Landspítala saman við tvö sænsk sjúkrahús: háskólasjúkrahúsið í Umeå og Karolinska háskóla- sjúkrahúsið þar sem þeim svipar til hans en á ólíkan hátt. Áætlanagerð og afköst. Umfang veittrar þjónustu hefur minnk- að undanfarin ár. Þjónusta hefur færst af legudeildum yfir á göngu- deildir og umfang þjónustunnar, mælt í DRG-einingum, því dregist saman. Ráðleggingar: gera þarf heildaráætlun um hvaða þjónustu skuli veita á spítalanum og hvað annars staðar. Rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls. Dregið hefur úr kostnaðarhagkvæmni og þó framleiðni starfsfólks sé mikil fer hún minnkandi. Afköstin eru minni en áður þó stöðugildin séu fleiri og kostnaður meiri. Skýringarnar eru einkum kjarasamningar við heil- brigðisstarfsfólk og að einhverju leyti kostnaðarsamt skipulag starfs- mannamála. Meðallegutími sjúklinga er langur. Oft er vísað til skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem tilbúnir eru til útskrifta en bent er á að hægir innri ferlar, þar á meðal við útskriftir sjúklinga, skipta máli. Ráðleggingar: aukin fjárframlög ætti að nýta til að fjölga stöðugildum, bæta vinnuskilyrði og þróa þjónustuframboðið. Landspítalinn þarf að skilgreina skýrar mælieiningar og setja sér markmið með tilliti til framleiðni. Bregðast þarf við fráflæðivandanum með því að bæta ferla innan sjúkrahússins. Vinnuafl og mönnun. Læknar sinna fleiri sjúklingum á stöðugildi en læknar sænsku sjúkrahúsanna. Hlutfall klínísks starfsfólks er lágt og læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir. Ráðleggingar: breyta þarf samsetn- ingu starfsmannahópsins. Fjölga þarf sérfræðilæknum í fullu starfi eða að minnsta kosti auka stöðuhlutfall og viðveru þeirra til að hraða ákvörðunartöku um meðferð og útskriftir sjúklinga. Gæði. Þótt rekstrarkostnaður og afköst hafi breyst sést lítil breyting á gæðum þjónustunnar. Kröfur stjórnvalda um gæðamæl- ingar eru takmarkaðar og frábrugðnar því sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er skortur á skýrslugjöf um aðra þætti heilbrigðiskerfisins. Biðlistar hafa lengst jafnt og þétt og þótt verk- föllin 2014-2015 hafi haft umtalsverð áhrif á afköst síðustu ára, lengd- ust biðlistar jafnhratt árin 2011-2013. Ráðleggingar: Landspítalinn ætti að setja sér markmið byggð á gæðavísunum. Hlutverk í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk er ekki nógu skýrt. Ráð- leggingar: allir helstu hagsmunaaðilar (velferðarráðuneytið, Embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands, Landspítali og fulltrúar sér- fræðilækna og heilsugæslukerfisins) þurfa að samræma sýn sína á hvar og í hvaða umfangi veita skal ólíkar tegundir heilbrigðisþjón- ustu. Leiðin fram á við. Lagðar eru til 7 aðgerðir til að styrkja íslenskt heilbrigðiskerfi til framtíðar. 1: Stytta meðallengd innlagna. 2: Efla krafta sérfræðilækna í heilsugæslu, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu. Tengja starfsemi Landspítalans betur við starfsemi annarra veitenda heilbrigðisþjón- ustu. 3: Byggja skipulag þjónustu sérfræðilækna á staðreyndum. 4: Setja ætti reglur um samræmda skráningu (byggða á DRG-kerfinu) á allri heilbrigðisþjónustu. 5: Kanna möguleika á „lóðréttu“ stjórn- skipulagi sem felur í sér sameiginlega stjórnun á Landspítalanum, umdæmisspítölum, heilsugæslunni og öldrunarþjónustu. 6: Hagnýta upplýsingatækni betur. 7: Hanna umbótaáætlun með skýrum áföng- um og tengja aukin framlög til heilbrigðiskerfisins við hana. Það eru góðar ábendingar í þessari skýrslu, svo sem að móta þarf heilstæða stefnu um veitingu heilbrigðisþjónustu á landinu öll, tengja þarf betur starfsemi spítalans við aðrar þjónustuaðila auk þess sem auka þarf notkun gæðavísa. Ánægjulegt er að heyra að læknar spítalans afkasta miklu en hugsanlega segir það meira um sænska heilbrigðiskerfið og athyglisvert væri að fá samanburð við önnur lönd svo sem Bretland. Ýmsar spurningar vakna þó við lesturinn. Ef sjálfstætt starfandi læknar eru fluttir yfir á spítalann til að bæta mönnun þar, hver á þá að sinna stofuvinnu þeirra? Ef hlutfall klínísks starfsfólks á Landspít- ala er lágt hvers vegna er ekki lagt til að breyta því hlutfalli? Gæti stór hluti vandamála Landspítala verið stjórnunarlegur? Aukin viðvera reyndra sérfræðinga felur í sér að þeir fara aftur í það hlutverk sem þeir voru í í sérnáminu, eru læknar tilbúnir í það? Gæti þetta fælt nýja sérfræðilækna frá? Þorbjörn Jónsson formaður Orri Þór Ormarsson varaformaður Björn Gunnarsson gjaldkeri Magdalena Ásgeirsdóttir ritari Agnar H. Andrésson Arna Guðmundsdóttir Hjalti Már Þórisson Jóhanna Ósk Jensdóttir Þórarinn Ingólfsson Stjórn LÍ Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í McKinsey skýrslan Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir á Landspítala og í stjórn Læknafélags Íslands otormarsson@hotmail.com Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Læknadagar eru í góðum höndum Iceland Travel Ráðstefnur hefur haldið utan um skipulag Læknadaga til margra ára. Iceland Travel Ráðstefnur sérhæfir sig í skipulagningu, undirbúningi og utanumhaldi ráðstefna og funda. Nánari upplýsingar um þjónustu okkar er hægt að nálgast á www.conferences.is • Skógarhlíð 12 105 Reykjavík conferences@icelandtravel.is www.conferences.is Sími 585 4200 R ÁÐSTEFNUR RÁÐSTEFNUR FUNDIR VIÐBURÐIR C M Y CM MY CY CMY K

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.