Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2016/102 139
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
og munu nokkrir sérfræðingar á Barna-
spítalanum sækja námskeiðið. Ætlunin
er að halda fleiri slík námskeið á næstu
misserum sem er mikilvægt því góð hand-
leiðsla er dýrmætur þáttur í sérnáminu. Í
þessu sambandi vil ég benda á að gott sér-
nám og vel skipulagt kennsluprógramm
er ekki bara mikilvægt fyrir námslæknana
heldur eykur það öryggi og gæði þjónust-
unnar við sjúklinga spítalans.“
Samkvæmt nýju reglugerðinni um
sérnám í læknisfræði er gerð krafa um
60 mánaða sérnámstíma og því þurfa
sérnámslæknar Barnaspítalans að sækja
seinni hluta sérnámsins erlendis. Þórður
segir flesta fara í sérnám til Svíþjóðar og
þá einkum til Stokkhólms og Lundar. „Af
öðrum Norðurlöndum hafa Noregur og
Danmörk orðið fyrir valinu. Á undanförn-
um árum hafa nokkrir farið í sérnám til
Bandaríkjanna. Þeir sem fara til Norður-
landanna hafa fengið hluta af námstím-
anum hér heima metinn, en í Bandaríkj-
unum er það ekki raunin og þurfa þau að
byrja á fyrsta ári eins og þau sem nýlokið
hafa læknaprófi.“
Aðspurður um hlutfall karla og kvenna
í sérnáminu segir Þórður það endurspegla
hlutföllin í almenna læknanáminu. „Það
eru heldur fleiri konur en karlar sem sækja
í sérnám í barnalækningum. Ég held að
hlutfallið sé svipað og það er orðið meðal
ungra lækna í dag, þar sem konur eru í
meirihluta.“
Staða barnalækninga mjög sterk
Þórður segir barnalækningar vera mjög
fjölbreytt og gefandi starf. „Við önnumst
börn frá fæðingu til 18 ára aldurs og
vandamálin eru margvísleg. Samskipti
við foreldra eru að sjálfsögðu mikilvægur
þáttur starfsins. Því er mikilvægt að
barnalæknar sýni ávallt nærgætni í starfi,
auk þess að hafa aðra eiginleika góðs
læknis. Eins og aðrir læknar upplifum
við barnalæknar oft sorg í okkar starfi, en
jafnframt mikla gleði þegar vel gengur.
Staða barnalækninga er mjög sterk
í dag. Við höfum á allra síðustu árum
fengið heim öfluga unga sérfræðinga í
hinum ýmsu undirsérgreinum, þannig að
það er ekki mannekla í stéttinni. Einnig
eru margir í sérnámi í greininni sem ég
vona að skili sér flestir heim aftur. Rétt er
að taka fram að á Barnaspítala Hringsins
höfum við gott húsnæði og búum við
mjög góðan tækjakost – andstætt mörgum
öðrum deildum. Framlag Kvenfélagsins
Hringsins verður seint fullþakkað í þessu
sambandi,“ segir Þórður Þórkelsson
kennslustjóri sérnáms í barnalækningum
að lokum.
„Gott sérnám og vel skipulagt kennsluprógramm er ekki bara mikilvægt fyrir námslæknana heldur eykur það einnig öryggi og gæði þjónustunnar við sjúklinga spítalans,“ segir
Þórður Þórkelsson kennslustjóri sérnáms í barnalækningum.