Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2016/102 565 að sjálfsögðu einnig máli og svo kannski síðast en ekki síst að efnið sé áhugavert.“ Atvinnuflugmaður og næringarfræðingur Erna Sif verður að teljast ein af þessum íslensku ofurkonum sem virðast geta allt sem þær taka sér fyrir hendur. Hún er að ljúka læknisfræðinámi frá Háskóla Íslands næsta vor en áður en hún hóf nám í lækn- isfræðinni var hún langt komin í námi í næringarfræði og gerði sér reyndar lítið fyrir og lauk BS-prófi samhliða fyrsta ári í læknisfræðinni og hélt síðan áfram og lauk mastersgráðu í næringarfræði í des- ember 2014. Hvernig fer hún að þessu? „Ég á góða að,“ segir hún og brosir og mikilvægi þess verður skiljanlegra þegar fram kemur að hún er þriggja barna móðir og með atvinnuflugmannsréttindi að auki. Byrjum bara á byrjuninni. „Ég lauk stúdentsprófi í desember 2004 og hafði átt elsta barnið mitt tveimur árum áður. Á þessum tíma var ég ákveðin í að verða flugmaður og tók allan pakkann á næstu árum. Fyrst einkaflugmannsprófið, síðan atvinnuflugmannsréttindi, áhafnar- samstarf og loks flugkennararéttindi. Þetta var mjög skemmtilegur tími sem endaði á því að við fórum út til Flórída fjölskyldan í þrjá mánuði í byrjun árs 2008 þar sem ég var að safna mér flugtímum. Ég var sem sagt nýbúin með þetta allt saman og tilbúin að hefja feril sem flugmaður þegar hrunið skall á haustið 2008. Atvinnuhorfur fyrir nýja flugmenn á þeim tíma voru vægast sagt slæmar og ég hefði sjálfsagt ekkert fengið að gera hér heima í fluginu enda verið að skera niður á öllum póstum. Ég var síðan í fæðingar- orlofi með yngsta barnið haustið 2009 og ákvað þá að taka nokkra kúrsa í næringar- fræði í HÍ um veturinn. Þetta var í upp- hafi hugsað af minni hálfu til að brúa bil- ið þar til ég fengi starf í fluginu hér heima en ég var ekki tilbúin að flytja til útlanda með þrjú börn til að starfa sem flugmaður. En ég fann mig vel í næringarfræðinni og mestan áhuga hafði ég á þeim fögum sem tengdust læknisfræðinni og eftir tvö ár í næringarfræðinni lét ég slag standa og tók inntökuprófið í læknisfræðina. Það gekk bara vel og ég hóf nám í læknadeildinni haustið 2011.“ Og hvað ætlar svo flugmaðurinn, nær- ingarfræðingurinn og læknirinn Erna Sif að starfa við? „Ég ætla að verða læknir, það er ekki spurning. Ég á ekki von á því að starfa sem flugmaður heldur fljúga mér til ánægju þegar tækifæri gefst. Næringar- fræðin er góð viðbót við læknisfræðina og á eflaust eftir nýtast mér vel í læknisstarf- inu.“ „Verkefnið snerist um að rannsaka hvort finna mætti samband á milli D-vítamíns í blóði og sykur- þols hjá sjúklingum með bráð kransæðaeinkenni,“ segir Erna Sif Óskarsdóttir. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.