Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2016/102 127
R A N N S Ó K N
Kaplan Meier-gröf eru sýnd og metillinn notaður til að meta mið-
gildi lifunar. Notaðar voru 5% villulíkur í öllum tilgátuprófum og
95% öryggisbil reiknuð þegar við átti.
Tilskilin leyfi voru fengin frá Vísindasiðanefnd (tilvísun 99/096)
og Persónuvernd (tilvísun 2001120906). Framkvæmdastjóri lækn-
inga á Landspítala veitti leyfi fyrir hönd spítalans og framkvæmda-
stjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri leyfi fyrir sjúkrahúsið.
Niðurstöður
Á tímabilinu 1990-2009 greindust 730 einstaklingar með kirtil-
frumukrabbamein í maga, 480 karlar (66%) og 250 konur (34%).
Meðalaldur sjúklinganna við greiningu var 72 ár (spönn 21 árs
– 100 ára). Tæplega tveir þriðju hlutar tilfella voru flokkanleg í
flokk garnafrumukrabbameina, eða 447 (61,2%), og 168 (23,0) í
flokk dreifkrabbameina. Sýni sem voru flokkuð sem blönduð eða
óflokkanleg kirtilfrumukrabbamein voru 14,5%. Klínískt greindir
voru samtals 9 (tafla I). Sjúkraskrár þeirra sem voru með mein sem
flokkuðust sem annaðhvort garnafrumukrabbamein eða dreif-
krabbamein voru skoðaðar sérstaklega. Kynjahlutfall í hópi garna-
frumukrabbameina var 2,3:1 (kk:kvk), en í hópi dreifkrabbameina
1,1:1 (kk:kvk) og var munurinn á kynjahlutfalli hópanna mark-
tækur (p<0,0001). Greiningaraldur í hópi garnafrumukrabbameina
var marktækt hærri (73,7 ára) en í hópi dreifkrabbameina (68,6 ára;
p<0,0001; tafla II).
Ef tímabilinu er skipt í tvennt, greindust færri með kirtilfrumu-
krabbamein í maga á ári á seinni hluta tímabilsins en fyrri hluta
þess, eða 30 á ári árin 2000-2009 en 43 tilfelli á ári á tímabilinu
1990-1999. Fyrri áratuginn greindust að meðaltali 29 með garna-
frumukrabbamein í maga á ári, en seinni áratuginn 16 að meðal-
tali á ári. Enginn munur var á fjölda þeirra sem greindust með
dreifkrabbamein í maga á fyrri og seinni helmingi tímabilsins, að
meðaltali greindust 8 á ári með dreifkrabbamein í maga. Útreikn-
að aldursstaðlað nýgengi garnafrumukrabbameina lækkaði um
0,92/100.000 íbúa á ári á tímabilinu og var um marktæka lækkun að
ræða, en ekki var marktæk lækkun við útreikning á aldursstöðluðu
nýgengi dreifkrabbameina, sem lækkaði um 0,12/100.000 íbúa á ári.
Marktækur munur var á breytingu á nýgengi í hópunum tveimur
sem var metin með Poisson-aðhvarfsgreiningu (p<0,0001; mynd 1).
Helmingur (49,9%) sjúklinga með garnafrumukrabbamein
gekkst undir aðgerð þar sem tilraun var gerð til brottnáms meins,
en rúmlega helmingur (54,9%) sjúklinga með dreifkrabbamein
(tafla III). Fleiri töldust hafa gengist undir róttæka aðgerð meðal
Tafla III. Niðurstaða aðgerða vegna garnafrumu- eða dreifkrabbameina í maga
á Íslandi, árin 1990-2009.
Laurén-flokkur Garnafrumu-
krabbamein
Dreif-
krabbamein
p-gildiFjöldi % Fjöldi %
Róttæki aðgerðar 0,0034
Róttæk 164 36,7 53 31,5
Ekki róttæk 43 9,6 33 19,6
Ekki aðgerð/óþekkt róttæki 240 53,7 82 48,9
Gerð aðgerðar 0,1188
Staðbundið brottnám
meins
3 0,7 1 0,6
Hluta magabrottnám 101 22,6 29 17,3
Hluta vélindabrottnám 1 0,2 1 0,6
Hluta maga- og
vélindabrottnám
21 4,7 6 3,6
Magabrottnám 90 20,1 51 30,4
Magabrottnám og hluta
vélindabrottnám
7 1,6 4 2,4
Ekki aðgerð/aðgerð á öðru
líffæri/óþekkt
224 50,1 76 45,2
Skurðbrúnir 0,0002
Fríar 203 45,4 70 41,7
Ekki fríar 15 3,4 20 11,9
Ekki aðgerð/óþekkt 229 51,2 78 46,4
Mynd 3. 5-ára lifun frá greininu eftir Laurén-flokki. Lifun dreifkrabbameina var mark-
tækt verri en garnafrumukrabbameina, metið með log-rank-prófi, p-gildi 0,0367.
Mynd 2. 5-ára lifun frá greininu eftir TNM-stigi. Munur á lifun eftir TNM-stigi var
marktækur, mældur með log-rank-prófi, p-gildi <0,0001.