Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 18
126 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N tilgátan var sú að munur sé á horfum og lifun magakrabbameins- sjúklinga út frá flokkunum tveimur og horfur dreifkrabbameina verri. Auk þess var ætlunin að athuga mun á flokkunum með til- liti til faraldsfræðilegra breytna, svo sem aldurs og kynjahlutfalls og svo stigunar við greiningu og staðsetningar meinsins í maga. Fyrri rannsóknir á faraldsfræði magakrabbameina á Íslandi hafa sýnt að lækkandi nýgengi magakrabbameina skýrist nær eingöngu af lækkun í nýgengi garnafrumukrabbameina.4,14 Markmiðið var einnig að athuga hvort sú þróun hefði haldið áfram. Efniviður og aðferðir Sjúklingar greindir með magakrabbamein á tímabilinu 1. janúar 1990 til 31. desember 2009 samkvæmt Krabbameinsskránni voru rannsakaðir. Krabbameinsskráin er lýðgrunduð, það er að segja hún tekur til allrar íslensku þjóðarinnar. Upplýsingar um nöfn og kennitölur sjúklinga, greiningardag, greiningaraldur, dánardag og dánarorsök fengust úr Krabbameinsskránni. Lýsingar meinafræðings í vefjasvörum tekinna sýna og brott num inna æxla voru yfirfarnar og flokkaðar samkvæmt Laurén-vefja flokkunarkerfinu. Garnafrumukrabbamein (Laurén- flokkur 1) einkennast af kirtlum eða píplulaga formgerð og geta verið vel, meðalvel eða illa sérhæfð. Dreifkrabbamein (Laurén- flokkur 2) einkennast af hópum eða röðum af stökum frumum og dreifðri íferð í magaveggnum. Algengt er að það sjáist svokallaðar sigðfrumur, þar sem slímfyllt umfrymið ýtir kjarnanum út í jaðar frumunnar. Kirtilsérhæfing er lítil eða ekki greinanleg. Ef greina mátti báðar vefjagerðir í æxli flokkaðist það sem blandað. Æxli sem voru það illa sérhæfð að hvorug vefjagerðin var greinanleg töld- ust óflokkanleg.7,8 Sýni sem voru ekki flokkanleg út frá lýsingum meinafræðingsins sem skoðaði þau upphaflega voru endurskoðuð og metin með tilliti til Laurén-flokkunar af meinafræðingi með sér- stakan áhuga á og reynslu í meinafræði meltingarfærasjúkdóma. Sýnin fengust frá meinafræðideildum Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar. Æxli klínískt greindra sjúklinga voru ekki flokkuð samkvæmt Laurén-flokkunarkerfinu. Sjúkraskrár tilfella með mein sem flokkuðust annaðhvort sem garnafrumukabbamein eða dreifkrabbamein voru yfirfarnar. Úr sjúkraskrám voru skráðar upplýsingar um staðsetningu meins í maga og gerð líffærabrottnáms, það er hvort um magabrottnám, hluta magabrottnám og/eða brottnám á öðrum líffærum var að ræða. Eitlabrottnám var einnig skráð, nánar tiltekið fjöldi eitla og fjöldi eitla með meinvarpi magakrabbameins og hvort skurðbrúnir væru fríar af æxlisvexti eða ekki. Meinin voru stiguð samkvæmt 7. útgáfu AJCC Cancer Staging Manual.15,16 Við stigun var stuðst við niðurstöðu úr myndgreiningarrannsóknum og lýsingu meinafræð- ings í vefjasvörum brottnuminna æxla og/eða tekinna sýna. Árlegt aldursstaðlað nýgengi á 100.000 íbúa var metið og leið- rétt fyrir fólksfjöldaþróun samkvæmt Hagstofu Íslands. Munur á breytingu á nýgengi var metinn með Poisson-aðhvarfsgreiningu. Munur á hlutföllum var metinn með kí-kvaðratprófi en munur á meðaltölum með t-prófi. Munur á lifun var metinn með log-rank prófi og áhættuhlutföll metin með Cox-aðhvarfsgreiningarlíkani. Tafla I. Laurén-flokkun kirtilfrumukrabbameina í maga á Íslandi árin 1990-2009. Laurén-flokkun Fjöldi % Garnafrumukrabbamein 447 61,2 Dreifkrabbamein 168 23,0 Blönduð kirtilfrumukrabbamein 82 11,2 Klínísk greining 9 1,2 Óflokkanleg 24 3,3 Samtals 730 Tafla II. Sjúklingaeinkenni, stigun og staðsetning garnafrumu- og dreifkrabba- meina í maga á Íslandi, árin 1990-2009. Laurén-flokkur Garnafrumu- krabbamein Dreif- krabbamein p-gildi Fjöldi % Fjöldi % Aldur <0,0001 Meðalaldur, ár 73,7 68,6 ≤59 ára 56 12,5 41 24,4 60-69 ára 84 18,8 38 22,6 ≥70 ára 307 68,7 89 53,0 Kyn <0,0001 Konur 136 30,4 81 48,2 Karlar 311 69,6 87 51,8 Stig 0,0191 Stig I 65 14,5 15 8,9 Stig II 49 11 23 13,7 Stig III 62 13,9 32 19 Stig IV 147 32,9 67 39,9 Óstigað 124 27,7 31 18,5 Staðsetning 0,0035 Magamunni 83 18,6 15 8,9 Staðsetning í maga önnur en magamunni 186 41,6 66 39,3 Staðsetning ekki flokkanleg 178 39,8 87 51,8 Mynd 1. Aldursstaðlað nýgengi garnafrumu- og dreifkrabbameina á hverja 100.000 íbúa á ári á Íslandi árin 1990-2009. Dregið hefur marktækt meira úr nýgengi garna- frumukrabbameins samanborið við dreifkrabbamein, metið með Poission-aðhvarfs- greiningu, p-gildi <0,0001.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.