Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 24
132 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N meiri en 15.000 IU/L eru auknar líkur á alvarlegum aukaverkun- um og er því mikilvægt að hefja vökvagjöf í æð til að fyrirbyggja bráðan nýrnaskaða.15 Vökvagjöfin eykur rúmmál utanfrumu- vökva sem minnkar við rákvöðvarof og minnkar sömuleiðis styrk vöðvarauðans í nýrungum og dregur þannig úr líkum á bráðum nýrnaskaða.6 Faraldsfræði rákvöðvarofs í almennu þýði eftir líkamlega áreynslu virðist ekki hafa verið rannsökuð á Íslandi né annars staðar. Því er ekki vitað um aldursdreifingu, kynjaskiptingu né algengi fylgikvilla í kjölfar þess eða hvort ákveðnir hópar séu í áhættu. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna faraldsfræði áreynslurákvöðvarofs hjá sjúklingum sem greindust á bráðamót- töku Landspítala árin 2008-2012. Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Hún tók til allra sjúk- linga með einkenni eftir áreynslu sem komu á Landspítala frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2012 og voru greindir með rákvöðva- rof með CK-hækkun í sermi meiri en 1.000 IU/L. Sjúklingar með rákvöðvarof af öðrum orsökum, auk þeirra sem ekki höfðu neinar skráðar upplýsingar um ástæðu CK-mælingar, voru útilokaðir. CK-mæling var gerð með aðferð sem er rekjanleg til staðlaðrar CK- virknimælingar International Federation of Clinical Chemistry (IFCC).16 Viðmiðunarmörk CK á Landspítala eru sett samkvæmt samnorrænni úttekt á heilbrigðu þýði (NORIP-verkefnið).17 Bráður nýrnaskaði var skilgreindur samkvæmt RIFLE-greiningarskil- merkjum.18 Leyfi var fengið fyrir rannsókninni hjá Persónuvernd (tilv. 2013121594HGK, 16. jan. 2014), framkvæmdastjóra lækninga (tilv. 16, 19. des. 2013) og Siðanefnd Landspítala (tilv. 53/2013, 16. jan. 2014). Gögn úr tölvugagnagrunni rannsóknakjarna og rafrænni sjúkraskrá Landspítala voru samkeyrð og þannig fenginn fjöldi til- fella, kyn, auðkenni sjúklings, komuár, komumánuður, vikudagur komu, dagsetning sýnatöku, mæld CK-gildi og sjúkdómsgreining vegna rákvöðvarofsins. Sjúkraskrár viðkomandi voru yfirfarnar með tilliti til einkenna og meðferðar. Staðsetning vöðvaáverka var skráð samkvæmt áverkastigskerfinu (Abbreviated Injury Scale - AIS).19 Aðrar breytur voru lengd innlagnar í dögum, hvort sjúklingur fékk bráðan nýrnaskaða og hvort sjúklingur lést í legu. Fjöldi tilfella miðast við fjölda koma en ekki fjölda einstaklinga. Eftir að allar breytur höfðu verið skráðar fór öll úrvinnsla fram án persónuauðkenna. Tölur um íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu fengust frá Hagstofu Íslands. Haft var samband við Íþróttasam- band Íslands vegna upplýsinga um íþróttaiðkanir. Við tölfræðiúrvinnslu var hefðbundnum tölfræðiaðferðum beitt og reiknað í forritinu R.20 Notað var Pearson's kí-kvaðrat próf og Fisher-próf til að kanna mun á tveimur flokkabreytum, Wilcox- on-próf til að kanna mun á miðgildum tveggja hópa og Kruskal- Wallis-próf til að kanna mun á miðgildum fleiri en tveggja hópa. Marktækni miðast við að p-gildi sé <0,05. Niðurstöður Rákvöðvarof eftir líkamlega áreynslu greindist hjá 54 sjúklingum, eða 8,3% af heildarfjölda rákvöðvarofstilfella (648) af öllum orsök- um á tímabilinu. Karlar voru 36 og konur 18. Miðgildi aldurs var 28 ár (spönn 15-60 ár). Karlar höfðu aldursmiðgildi 29 ár (spönn 15- 56 ár) og konur 24,5 ár (spönn 17-60 ár). Ekki reyndist marktækur munur á aldri kynja (p=0,2155). Kynjahlutföll og aldursdreifingu má sjá í töflu I. Af 53 einstaklingum sem komu á bráðamóttöku eftir áreynslurákvöðvarof áttu 50 lögheimili á höfuðborgarsvæð- inu. Meðalíbúafjöldinn á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu var 201.208. Nýgengi áreynslurákvöðvarofs er því 5,0/100.000 íbúa árlega. CK-hækkun í sermi eftir líkamlega áreynslu var almennt mikil með miðgildi 24.132 IU/L (spönn 1.056 - 224.700 IU/L). Karlar voru með CK-miðgildi 15.120 IU/L (spönn 1.056 - 224.700 IU/L) en konur með CK-miðgildi 28.450 IU/L (spönn 1.163 - 119.145 IU/L). Munur á CK-hækkun milli karla og kvenna reyndist ekki marktækur (p=0,2619). Ef litið er til aldurs var ekki marktækur munur á CK- hækkun milli aldursflokka (p=0,0553). Ekki fannst marktækur munur á CK-gildum milli ára (p=0,1827). CK-hækkun eftir kyni, aldursflokkum og komuárum má sjá í töflu II. Allir sýndu einkenni rákvöðvarofs, hvort sem það var stað- bundið einkenni frá vöðva, vöðvarauðamiga eða slappleiki. Stað- setning rákvöðvarofs var í efri útlimum hjá 27 (50,0%) og í neðri útlimum hjá 21 (38,8%). Tveir einstaklingar voru með rákvöðva- rof í brjóstvöðvum, tveir í bakvöðvum og einn í kviðvöðvum. Líkamssvæði var ótilgreint hjá einum. Miðgildi CK-hækkunar í sermi var hærri eftir rákvöðvarof í efri útlimum (26.300 IU/L) en eftir rákvöðvarof í neðri útlimum (13.090 IU/L) eða annars staðar (13.960 IU/L) en ekki reyndist marktækur munur á þessum mið- gildum (p=0,5125). Vökvi í æð var gefin hjá 30 einstaklingum (55,6 Tafla I. Fjöldi tilfella eftir aldri, kyni, komuári, staðsetningu og vökvameðferð. Aldursbil (ár) Karlar Konur Heild 15 - 19 6 4 10 20 - 24 3 5 8 25 - 29 12 4 16 30 - 34 6 0 6 35 - 39 4 2 6 >39 5 3 8 Samtals 36 18 54 Komuár 2008 6 1 7 2009 5 3 8 2010 5 6 11 2011 6 4 10 2012 14 4 18 Staðsetning á líkama Efri útlimir 16 11 27 Neðri útlimir 15 6 21 Önnur 5 1 6 Vökvameðferð Í æð 21 9 30 Um munn 15 9 24

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.