Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 34
142 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Bjarni Valtýsson svæfingalæknir hefur um nærri 5 ára skeið starfað á einu þekktasta sjúkrahúsi hins arabíska heims og lýsir þeirri reynslu sem for- vitnilegri og framandi en segir þetta vera fyrst og fremst vinnustað en ekki heimili, kostirnir séu margir en ýmsu verði einnig að fórna. Hvernig kom þetta til í upphafi? „Það er nú löng saga að segja frá því en í sem stystu máli er hún þannig að við höfðum verið búsett erlendis talsvert lengi, þrjú ár í Svíþjóð og síðan 10 ár í Bandaríkjunum. Það blundaði þó alltaf í okkur að flytja heim til Íslands og við létum verða af því árið 1999. Ég réði mig til starfa á gamla Landspítalanum en þá var þó sameining sjúkrahúsanna rétt handan við hornið. Ég er reyndar alinn upp á Landspítalanum í tvennum skiln- ingi, heimsótti föður minn oft hér á árum áður, var þar sem deildarlæknir í sérnámi og starfaði þar síðan sem sérfræðingur í nokkur ár.“ Hér verður að skjóta því inn að faðir Bjarna, Valtýr Bjarnason, var fyrsti yfir- læknir svæfinga á Landspítalanum og frumkvöðull í þeirri grein. Landspítalinn olli vonbrigðum „Ég hafði og hef margvíslegar taugar til Landspítalans. En ég fór semsagt til að ljúka sérnámi í svæfinga- og gjörgæslu- lækningum í Uppsölum í Svíþjóð. Bauðst síðan sérfræðings- og prófessorsstaða við Háskólasjúkrahúsið í Madison í Wisconsin sem ég gegndi þar til við ákváðum að flytja heim. Kollegar mínir í Madison skilja ekki enn hvers vegna við fórum til Ís- lands, því við höfðum það gott þar og leið vel. En heim komum við 1999 og ég hóf störf á Landspítalanum og fyrsta kastið var maður í sæluvímu en það bráði smám saman af manni. Ég fór í rauninni fljótlega að skoða möguleikana á að fara aftur til starfa úti en það er ekki hlaupið að því að rífa fjölskylduna upp á nokkurra ára fresti og flytjast á milli landa. Við hjónin eigum fjögur börn sem sum voru á þessum tíma komin á unglingsaldur og það kom aldrei til mála að flytja þau aftur. Ég var talsvert á ferðinni næstu árin, leysti af á sjúkra- húsum í Danmörku og víðar. Satt að segja varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum með starf mitt á Landspítalanum, ég hafði um margra ára skeið lagt mig eftir sérhæfingu og rannsóknum í verkjameðferð og sinnti því meðal annars á verkjadeild háskóla- sjúkrahússins í Madison. Ég batt því vonir við að geta komið á þverfaglegri verkja- deild á Landspítala með verkjateyminu sem þar var til staðar en við mættum litlum skilningi að mínu áliti. Um þetta mál allt saman gæti ég haldið langa tölu en það hefur engan tilgang. Vandamálið í hnotskurn er að þegar maður er starfandi læknir með mikla klínískar skyldur hefur maður engan tíma til að hanga á hurðinni hjá stjórnendum spítalans en það virtist eina leiðin til að hafa eitthvað fram. Á endanum gafst ég hreinlega upp á þessu og fór af Landspítalanum og starfaði í Orkuhúsinu og síðar einnig á Handlækna- stöðinni í Glæsibæ. Í Orkuhúsinu var ég að stórum hluta með verkjameðferð en það er ekki sérlega árangursríkt að vera einn í slíku, ef vel á að vera þarf þetta að vera unnið af þverfaglegu teymi. Síðan gerðist það að vinur okkar Halldór Benediktsson röntgenlæknir sagði mér frá því að hann væri búinn að ráða sig til Sádi-Arabíu og þetta var árið 2010. Ég hafði áhuga á að reyna þetta og sendi þeim starfsferilsskrá mína. Nokkrum vikum síðar hringdi Peter Kimme yfirlæknir svæfingadeildarinnar á King Faisal Specialist Hospital í Riyadh í mig og bauð mér að koma og skoða að- stæður. Þá fór þetta allt saman af stað.“ Konungsfjölskyldan kallar Bjarni lýsir ráðningarferlinu sem löngu og ströngu og Sádi-Arabar gefi engan afslátt af skriffinnsku og pappírsvinnu. „Maður verður bara að ganga að því möglunarlaust því það þýðir ekkert að deila við Sádi-Araba um þessi atriði. Í fyrsta lagi verða allir pappírar að vera skotheldir, lækningaleyfi, sérfræðiviður- kenning og þvíumlíkt; síðan þarf að fara í ýmsar blóðprufur og svo framvegis. Þetta ferli tekur 3-5 mánuði. Síðan er manni boðið að kynna sér aðstæður í fjórar vikur, en þá eru þeir um leið að ganga úr skugga um hvort þeir vilji ráða mann eða ekki. Ef báðir aðilar eru sáttir er boðið upp á samning, til eins árs. Þeir bjóða aldrei lengri samning en hann endurnýjar sig Framandi og forvitnilegt en eingöngu vinnustaður ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson – segir Bjarni Valtýsson sem starfar á King Faisal Specialist Hospital í Riyadh í Sádi-Arabíu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.