Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 12
120 LÆKNAblaðið 2016/102 áhrif á þennan þátt, til dæmis aðgengi að heimahjúkrun, sjúkra- hótelum, hjúkrunarheimilum og endurhæfingu eftir aðgerð. Dánarhlutfall sjúklinga sem hafa mjaðmarbrotnað er töluvert hærri en í hinu almenna þýði á sama aldri.7 Þrjátíu daga dánartíðni eftir innlögn eða aðgerð er um 8-10%4,6 og eins árs dánartíðni milli 16-30%.3,22-24 Dánartíðnin er hærri hjá körlum en konum,3,4,6 um 30% á móti 20% einu ári eftir brot.3 Tilgangur þessarar rannsóknar var að gefa yfirlit um meðferð og afdrif sjúklinga sem mjaðmarbrotna og gangast undir aðgerð á Landspítala með sérstakri áherslu á bið eftir aðgerð, búsetu eftir útskrift af sjúkrahúsi og dánartíðni einu ári eftir mjaðmarbrot. Efniviður og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn rannsókn á sjúklingum, 60 ára og eldri, sem mjaðmarbrotnuðu og gengust undir aðgerð á Landspít- ala frá 1. janúar til 31. desember 2011. Lengd eftirfylgdar var 18-30 mánuðir, eða að meðaltali tvö ár. Sjúklingarnir voru valdir eftir sjúkdómsgreiningunum S72.0 (lærleggshálsbrot) og S72.1 (lær- hnútubrot). Aldursbil og sjúkdómsgreiningar voru valdin í sam- ræmi við þær rannsóknir sem helst var miðað við en hvorttveggja er misjafnt eftir rannsóknum og gagnagrunnum. Tilskilin leyfi voru fengin frá Siðanefnd Landspítala, Persónu- vernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Gögn voru unnin úr sjúkraskrám og tölvukerfum Landspítala, sjúkraskrárkerfinu Sögu og aðgerðarkerfinu Orbit í því augnamiði að fá almennt yfirlit yfir feril og afdrif sjúklinga eftir útskrift, en upplýsinga um andlát var aflað úr Þjóðskrá. Breytur sem voru skráðar voru kyn, aldur, ASA-flokkun (áhættu- flokkun sjúklinga samkvæmt American Society of Anesthesiolog- ists,25) tími frá broti að komu á bráðamóttöku, biðtími eftir aðgerð, hvort aðgerð var framkvæmd fyrir eða eftir 24 klukkustundir eftir greiningu, tegund brots, hvort aðgerð var framkvæmd í svæfingu eða deyfingu, lengd aðgerðar, tími á vöknun, legutími á bæklunar- deild, búseta fyrir og eftir brot og dánarhlutfall einu ári eftir brot og í lok eftirfylgdar. Upplýsingar um tíma frá broti að komu á sjúkrahús voru fengnar úr sjúkraskrá og flokkað í innan við 6 klukkustundir frá áverka, milli 6 og 12 klukkustundir, milli 12 og 24 klukkustundir og lengur en 24 klukkustundir. Tveir sjúklingar biðu óvenju lengi eftir aðgerð, annar í 15 daga og hinn í 5 vikur og voru þeir ekki teknir með í tölfræðigreiningu. Í fyrra tilfellinu greindist brotið ekki strax en í því seinna var ekki hægt að taka sjúklinginn til aðgerðar vegna legusárs. Öll gögn voru skráð í Microsoft Excel. Tölfræðiforritið R (útgáfa 3.2.3, The R Foundation for Statistical Computing) var notað til greiningar og úrvinnslu gagna. Niðurstöður eru birtar sem meðaltal, miðgildi, staðalfrávik og bil. Tölfræðileg marktækni milli hópa var könnuð með kí-kvaðrat prófi, t-prófi og log-rank test, miðað var við p<0,05 fyrir tölfræði- lega marktækni. Framkvæmd var Cox-aðhvarfsgreining þar sem dánarhlutfall eftir eitt ár var háður þáttur. Óháðir þættir voru aldur, kyn, ASA- flokkun, tími frá broti að komu á bráðamóttöku, bið eftir aðgerð, bústaður fyrir brot og hvort gefin var mænudeyfing eða svæfing í aðgerðinni. Niðurstöður eru birtar sem p-gildi með 95% efri og neðri öryggisbil (Confidence Interval, CI) á áhættuhlutfalli. Upplýsingar um lifun sjúklinga voru fengnar úr Þjóðskrá 30. júní 2013. Lifunargreining (Survival-analysis) var notuð til að reikna lifun sjúklinga í dögum og birt í Kaplan-Meier grafi. Dánartíðni þeirra sem höfðu mjaðmarbrotnað var borin saman við dánartíðni í almennu þýði ≥60 ára í þjóðfélaginu árið 2011, skipt í 10 ára aldursbil samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu (hagstofa.is). Niðurstöður Alls fóru 255 einstaklingar í aðgerð vegna mjaðmarbrots á rann- sóknartímabilinu. Af þessum 255 einstaklingum voru 166 (65%) konur og 89 (35%) karlar. Meðalaldur var 82 ár (± 8 ár; spönn 60- 107). Meðalaldur karla var 82 ár (± 7,7 ár; spönn 61-101) og kvenna 83 ár (± 8,1 ár; spönn 60-107). Ekki var marktækur munur á aldri kynjanna (p=0,207). Fleiri hlutu brot á lærleggshálsi (62%) en lærhnútu (38%), og var þessi munur marktækur meðal kvenna (p=0,001) en ekki karla (p=0,46). Það var ekki marktækur munur á dánarhlutfalli eftir tegund brota (p=0,455). Frá áverka að komu á bráðamóttöku liðu innan við 6 klukku- stundir hjá 158 (62%) sjúklingum, 6-12 klukkustundir hjá 42 (17%), 12-24 klukkustundir hjá 24 (9%) og meira en 24 klukkustundir hjá 22 (9%). Dánarhlutfall var hærra í hópnum þar sem meira en 6 klukkustundir liðu frá áverka að komu á bráðamóttöku (p=0,008). Meðalbiðtími eftir aðgerð var 21,8 tímar (± 13,9, spönn 3-77). Rúmlega einn þriðji hluti sjúklinga, eða 91 (36%), þurfti að bíða lengur en 24 tíma eftir aðgerð. Í 47 tilfellum (52% af þeim sem biðu >24 tíma) var bið vegna anna á spítala eða engin ástæða tekin fram en 24 (26% af þeim sem biðu >24 tíma) voru á blóðþynn- R A N N S Ó K N Mynd 1. Búsetustaður og dánarhlutfall sjúklinga fyrir og eftir mjaðmarbrot. Fjöldi sjúklinga bakvið hlutfallið í hverjum hóp kemur fram í súlunum. Önnur úrræði við útskrift af bæklunarskurðdeild: Önnur legudeild innan Landspítala, öldrunardeild, annað sjúkrahús og sjúkrahótel. Af þeim 69 sem voru látnir einu ári eftir brot bjuggu 40 (49% dánarhlutfall) á hjúkrunarheimili fyrir brot og 29 (17% dánarhlutfall) í heimahúsi. Upplýsingar um búsetu vantaði fyrir nokkra sjúklinga og er heildarfjöldi því ekki 255 í öllum súlunum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.