Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2016/102 143 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R sjálfkrafa ef hvorugur segir honum upp með þriggja mánaða fyrirvara.“ Er þetta jafn konunglegur spítali og nafnið bendir til? „Já, það má eiginlega segja það. Spítalinn var opnaður árið 1975 fyrir Faisal konung og fjölskyldu hans eða ætt- bálkinn öllu heldur því um er að ræða 10.000 manns eða svo sem tilheyra ættinni. Spítalinn þjónar þeim en um leið þjónar hann almenningi á ákveðnum sérhæfðum sviðum og er líklega þekktastur fyrir ákveðnar sérhæfum sviðum, krabbameins- skurðlækningar, bæklunarskurðlækningar, hjartaskurðlækningar og líffæraflutninga og er í rauninni stærsta miðstöð slíkra aðgerða í Mið-Austurlöndum og mjög hátt skrifaður á heimsvísu í hjarta- og lifrar- ígræðslum.“ Þegar talað er um almenningsspítala í Sádi-Arabíu segir Bjarni að hafa verði í huga að stjórnkerfið er allt annað en við þekkjum. „Þetta er einfaldlega einræðis- ríki þar sem konungurinn er einvaldur, en í kringum sig hefur hann marga ráðgjafa og fjölmörg ráðuneyti. Heilbrigðisþjónusta er frí fyrir alla Sáda svo og menntakerfið. Spítalanum er stjórnað af heilbrigðisráðu- neyti landsins en sjúklingahópnum er skipt upp í þrjá meginhluta. Í fyrsta lagi er konungsfjölskyldan og allir henni tengdir. Þeim verður að sinna orðalaust hvort sem er að nóttu eða degi. Síðan er starfsfólk spítalans sem telur um 11.000 manns. Þegar fjölskyldur þeirra eru taldar með er líklega óhætt að þrefalda þessa tölu. Þriðji hópurinn er Sádarnir sjálfir sem koma á spítalann eftir tilvísun frá ráðuneytinu. Það heyrir til undantekninga ef öðrum en Sádum, það er sádi-arabískum ríkisborg- urum, er vísað á spítalann.“ Það segir sig sjálft að spítalinn er gríðarstór og Bjarni segir að miklar fram- kvæmdir séu við nýbyggingar, þrjár stórar deildir séu í byggingu og mikil umsvif. „Þetta er spítali Salmans ríkjandi konungs og því er mikil áhersla lögð á að hann sé í fararbroddi hvað varðar tækni og þekk- ingu. Fyrri konungur hafði annan spítala og þannig ganga hlutirnir einfaldlega fyrir sig þarna niður frá.“ Stýrir sérhæfðri verkjameðferð „Lengi framan af var spítalinn algjörlega rekinn af Bandaríkjamönnum og mannað- ur með læknum frá Vesturlöndum. Undan- farin ár hefur verið lögð aukin áhersla á að stjórnendur spítalans séu Sádar, þeir kalla þetta að sádísera yfirstjórnina en lækna- hópurinn er mjög alþjóðlegur. Við erum rúmlega 100 sérfræðilæknar í svæfinga- deildinni svo það gefur nokkra hugmynd um umfangið. Ég var upphaflega ráðinn á svæfingadeildina en þeir vissu af sérhæf- ingu minni í meðferð langvinnra verkja svo ég fór fljótlega að leysa af á verkja- deildinni. Eftir tvö ár í svæfingunum var ég farinn að hugsa mér til hreyfings. Þá var mér hins vegar boðið að taka að mér þessa verkjadeild, endurskipuleggja hana og koma í betra horf, en ýmsum vanda- málum þurfti að taka á. Þetta var fyrir tveimur og hálfu ári. Deildin heyrir undir svæfingadeildina og eitt af markmiðum okkar er að losa okkur undan þeirri milli- stjórnun því við eigum ekki nema að litlu leyti samleið með svæfingunni og það skapar rekstrarleg vandkvæði að vera undir svona stórri deild. Ég er bjartsýnn á að það takist að gera verkjadeildina að sjálfstæðri einingu. Þetta er lítil deild með 8 sérfræðinga í fjórum stöðugildum og við erum að sjá tæplega 5000 sjúklinga á ári, gerum yfir 1100 deyfingar og 180 aðgerðir á skurðstofu. Á síðasta ári hófum við svo- kallað „out-reach program“ þar sem við förum á fjögur fjölmennustu svæði í kon- ungsríkinu og höfum klíník fyrir okkar sjúklinga þar á tveggja mánaða fresti. Á Bjarni Valtýsson hefur starfað í fimm ár á spítala konungsins í Sádi-Arabíu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.