Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 45
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R tíma, hópfundi, hugleiðingar, öndunaræf- ingar, fræðslu og heimavinnu. Þetta voru mislöng inngrip sem stóðu allt frá einum degi upp í 9 mánaða prógrömm. Sam Colin sagði frá könnun sinni á literatúrnum á þeim rannsóknum er hann yfirfór og lúta að kulnun í starfi hjá lækn- um og leiðum til að bæta þann vanda. Þær úrlausnir sem helst skiluðu árangri var núvitundarþjálfun (mindfulness), streituúr- vinnsla, samskiptaþjálfun, umræðuhópar, bætt vinnuaðstaða og breytingar á vakta- fyrirkomulagi. Með þessum mismunandi leiðum tókst að draga úr kulnun um 4-14%. Kanadamenn hafa rannsakað hvernig draga má úr kulnun lækna og minnka starfsmannaveltuna með því að setja í gang prógrömm á spítölum með það að markmiði að bæta líðan og heilsu lækna. Þar er mest áhersla lögð á að bæta sam- skiptin, bjóða upp á hollan góðan mat og aðstöðu til líkamsræktar. Einfaldar aðgerðir sem þessar skila sér strax í betri líðan og heilsu og læknarnir eru glaðari og ánægðari. Samkenndarþjálfun yfirlækna hefur líka verið rannsökuð og skilar strax auk- inni ánægju og líðan lækna á gólfinu. Ein athyglisverð lausn sem var rann- sökuð voru afleysingar fyrir lækna til að auka sveigjanleika í starfi þannig að þeir gætu tekið að sér önnur störf, svo sem kennslu, nefndarvinnu, rannsóknir og álitsgjafir. Fengju þeir greitt fyrir þau án þess að bæta þeim ofan á fasta starfið. Þetta jók starfsánægju og bætti jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Eitt erindið fjallaði um viðbótarnám læknanema í Lifestyle medicine tengt nær- ingu, hreyfingu, þyngd og fleiru til að hafa jákvæð áhrif á þeirra eigin heilsu og lífsánægju. Aukinn áhugi er á að bjóða læknum með kulnun ráðgjöf og fræðslu. Rann- sóknir sýna að slíkt hefur dregið úr streitu, bætt starfsánægju, aukið afköst, jafnvægi í einkalífi og tengsl við vini og ættingja. Rannsóknir staðfesta að aukið skrifræði og skráningarskylda hjá læknum eykur spennu og vanlíðan og leiðir til kulnunar. Á móti hefur dregið úr þeim tíma sem læknarnir eiga með sjúklingum og nú er víða svo komið að tveir þriðju hlutar vinnutímans fara í skriffinnsku. Úr þessu má bæta með nánu samstarfi við hjúkr- unarfræðinga sem létta þessa byrði. Rannsóknir staðfesta að öll skapandi vinna: skriftir, tónlist og myndræn tján- ing, bætir starfsánægju. Ein er sú lausn sem við félagarnir telj- um að geti gagnast okkur hér á hjaranum: Að setja á fót litla stuðningshópa. Á Mayo Clinic2 var gerð 6 mánaða tilraun með reglulega fundi lítils hóps lækna þar sem rætt var um ýmis mál tengd kulnun og starfsánægju, síðan var farið út að borða eftir fundina. Þetta hafði klárlega jákvæð áhrif á líðan læknanna. Þá var rætt um svipaða úrlausn og margir heimilislæknar og geðlæknar þekkja úr sínu framhaldsnámi, svokallaðir Balint-hópar (balint.co.uk). Í svona hópa- vinnu eru ræddar og skoðaðar í kjölinn ýmsar tilfinningar sem kvikna í samskipt- um lækna við sjúklinga. Í þessari grein höfum við reynt að vekja læknasamfélagið til umhugsunar um þá vá sem við stöndum frammi fyrir og hvernig má afstýra henni. Ef við grípum ekki strax í taumana er veruleg hætta á að við fljótum sofandi að feigðarósi, sem er versti kosturinn og örugglega ekki sá sem við ætluðum okkur þegar við ung og lífsglöð lögðum í þá vegferð að starfa sem læknar. Slóðin á fylgirit með ágripum erinda frá þinginu er: https://download.ama-assn.org/resources/doc/physician-health/ 16-0180-abstracts-booklet.pdf?cb=14753266803tretrive=yes 1. Forbes MP. Systematic review of mental health wellbeing programs for medical students and physicians. Royal Melbourne Hospital. 2. West CP. Randomized controlled trial evaluating the effect of COMPASS (Collegues Meeting to Promote and Sustain Satisfaction), small group session on physician well-being, meaning and satis- faction. LÆKNAblaðið 2016/102 573 Óskað er eftir ágripum um rannsóknir og verkefni sem æskilegt er að tengist þema dagsins. Ágrip geta fjallað um nýsköpun í bráðaþjónustu innan sem utan sjúkrahúsa, umhverfi og öryggi sjúklinga eða verkferla. Sérstaklega er óskað eftir kynningum um rannsóknarniðurstöður og verða slík ágrip ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins. Nánari upplýsingar veita: Dagný Halla Tómasdóttir dagnyht@landspitali.is s. 861 6269 Þórdís K. Þorsteinsdóttir thordith@landspitali.is s. 543 8218 Upplýsingar um uppsetningu og skil ágripa á: bradadagurinn.lsh.is BRÁÐA DAGURINN Nýsköpun í bráðaþjónustu 3. mars 2017 - Hótel Natura Skilafrestur ágripa vegna Bráðadagsins 2017 er 20. janúar 2017 við fyrir þig Mynd : Ó m ar K ris tm an ns so n

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.