Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 26
554 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N heila getur verið falskt neikvæð við slag, umfram allt í bráðafasan- um.9 Myndgreining af heila hjá sjúklingum með bráðasvima virð- ist heldur ekki auðvelda læknum að útiloka alvarlegan miðtauga- kerfissjúkdóm og komast hjá innlögn heldur þvert á móti hefur bæði TS og SÓ af heila sterka fylgni við að sjúklingur sé lagður inn,2 þrátt fyrir að meirihluti þessara rannsókna séu neikvæðar. Vísindalegur grunnur bendir til að TS af heila eigi einungis rétt á sér í sérvöldum tilfellum við bráðauppvinnslu svima. Auk- in tíðni myndgreiningarrannsókna af heila hjá sjúklingum með bráðasvima leiðir ekki til aukinnar greiningar á slagi, sérstaklega með tilliti til TS af heila.2,3 Í okkar rannsókn leiddi uppvinnsla með fleiri rannsóknarþáttum ekki af sér aukinn fjölda sértækra sjúk- dómsgreininga. Klínísk skoðun er mikilvægasta verkfærið við mat á sjúklingum með svima. Skoða ber, auk almennrar taugaskoðun- ar, hvort augntin (nystagmus) sé til staðar og ef svo er hvort það ber svip útlægs augntins eða ekki. Við þetta mat er höfuðrykkjapróf (head impulse test) besta aðferðin til að greina á milli svima sem á upptök sín í inneyra annars vegar, (aðallega jafnvægistaugar- bólga (vestibularis neuronitis)) og miðtaugakerfi hins vegar.5,9 Mjög æskilegt er að nota „video“ eða „Frenzel“ gleraugu við það mat. Leita á að steinaflakki með stöðuprófi (Dix-Hallpike). Einnig gera athugun á hvort augu vísa mishátt (scew deviation), sem er mjög ákveðið merki um miðtaugakerfissjúkdóm.9 Rannsóknir hafa sýnt að óstöðugleiki (imbalance), aldur yfir 60 ár og fyrri saga um slag hefur jákvætt forspárgildi fyrir alvarlegan miðtaugakerfis- sjúkdóm1,5,8,9 en svimi án staðbundinna taugaeinkenna hefur nei- kvætt forspárgildi fyrir alvarlegan miðtaugakerfissjúkdóm.1 Ef hins vegar ekki tekst með klínískri skoðun að útiloka grun um miðtaugakerfissjúkdóm hjá sjúklingum með svima án annarra taugaeinkenna er líklega best að sjúklingum sé fylgt nákvæmlega eftir og ef enginn bati hefur átt sér stað innan tveggja til þriggja sólarhringa sé gerð háskerpu TS eða SÓ af heila.5,10 Mikilvægt er að þessi vísindalega þekking dreifist meðal lækna og annars heil- brigðisstarfsfólks sem kemur að uppvinnslu sjúklinga með svima. Einnig er mikilvægt að læknar innan þeirra sérgreina sem oftast koma að uppvinnslu svimasjúklinga (bráðalæknar, taugalæknar og háls-, nef- og eyrnalæknar) stilli saman strengi sína og komi á sameiginlegum vinnuferlum fyrir svimasjúklinga. Yfirgnæfandi meirihluti bráða-TS rannsókna af heila hjá sjúk- lingum með svima er pantaður af læknum bráðadeilda6 og gera má ráð fyrir að sú sé einnig raunin á slysa- og bráðadeild Landpít- ala. Kostnaðurinn við TS af heila (án skuggaefnis) á Landspítala er um það bil 58.000 kr. Á þessu fjögurra mánaða rannsóknartímabili voru gerðar 65 TS hjá svimasjúklingum á slysa- og bráðadeild og kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna þeirra því um 3.770.000 kr. Með tilliti til ofangreindra staðreynda má ætla að spara megi nær alla þessa upphæð við bráðauppvinnsluna (með undantekningu þegar staðbundin taugaeinkenni eru til staðar). Hins vegar kæmi til kostnaður við TS/SÓ hjá þeim hópi sem ekki verður betri af sínum einkennum innan tveggja til þriggja sólarhringa. Þetta á helst við í tilfellum þar sem alvarlegur miðtaugakerfissjúkdómur er orsök svima (í okkar rannsókn einungis 7 tilfelli) og því ætti þessi kostnaður einungis að vera brot af því sem mætti spara. Einn af kostum rannsóknarinnar er að starfsmönnum slysa- og bráðadeildarinnar var ekki tilkynnt að sérstök rannsókn á afdrifum sjúklinga sem leituðu á deildina vegna svima myndi eiga sér stað og ætti rannsóknin því að endurspegla hefðbundna uppvinnslu svimavandamála. Ljóst er að sjúklingar með svima eru algengir á bráðamóttökunni og að uppvinnslan er oft viðamikil. Niður- stöður okkar benda til þess að svimasjúklingar gangist oft undir óhóflegar rannóknir og að líklegast megi einfalda uppvinnsluna til muna án þess að auka hættuna á vangreiningu undirliggjandi orsakar svimans. Styrkleiki rannsóknarinnar er einnig að svimi á bráðamóttökunni var skoðaður í mjög víðu samhengi. Reynt var að meta alla mögulega þætti uppvinnslunar, bæði mismunandi rannsóknir og álit sérfræðilækna sem og endurkomur í allt að 5 mánuði eftir upphaflega komu á bráðamóttökuna. Óneitanlega er það takmarkandi þáttur við rannsóknina að til- fellin séu metin á afturskyggnan hátt. Í sumum tilfellum var ekki hægt að finna upplýsingar um öll þau atriði sem leitað var eftir í sjúkraskrá sem hamlaði því að gögnum væri safnað á staðlað- an hátt. Í afturskyggnri rannsókn er erfitt að meta réttmæti þess að ákveðnar rannsóknir hafi verið pantaðar eða hvort sjúklingar voru lagðir inn eða ekki. Álit sérfræðings annarrar sérgreinar var í sumum tilfellum gert mörgum dögum eftir komu á bráða- deild þegar klínísk einkenni höfðu hugsanlega að einhverju, eða öllu, leyti gengið yfir. Þetta hefur mögulega haft áhrif á útkomu rannsóknarinnar hvað varðar til dæmis sjúkdómsgreiningar. Aftur á móti teljum við að upplýsingasöfnun okkar um umfang svimauppvinnlu á bráðamóttökunni gefi nokkuð góða mynd af raunveruleikanum. Í töflu IV sést að yfir 70% af sjúklingunum í rannsókninni voru upphaflega skoðaðir af deildarlækni eða sér- fræðingi slysa- og bráðadeildarinnar og því ekki hægt að útskýra niðurstöður okkar með því að reynsluminni læknar (aðstoðar- læknar og eða læknanemar) hafi séð um uppvinnsluna í byrjun. Við túlkum niðurstöður okkar þannig að við uppvinnslu svimasjúklinga á slysa- og bráðadeild Landspítala sé rannsóknum í mörgum tilfellum ofaukið. Blóðprufur og hjartalínurit eru notuð í miklum mæli en samkvæmt okkar mati ættu þessar rannsóknir ekki sjálfkrafa að vera hluti af svimauppvinnslu nema sérstakur grunur leiki á sjúkdómum sem greina má með þessum aðferðum. Í okkar rannsókn voru hjartasjúkdómar og sjúkdómar sem greina má með blóðprufum (til dæmis sýkingar, blóðleysi, truflanir á blóðsöltum, og fleira) mjög sjaldgæf orsök svima. TS af heila á ekki að vera hluti af almennri uppvinnslu sjúklinga með bráðasvima en getur að sjálfsögðu átt rétt á sér í sérvöldum tilfellum eftir ítarlega klíníska skoðun. Við leggjum til að þau einföldu klínísku grein- ingarpróf sem tiltekin eru hér að ofan gegni lykilhlutverki við að greina svima og skilja á milli útlægs svima og svima vegna sjúk- dóms í miðtaugakerfinu. Mikilvægt er að þessi greiningarpróf séu á færi allra þeirra sem koma að greiningu sjúklinga með svima og að álit viðeigandi sérfræðilæknis sé fengið í öllum vafatilfellum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.