Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 17
R A N N S Ó K N LÆKNAblaðið 2016/102 125 Inngangur Magakrabbamein er fimmta algengast krabbameinið í heiminum og þriðja algengasta dánarorsökin af völdum krabbameina. Árlega greinist um ein milljón nýrra tilfella og um þrír fjórðu sjúklinganna deyja af völdum meinsins.1 Magakrabbamein er nú 2-3% af krabbameinum á Íslandi en var algengasta krabba- meinið á Íslandi upp úr miðri síðustu öld.2,3 Horfur magakrabbameinssjúklinga á Íslandi hafa batnað og sjúkdómsbyrðin minnkað.2,4 Á tímabilinu 1957-2011 dró verulega úr nýgengi magakrabbameina á Íslandi, það lækkaði úr 70,2/100.000 í 6,9/100.000 á ári í karlmönnum og úr 32,0/100.000 í 4,2/100.000 á ári í konum.2 Á sama tíma tæplega tvöfaldaðist hlutfallsleg fimm ára lifun hjá körlum (14-27%) og rúmlega fimmfaldaðist hjá konum (8-42%).2 Nýgengi magakrabbameina á Íslandi er nú mjög svipað og á hinum Norðurlöndunum þar sem það er um 8/100.000 á ári meðal karla og 4/100.000 á ári meðal kvenna.5 Kirtilfrumukrabbamein (adenocarcinoma) er langal- gengasta vefjagerð krabbameina í maga, eða um 90%.6 Kirtilfrumukrabbameinum í maga er skipt í tvo flokka samkvæmt svokölluðu Laurén-vefjaflokkunarkerfi.7 Flokkarnir tveir eru garnafrumukrabbamein (Laurén- flokkur 1, intestinal adenocarcinoma) og dreifkrabbamein (Laurén-flokkur 2, diffuse adenocarcinoma). Laurén-flokk- Inngangur: Magakrabbamein var algengasta krabbameinið á Íslandi upp úr miðri 20. öld en er nú einungis 2-3% krabbameina. Markmið þessarar rannsóknar var að gera faraldsfræðilegan samanburð á tveimur megin- flokkum kirtilfrumukrabbameina í maga samkvæmt Laurén-vefjaflokkun- arkerfinu, svokölluðum garnafrumu- og dreifkrabbameinum, á tímabilinu 1990-2009. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn. Frá Krabbameinsskrá voru fengnar upplýsingar um alla sem greindust með magakrabbamein á árunum 1990-2009. Lýsingar meinafræðings í vefjasvörum tekinna sýna og brottnuminna æxla voru yfirfarnar og flokkaðar samkvæmt Laurén- vefjaflokkunarkerfinu. Sjúkraskrár tilfella sem flokkuðust með annaðhvort garnafrumu- eða dreifkrabbamein voru síðan yfirfarnar með tilliti til far- aldsfræðilegra þátta. Niðurstöður: Alls greindust 730 einstaklingar með kirtilfrumukrabbamein í maga á tímabilinu. Þar af voru 447 flokkuð sem garnafrumukrabba- mein og 168 sem dreifkrabbamein. Greiningaraldur tilfella með dreif- krabbamein var marktækt lægri en tilfella með garnafrumukrabbamein. Kynjahlutfall í hópi garnafrumukrabbameina var 2,3:1 (kk:kvk), en í hópi dreifkrabbameina 1,1:1 (kk:kvk). Útreiknað aldursstaðlað nýgengi garna- frumukrabbameina lækkaði um 0,92/100.000 íbúa á ári en nýgengi dreif- krabbameina um 0,12/100.000 íbúa á ári og var um marktækan mun að ræða. Miðgildi lifunar í hópi garnafrumukrabbameina var 23,7 mánuðir og í hópi dreifkrabbameina 20,6 mánuðir. Munur á lifun eftir Laurén-flokki var marktækur. Áhættuhlutfall andláts hjá sjúklingum með dreifkrabbamein borið saman við garnafrumukrabbamein var 1,31 (öryggisbil 1,03-1,67), leiðrétt fyrir aldri, kyni, stigi, greiningarári og niðurstöðu aðgerðar (róttæk, ekki róttæk eða ekki). Ályktun: Verulega hefur dregið úr nýgengi kirtilfrumukrabbameina í maga, en sú lækkun virðist að mestu bundin við Laurén-flokk garnafrumu- krabbameina. Laurén-flokkun hefur forspárgildi varðandi horfur, þar sem horfur sjúklinga með dreifkrabbamein eru verri. ÁGRIP unin byggir á útliti krabbameinsvefsins við smásjár- skoðun. Garnafrumukrabbamein einkennist af misvel þroskuðum píplum. Dreifkrabbamein samanstendur hins vegar af stökum frumum eða minni hópum og breiðum af frumum og inn á milli eru svokallaðar sigðfrumur (signet ring cells).7,8 Klínískur og faralds- fræðilegur munur er á þessum tveimur vefjagerðum sem styður flokkun samkvæmt kerfinu.8-10 Blönduð mein þar sem báðar vefjagerðir finnast eða óflokkanleg mein samkvæmt Laurén-flokkunarkerfinu eru 10-20%.8 Garnafrumukrabbamein eru talin koma frá garna- vefjaummyndun (intestinal metaplasia). Hins vegar virðist sambandið milli dreifkrabbameina og garna- vefjaummyndunar og rýrnunar magabólgu (atrop- hic gastritis) veikt eða ekki til staðar.11 Mikilvægasti áhættuþáttur magakrabbameins er bakterían Helico- bacter pylori. Hún veldur magabólgum, magasárum og er jafnvel talin orsök um 300.000 magakrabbameins- tilfella á ári.12 Helicobacter pylori magabólgur tengjast bæði garnafrumu- og dreifkrabbameinum í maga, en tengslin eru sterkari við garnafrumukrabbamein.8,13 Markmið rannsóknarinnar var að gera faralds- fræðilegan samanburð á tveimur meginflokkum kirtilfrumukrabbameina í maga samkvæmt Laurén- vefjaflokkunarkerfinu á Íslandi árin 1990-2009. Megin- Greinin barst 2. september 2015, samþykkt til birtingar 8. febrúar 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Faraldsfræði tveggja flokka kirtilfrumu- krabbameina í maga á Íslandi samkvæmt vefjaflokkunarkerfi Laurén árin 1990-2009 Halla Sif Ólafsdóttir1 læknir, Kristín K. Alexíusdóttir1,2 hjúkrunarfræðingur, Sigrún Helga Lund3 tölfræðingur, Jón Gunnlaugur Jónasson2,4,5 læknir, Þorvaldur Jónsson6 læknir, Halla Skúladóttir7 læknir 1Lyflæknissviði, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands, 3Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 4meinafræðideild Landspítala, 5læknadeild Háskóla Íslands, 6skurðsviði Landspítala, 7krabbameinsdeild sjúkrahússins í Herning, Danmörku. Fyrirspurnir: Halla Sif Ólafsdóttir hsolafsdottir@gmail.com http://dx.doi.org/ 10.17992/lbl.2016.03.70

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.