Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 15
 LÆKNAblaðið 2016/102 123 ójafnvægi í lengd sjúkrahúsdvalar milli sjúklingahópa sem koma að heiman og frá hjúkrunarheimilum og gæti það hugsanlega haft áhrif á dánartíðni hér á landi ári eftir mjaðmarbrot. Dánarhlutfall var mjög aukið hjá þeim sem mjaðmarbrotnuðu ef borið var saman við almenna þýðið á sama aldri, en að meðaltali var dánartíðnin áttfalt hærri hjá þeim sem höfðu mjaðmarbrotnað en var breytileg eftir aldursbilum (mynd 4). Þetta er sambærilegt við tölur frá Noregi en þar sást, eins og í þessari rannsókn, að munurinn á dánarhlutfalli var meiri í yngri aldursflokkunum.7 Aðhvarfsgreining sýndi að hærri aldur, lengri tími frá áverka að komu á bráðamóttöku, hærri ASA-flokkun og ef vistmaður á hjúkrunarheimili brotnaði, jók marktækt áhættuna á andláti innan árs frá aðgerð. Helsti styrkur þessarar rannsóknar er að rannsóknartímabilið nær yfir heilt ár og úrtakið því nokkuð stórt. Enn fremur var sjúk- lingum fylgt lengur eftir í þessari rannsókn en mörgum erlendum rannsóknum. Upplýsingar úr sjúkraskrá og þjóðskrá virtust áreið- anlegar og lítið um eyður. Hvað varðar veikleika rannsóknarinnar má nefna að hún er afturskyggn og því háð þeirri skráningu sem framkvæmd var á hverjum tíma en mat á sjúkdómsbyrði, færni og hrumleika við innlögn var ábótavant. Jafnframt vantar upplýsingar um marga sértæka þætti á ýmsum stigum í ferli sjúklinganna, meðal annars orsök andláts hjá þeim sem létust eftir að hafa hlotið mjaðmarbrot á tímabilinu. Rannsóknin var fyrst og fremst hönnuð til að gefa almennt yfirlit um meðferð og afdrif þessa sjúklingahóps, vekja athygli á honum og hvetja til frekari rannsókna. Ályktanir Sjúklingahópurinn er svipaður hér á landi og erlendis en hlutfall kvenna aðeins lægra. Því lengra sem leið frá áverka að komu á bráðamóttöku jókst marktækt hætta á andláti innan árs frá að- gerð. Meðalbiðtími eftir aðgerð var tæpur sólarhringur, sem er innan marka erlendra gæðastaðla, en þriðjungur sjúklinga beið lengur en sólarhring og er það áhyggjuefni. Dánarhlutfall var hærra hjá þeim sem biðu lengur en sólarhring, þó ekki tölfræði- lega marktækt. Meðallegutími á bæklunardeild er sambærilegur við erlendar rannsóknir en virðist helst ráðast af umönnunarúr- ræðum utan sjúkrahússins, sem gæti leitt til annaðhvort óþarf- lega stuttrar eða langrar sjúkrahússdvalar en hvort tveggja gæti haft neikvæðar afleiðingar. Dánarhlutfall þeirra sem mjaðmar- brotna er sambærilegt við erlendar rannsóknir við 30 daga en í hærri mörkum við eitt ár og mun hærri en gerist í sama aldurs- þýði á Íslandi. Marktækt færri bjuggu á eigin heimili eftir að hafa brotnað en fyrir brot og þurftu vistun á hjúkrunarheimili með tilheyrandi óhagræði fyrir sjúklinga og kostnaði fyrir samfélagið. Mjaðmarbrot hafa því alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinginn, auka verulega á dánartíðni og draga úr sjálfbjargargetu þeirra sem lifa af. Mestur ávinningur væri að forða slíku broti í upphafi en sjúklingar með mjaðmarbrot þurfa vel skipulagða þjónustu og nána samvinnu margra fagaðila til draga úr þeim fylgikvillum sem þeim geta fylgt. Þakkir Þessi rannsókn hlaut styrki frá Sjóði Sigríðar Lárusdóttur og Vís- indasjóði Landspítala. R A N N S Ó K N ENGLISH SUMMARY Introduction: Hip fractures are common amongst the elderly, often with serious consequences and increased mortality. The aim of this study was to describe treatment and outcome of patients with hip fractures. Material and methods: Retrospective study on all hip fracture patients ≥60 years of age operated at Landspitali University Hospital in the year 2011. Results: The study group was made up of 255 patients (mean age 82 ± 8 years, women 65%). Mean delay to operation was 22 ± 14 hours. Mean length of hospital stay for those living at a nursing home before hip fract- ure was 4 ± 2 days but if they had lived at home 14 ± 10 days (p<0.001). Before the fracture 68% of the patients lived at home but 54% at the end of follow-up (p<0.001). Mortality one year after hip fracture was 27% and on average eightfold compared to the general population ≥60 years. A multivariate analysis showed that age, time from fracture to arrival at hospital, ASA-classification and living in a nursing home before fracture were linked to an increased risk of death. Conclusion: The mean delay to surgery was within recommended gui- delines, but one- third waited longer than 24 hours. Resources outside hospital seemed to decide hospital length of stay. Mortality of hip fract- ure patients was manifold compared to the general population of the same age and within higher range compared to other countries. Signific- antly fewer lived in their own home after the fracture. Hip fractures cause serious debilitation and are demanding for society. Treatment and outcome of patients with hip fracture Magnusson KA1, Gunnarsson B2,3, Sigurdsson GH1,4, Mogensen B4,5, Olafsson Y6, Karason S1,4 1Department of Anaesthesia and Intensive Care, Landspitali – The National University Hospital of Iceland, 2Physical Sciences, University of Iceland, 3Decode genetics, 4Faculty of Medicine, University of Iceland, 5Research Institute in Emergency Medicine, Landspitali – The National University Hospital of Iceland and 6Department of Orthopaedic Surgery, Land- spitali - The National University Hospital of Iceland, Reykjavik, Iceland. Key words: Hip fracture, treatment, outcome, survival. Correspondence: Sigurbergur Kárason, skarason@landspitali.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.