Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 121
ingu við innlögn sem þurfti að leiðrétta fyrir aðgerð og 17 (19%
af þeim sem biðu >24 tíma) gátu ekki farið strax í aðgerð vegna
annarra heilsufarsvandamála. Í þremur tilfellum greindist brotið
ekki strax við innlögn. Dánarhlutfall einu ári eftir aðgerð hjá þeim
sem fóru í aðgerð innan 24 tíma var 26% en 31% hjá þeim sem biðu
lengur, þessi munur reyndist ekki marktækur (p=0,445). Meiri-
hluti sjúklinga voru mænudeyfðir, eða 215 (85%), en 39 (15%) voru
svæfðir. Það var ekki marktækur munur á lifun milli mænudeyf-
ingar og svæfingar (p=0,723).
Meðallengd aðgerðar var 50,1 mínúta (± 19,3, spönn 12-174).
Meðaltími á vöknun var 4,6 tímar (± 2,4, spönn 2-23).
Af þeim sjúklingum sem hlutu lærleggshálsbrot fengu 104
(66%) gervilið og 53 (34%) innri festingu. Af þeim sem hlutu lær-
hnútubrot fóru 89 (92%) í innri festingu með renninagla og plötu
en 6 (6%) fengu mergnagla. Einn fékk gervilið.
Meðallegutími á bæklunarskurðdeild var 10,9 (± 9,9, spönn
1-51) dagar en miðgildi var lægra, eða 8 dagar. Meðallegutími
sjúklinga sem bjuggu á eigin heimili fyrir brot var 14,3 dagar (±
10,3, spönn 1-51) en 3,8 (± 2,2, spönn 1-14) hjá þeim sem bjuggu á
hjúkrunarheimili (p=0,001). Einungis 64 (25%) sjúklingar voru út-
skrifaðir beint heim af bæklunarskurðdeild, 98 (39%) útskrifuðust á
hjúkrunarheimili, 37 (15%) á annað sjúkrahús, 25 (10%) á öldrunar-
deild, 12 (5%) á aðra legudeild Landspítalans og 14 (6%) á sjúkra-
hótel (mynd 1).
Fyrir brot bjuggu 173 (68%) á eigin heimili og 81 (32%) á hjúkrun-
arheimili. 136 (54%) sjúklingar voru útskrifaðir heim að lokum, eða
79% af þeim sem bjuggu heima fyrir brot. 103 (41%) fóru á hjúkr-
unarheimili en 14 (6%) létust í legunni á bæklunardeild. Það bjuggu
marktækt færri á eigin heimili eftir að hafa mjaðmarbrotnað en
fyrir (p=0,001) (mynd 2). 27 (11%) sjúklingar þurftu að leggjast aftur
inn á sjúkrahús vegna mjaðmarbrotsins.
Enginn sjúklingur lést í aðgerð, 22 (9%) sjúklingar létust innan
30 daga frá aðgerð, 40 (16%) innan þriggja mánaða, 52 (20%) innan
6 mánaða, 68 (27%) innan árs frá aðgerð og 89 (34%) voru dánir í lok
rannsóknartímabils sem varaði frá 18 til 30 mánaða (mynd 2 og 3).
Ekki var marktækur munur á dánarhlutfalli karla (30%) og kvenna
(26%) einu ári frá aðgerð (p=0,159).
Dánartíðni meðal þeirra sem hlotið höfðu mjaðmarbrot var tals-
vert hærri þegar borið var saman við almennt þýði ≥60 ára á 10 ára
aldursbilum (mynd 4). Mestur var munurinn á aldursbilinu 60-70
ára.
Niðurstaða Cox-aðhvarfsgreiningar sýndi að aldur (p=0,004; CI
1,02-1,1), ASA-flokkun (p=0,003; CI 1.2-2.6), tími frá broti að komu á
bráðamóttöku (p=0,01; CI 1,06-1,56) og bústaður fyrir brot (p=0,0001;
CI 1,66-5,35) voru áhættuþættir fyrir andláti einu ári eftir aðgerð.
Hins vegar reyndust kyn, tegund brots, biðtími eftir aðgerð, hvort
beitt var svæfingu eða deyfingu í aðgerðinni ekki hafa áhrif á
áhættu fyrir andláti í þessari rannsókn.
Umræða
Þessi rannsókn sýnir að dánartíðni þeirra sem mjaðmarbrotna er
verulega aukin miðað við dánartíðni annars fólks á sama aldri.
Hún sýnir jafnframt að sjálfsbjargargeta þeirra sem lifa af er veru-
lega skert þar sem mun færri geta búið á eigin heimili og fleiri
þurfa vistun á hjúkrunarheimilum.
Sjúklingar með mjaðmarbrot eru oft og tíðum með marga
undirliggjandi sjúkdóma og góð heildræn meðferð krefst sam-
R A N N S Ó K N
Mynd 2. Dánarhlutfall sjúklinga samkvæmt aldursbilum eftir mjaðmarbrot í lok eftir-
fylgdar sem var að meðaltali tvö ár.
Mynd 3. Á þessu Kaplan-Meier-grafi sést lifun sjúklinga eftir mjaðmarbrot í dögum
eftir aðgerð allt tímabil eftirfylgdar sem var frá 18-30 mánuðir.
Mynd 4. Eins árs dánarhlutfall sjúklinga eftir mjaðmarbrot borið saman við dánartíðni
í almenna þýðinu á sama aldri í 10 ára aldursbilum árið 2011. Fjöldi sjúklinga í hverjum
aldurshópi er gefinn upp fyrir ofan súlur.