Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 4
112 LÆKNAblaðið 2016/102 F R Æ Ð I G R E I N A R 3. tölublað, 102. árgangur, 2016 115 Þórólfur Guðnason Zíkaveira - ný- legur vágestur í mönnum Með nánari sam- skiptum manna við dýr á afskekktum svæðum, breytingu á loftslagi og tíðari ferðalögum fólks megum við búast við að sjá nýjar og óþekktar sýkingar hjá mönnum. 119 Kristófer A. Magnússon, Bjarni Gunnarsson, Gísli H. Sigurðsson, Brynjólfur Mogensen, Yngvi Ólafsson, Sigurbergur Kárason Meðferð og afdrif sjúklinga með mjaðmarbrot Meðalbiðtími sjúklinga með mjaðmarbrot eftir aðgerð var tæpur sólarhringur, sem er innan marka erlendra gæðastaðla, en þriðjungur sjúklinga beið lengur. Umönnunar- úrræði utan sjúkrahúss virtust helst ráða hversu löng sjúkrahúsdvölin varð. Marktækt færri gátu búið á eigin heimili eftir brot en fyrir. Dánarhlutfall mjaðmarbrotinna var margfalt hærri en í sama aldursþýði á Íslandi og í efri mörkum miðað við erlendar rannsóknir. Mjaðmarbrot hafa því alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinginn og eru krefjandi fyrir samfélagið. 125 Halla Sif Ólafsdóttir, Kristín K. Alexíusdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Sigrún Helga Lund, Þorvaldur Jónsson, Halla Skúladóttir Faraldsfræði tveggja Laurén-flokka kirtilfrumu- krabbameina í maga á Íslandi árin 1990-2009 Magakrabbamein er fimmta algengasta krabbamein í heimi og þriðja algengasta dánarorsökin af völdum krabbameina. Árlega greinist um ein milljón nýrra tilfella og um þrír fjórðu þeirra deyja af völdum meinsins. Magakrabbamein er nú 2-3% af krabbameinum á Íslandi en var algengasta krabbameinið á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. 131 Arnljótur Björn Halldórsson, Elísabet Benedikz, Ísleifur Ólafsson, Brynjólfur Mogensen Komur á bráðamóttöku Landspítala vegna áreynslurákvöðvarofs árin 2008-2012 Einkenni rofs koma oftast 2-3 dögum eftir langvarandi og endurtekna áreynslu og geta verið verkir, bólga og máttminnkun vöðva eða vöðvahópa og dökkt þvag vegna vöðvarauðamigu. Þreifieymsli í vöðvum geta verið veruleg og bólgu- og litabreytingar sem benda til vefjadauða. Einkenni eru vöðvaverkir og máttminnkun en önnur einkenni geta verið slappleiki, vanlíðan, þvagþurrð, hiti, ógleði, uppköst, óráð og óró- leiki. Hætta á rákvöðvarofi eykst ef viðkomandi er ekki í góðu formi, ef það er mjög heitt og rakt eða líkamsbeiting er afbrigðileg. 117 Ólafur Helgi Samúelsson Lifið heil! Aldraðir eru ekki eins- leitur hópur heilsufars- lega en mjaðmarbrot er áfall sem eldri aldurs- hópar glíma við og frekar konur en karlar. Áætlað er að um 20/10.000 körlum og um 60/10.000 konum eldri en 55 ára mjaðmarbrotni árlega. Meðalaldur þessara sjúklinga er yfir 80 ár og flestir brotna við lág- orkuáverka. L E I Ð A R A R Frá Orlofssjóði Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga Sækið um sumardvöl í orlofshúsunum okkar fyrir 14. apríl 2016 – á bókunarvef orlofssjóðs, á innra neti lis.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.