Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 30
138 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Við Barnaspítala Hringsins á Land- spítala verður innan tíðar í boði formlegt tveggja ára sérnám í barnalækningum, sem um þessar mundir gengur í gegnum gagngera endurskipulagningu. Kennslu- stjóri er Þórður Þórkelsson yfirlæknir en auk hans eru í kennsluráði yfirlæknarnir og prófessorarnir Ásgeir Haraldsson og Ragnar Bjarnason. Saga barnalækninga sem sérgreinar á Ís- landi nær aftur á þriðja áratug síðustu aldar er Katrín Thoroddsen varð fyrst ís- lenskra lækna til að hljóta sérfræðileyfi í barnalækningum, að sögn Þórðar. „Katrín var fædd árið 1896, dóttir Skúla Thoroddsen sýslumanns og al- þingismanns, og Theodóru Thoroddsen skáldkonu. Hún nam sín fræði í Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Sérfræðileyfi í barnalækningum fékk Katrín árið 1927 og starfaði hún lengst af sem barnalæknir á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Þess má geta að Félag íslenskra barnalækna hefur lengi verið með árlegan fræðsludag henni til heiðurs, svokallaðan Katrínar- dag. Næsti Katrínardagur verður haldinn 2. apríl næstkomandi og verður hann óvenju veglegur, því í ár eru 50 ár liðin frá stofnun félagsins,“ segir Þórður. Metnaðarfull kennsla undanfarin ár Þórður segir að undanfarin ár hafi fyrir- komulag sérnáms í barnalækningum verið með þeim hætti að 8-9 almennir læknar hafi verið á Barnaspítalanum á hverjum tíma, þar af 6 deildarlæknar, einn kandí- dat og einn til tveir læknar í sérnámi í heimilislækningum. „Kandídatarnir hafa verið hjá okkur tvo mánuði í senn, þannig að úr hverjum árgangi hafa 6 komið til okkar á ári. Af deildarlæknunum hafa þrír verið í 6 mánaða stöðum hverju sinni og hinir þrír í framhaldsstöðum, eftir að hafa verið hjá okkur í 6 mánuði. Flestir þeirra sem verið hafa hjá okkur í framhaldsstöðum hafa síðan farið í sérnám í barnalækningum erlendis.“ Þórður segir að þó ekki hafi verið boðið upp á formlegt kennsluprógramm í barnalækningum hafi verið kappkostað að halda uppi metnaðarfullu kennslupró- grammi fyrir deildarlækna undanfarin ár. „Í hádeginu höfum við verið með fyrirlestra eða umræðutíma flesta daga vikunnar og einu sinni í viku kynna deildarlæknar sjúkratilfelli eftir morgun- fund. Einnig erum við með greinakynn- ingar reglulega, sem deildarlæknar sjá um með þátttöku sérfræðinga. Við höfum lagt mikla áherslu á kennslu og þjálfun deildarlækna í endurlífgun ný- bura og eldri barna. Til þess erum við með endurlífgunaræfingar allt að þrisvar sinn- um í viku, sem oftast fara fram í akút-her- bergi bráðamóttökunnar. Auk þess erum við reglulega með tveggja daga endurlífg- unarnámskeið, sem byggir á evrópskum leiðbeiningum um endurlífgun, en gert er ráð fyrir að allir deildarlæknar sem eru hjá okkur komist á námskeiðið. Deildarlækn- arnir hjá okkur fá umtalsverða þjálfun í aðhlynningu og endurlífgun nýbura, því þeir fara að í allar áhættufæðingar og þar sem við erum með bundnar vaktir sér- fræðinga hafa þau alltaf sérfræðing sér til halds og trausts þegar á þarf að halda.“ Tveggja ára formlegt sérnám Um þessar mundir stendur yfir skipulagn- ing formlegs sérnáms í barnalækningum við Barnaspítalann sem ætlunin er að verði tilbúið næsta haust. „Í þeirri vinnu höfum við átt mjög gott samstarf við kennslustjóra á lyflækninga- sviði, sem skipulagt hafa öflugt sérnám hjá sér í samvinnu við Royal College of Physicians í Bretlandi. Við teljum raunhæft að bjóða upp á tveggja ára langt skipulagt sérnám í barnalækningum hér á landi og teljum við okkur hafa alla burði til að koma á fót góðu sérnámi. Á Barnaspítalanum starfa sérfræðingar í langflestum undir- sérgreinum barnalæknisfræðinnar, áhugi þeirra á kennslu hefur verið mikill og að sama skapi fara fram umtalsverðar rann- sóknir á Barnaspítalanum. Það sem við sjáum fyrir okkur er vel skipulagt tveggja ára sérnám með kennsluskrá og ítarlegri námslýsingu, sem er nú skilyrði samkvæmt nýrri reglugerð um sérnám sem tók gildi síðastliðið vor. Námsstöðum við Barnaspítalann fjölgaði um síðustu áramót, en líklega þarf fleiri stöður ef vel á að vera og til þess að gera sérnámið í barnalækningum eins vel úr garði og stefnt er að. Standa vonir til að það takist. Við auglýstum nýlega eftir deildar- læknum í þessar námsstöður. Hver sér- námslæknir mun hafa sinn handleiðara sem fylgir honum í gegnum námstímann og fylgir eftir framvindu hans í náminu og veitir stuðning eftir því sem þörf krefur. Mun handleiðarinn skila reglulegri mats- skýrslu um framgang. Reglulegt stöðumat í formi prófa er einnig mikilvægur hluti námsins. Þá leggjum við áherslu á að námslæknarnir geti stundað rannsóknir á námstímanum. Stefnum við að því að fá alþjóðlega viðurkenningu á prógramminu í náinni framtíð. Þess má geta að í byrjun mars verður nokkurra daga námskeið um handleiðslu lækna í sérnámi haldið hér á landi á vegum Royal College of Physicians Sérnám í barnalækningum Formlegt sérnám hefst næsta haust ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.