Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 3
Sjúkrahótelið rís Framkvæmdir standa nú sem hæst við sjúkrahótelið nýja sem rís við Landspítalann. Erlendur Hjálmars- son verkefnisstjóri Nýja Landspítalans segir fram- kvæmdir vera nokkurn veginn á áætlun. „Undanfarið höfum við verið að fleyga fyrir tengigöngum sem munu tengja annars vegar kvennadeildina og hins vegar K-bygginguna við sjúkrahótelið. Þessari vinnu er nánast lokið og næsta skref er að steypa tengigang- ana og við reiknum með að því verði lokið um miðjan mars. Þá hefjum við jarðvinnu við sjálft sjúkrahótelið og því munu fylgja einhverjar sprengingar og fleygun en það er allt unnið í nánu samráði við stjórn spítalans og reynt að velja tíma sem veldur minnstu ónæði. Því ætti að vera lokið um miðjan apríl.“ KOAN-hönnunarhópurinn sem fullhannaði sjúkrahótelið samanstendur af arkitektastofunum Glámu Kím og Yrki-arkitektum. Verkfræðihönnun var á hendi Conís, Raftákns og Verkhönnunar. Eins og áður hefur komið fram verður sjúkrahótelið á fjórum hæðum auk kjallara, 4258 fermetrar, með 75 herbergjum og stendur næst Barónsstíg, á milli kvennadeildar og K-byggingar. Verktakinn er LNS Saga og Verkís verkfræðistofa hefur eftirlit með framkvæmdum fyrir hönd Nýja Landspítalans. Stefnt er að því að sjúkrahótelið verði tilbúið á næsta ári, 2017. Claudia Hausfeld fæddist árið 1980 í Þýskalandi og nam ljósmyndun í Sviss áður en hún fluttist til Íslands og lagði stund á myndlist við Listaháskóla Íslands. Þaðan brautskráðist hún árið 2012. Hún notar ljósmyndir í verkum sínum, ýmist fundnar myndir eða þær sem hún tekur sjálf, auk þess sem hún teygir miðilinn út í skúlptúr og inn- setningar. Eftir hana liggur mikið magn klippiverka sem hún vinnur upp úr gömlum tímaritum og bókum. Hún setur saman seríur slíkra mynda, til dæmis grátbroslegar fígúrur úr matarmyndum eða furðudýr samsett úr ýmsum líkamshlutum ólíkra dýra. Þá eru ótaldar landslagsmyndir hennar þar sem hún blandar til dæmis saman ósnortinni náttúru og manngerðu umhverfi. Í verkinu sem er til sýnis á forsíðu Læknablaðsins, Home, frá árinu 2012, sjáum við í forgrunni svarthvíta mynd af manni sem horfir til himins og bendir upp fyrir sig. Myndina sótti listakonan í gamla ferðahandbók um Þingvelli sem Þorsteinn Jós- epsson myndskreytti. Claudia hefur fjarlægt hluta af skýi fyrir miðri mynd og komið þar fyrir litmynd af jörðunni eins og hún sést utan úr geimnum. Undarleg skynvilla kemur fram við að ímynda sér manninn virða fyrir sér plánetuna sem hann sjálfur stendur á. Verkið kallar fram hugleiðingar um ljós- myndina sem miðil og hinar miklu breytingar sem hann hefur haft á skynjun okkar á umhverfinu. Um leið vísar verk Claudiu í þekkta ljósmynd frá árinu 1990 sem gengur undir heitinu Pale Blue Dot. Þá tók geimfarið Voyager 1 ljósmynd aftur fyrir sig þegar það hafði fjarlægst jörðu meir en nokkurt annað far í sögunni, eða út fyrir sjálft sólkerfið. Á myndinni mátti greina heimkynni mann- kyns sem fölbláan punkt í hafsjó myrkurs. Ljósmyndin vakti fólk til umhugsunar um sjálft sig og þann takmarkaða veruleika sem við hrærumst í. Markús Þór Andrésson LÆKNAblaðið 2016/102 111 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 12.900,- m. vsk. Lausasala 1290,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S NÝTT Ný meðferð við langvinnri lungnateppu —byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 • SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6 • Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9 • Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10 SPIRIVA® (tíótrópíum) STRIVERDI® (olodaterol) IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 SPIOLTO® RESPIMAT ® (tíótrópíum/olodaterol) TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT). NÝTT Ný meðferð við langvinnri lungnateppu —byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 • SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6 • Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9 • Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10 SPIRIVA® (tíótrópíum) STRIVERDI® (olodaterol) SPIOLTO® RESPIMAT ® (tíótrópíum/olodaterol) TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT). NÝTT Ný meðferð við langvinnri lungnateppu —byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6 Virka efnið kemst langt iður í lungu sjúklinganna7–9 • Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10 SPIRIVA® (tíótrópíum) STRIVERDI® (olodaterol) SPIOLTO® RESPIMAT ® (tíótrópíum/olodaterol) TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT). Teikning af sjúkrahótelinu, til vinstri er hornið á kvennadeildinni og fyrir aftan hótelið liggur Barónsstígur. Jarðvinna er hafin við göngin sem tengja hótelið við önnur hús á lóðinni, en ekki við sjálft hótelið.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.