Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2016/102 151 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R CP REYKJAVÍK er frísklegt og skapandi þjónustu- fyrirtæki sem skipuleggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. Hafðu samband og við gerum þér tilboð í ógleymanlega upplifun Suðurlandsbraut 6 - 108 Reykjavík - 510 3900 - www.cpreykjavik.is VIÐ GERUM ATVINNULÍFIÐ VIÐBURÐARÍKARA hans. Það stríðir gegn eðli læknisstarfs- ins og læknaeiðnum, að virða mannslíf, mannúð og mannhelgi.10 Sjálfsvíg er alltaf harmleikur. Maðurinn er aldrei eyland. Sjálfsvíg er mikið áfall og sorg fyrir aðstandendur sem upplifa það oft sem höfnun og veldur þeim miklum sárindum og jafnvel reiði.11 Skipulagt sjálfsvíg leiðir einnig til þrautagöngu fyrir aðstandendur. Að sjúklingurinn eigi skammt eftir ólifað veldur sorg aðstandenda, það er óhjá- kvæmilegt. Líknardráp veldur aðstand- endum hins vegar enn meiri þjáningum en ella. Aðstandendur eru fyrst og fremst þolendur sem syrgjendur. Sjúklingurinn hefur því siðferðilega skyldu til að taka ákvörðun um sjálfsvíg sitt í góðri sátt við ástvini sína. Sjálfsvíg upp á sitt einsdæmi er eigingjarn verknaður. Þar sem líknar- dráp er í eðli sínu sjálfsvíg, getur aðstand- andi heilabilaðs eða meðvitundarlauss sjúklings ekki óskað eftir líknardrápi. Líknardráp slíkra einstaklinga væru í eðli sínu líknarmorð. Þar sem beint líknardráp er eingöngu löglegt í Hollandi er aðeins þarlendis hægt að gera lífsskrá um líknar- dráp fram í tímann, svo ef viðkomandi væri orðinn heilabilaður eða meðvitundar- skertur, haldinn banvænum sjúkdómi og engin von væri um bata, væri hann deyddur með beinu líknardrápi. Lögleiðing líknardráps á Íslandi? Ég hef áður bent á að frá sjónarhóli lækna er ekki nauðsynlegt að lögleiða líknardráp þar sem í langflestum tilfellum er hægt að veita fullnægjandi líknarmeðferð.3 Í þeim fáu undantekningartilfellum sem líknar- dráp er siðferðilega réttlætanlegt, eins og lýst er í dæmi um mann sem er fastur í brennandi farartæki,12 getur dómari fellt niður sekt samkvæmt almennum hegningarlögum.4 Lögleiðing líknardráps væri því út frá sjálfræðissjónarmiðum einstaklinga. Lögfræðingar eru almennt á móti því að leyfa líknardráp í einhverri mynd þar sem það er andstætt þeirri meginreglu refsiréttarins að refsivert er að drepa annan mann, samanber 211 gr. al- mennra hegningarlaga.13 Beint líknardráp er manndráp hvernig sem á það er litið, og kæmi því vart til greina að lögleiða það. Einnig hefur verið bent á að sé líknardráp leyft, geti það haft í för með sér ákveðinn þrýsting á sjúklinga að óska eftir líknar- drápi vegna byrði á aðstandendur og þjóð- félagið.12 Aðstoð við sjálfsvíg er hins vegar ekki beint manndráp eins manns á öðrum, en er í dag refsivert skv. 213 gr. almennra hegningarlaga.13 Læknastéttin er almennt andvíg því að taka þátt í líknardrápi, þar sem það er andstætt grundvallarsjónar- miði læknastéttarinnar, það er að bæta heilsu sjúklinga sinna, og á rætur sínar í siðareglum Hippokratesar. Alþjóðasamtök lækna hafa enn fremur endurtekið lýst sig andsnúin líknardrápi.14 Ætti að leyfa að- stoð við sjálfsvíg þyrfti sú aðstoð að vera skilyrðum bundin við dauðvona sjúklinga, líkt og í Hollandi og Bandaríkjunum. Ekki yrði hjá því komist að læknir staðfesti að svo sé. Einnig yrði það hlutverk lækna að meta sjúklinginn með tilliti til þess hvort ósk um aðstoð við sjálfsvíg væri upplýst, ígrunduð og ekki væri til staðar geð- sjúkdómur sem truflaði dómgreind hans eða ákvörðunin tekin undir áhrifum lyfja. Einnig þyrfti læknir að ræða við hann um þær auknu þjáningar sem sjálfsvíg gæti valdið ástvinum hans og möguleika á fullnægjandi líknarmeðferð sem val- kost. Framkvæmdin á líknardrápi ætti þá líkt og í Sviss að fara fram utan heil- brigðisstofnana, á sjálfseignastofnun sem væri í umsjá áhugamanna um aðstoð við sjálfsvíg. Annað myndi valda óöryggi og vantrausti á heilbrigðiskerfið vegna ótta við líknarmorð. Slík sjónarmið komu fram á fundi Siðmenntar í febrúar 2015.15 Þó svo að læknar kæmu ekki að sjálfri fram- kvæmdinni þyrfti læknir að ávísa eitri því sem sjúklingurinn yrði sjálfur að inn- byrða. Yrði aðstoð við sjálfsvíg lögleidd, væri því ekki hjá því komist að læknar kæmu að því á einhvern hátt. Heimildir 1. Skýrslu Siðmenntar má finna á heimasíðu félagsins, sidmennt.is 2. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða, 2. útg. Háskóli Íslands, Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 2003: 267-310. 3. Einarsson B. Að taka ákvörðun um líknarmeðferð. Læknablaðið 2015; 101: 380-1. 4. Thormundsson J. Líknardráp. Úlfljótur 1976: 29: 135-170. 5. government.nl/opics/euthanasia - janúar 2016. 6. En.wikipedia.org/wiki/Euthanasia_in_the_United_States - janúar 2016. 7. En.wikipedia.org/wiki/Euthanasia_ub_Switzerland - janúar 2016. 8. Guðmundsdóttir A. Hvernig deyja læknar? Læknablaðið 2015; 101: 43. 9. Murray K. How doctors die. J Miss State Med Assoc 2013; 54: 67-9. 10. Bjarnason O. Euthanasia frá sjónarhóli læknis. Úlfljótur 1976; 29: 177. 11. Snijdewind MC, var Tol DG, Onwuteaka-Philipsen BD, Willems DL. Complexities in euthanasia or physician- assisted suicide as perceived by dutch physicians and patients´ relativives. J Pain Symptom Manage 2014; 48: 1125-33. 12. Gylfason Th. Líknardráp. Réttlæti og ranglæti, Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar, Reykjavík 1998: 138-44. 13. Almenn hegningarlög, 1940, nr.19 með síðari breytingum. 14. Alþjóðasamtök lækna (WMA), Declaration of Geneva 1948, Decl. of Helsinki 1964, Decl. of Sidney 1968 og Decl. of Oslo 1970. 15. Fundur Siðmenntar um líknardauða 29.01.2015 á Hótel Sögu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.