Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2016/102 131 R A N N S Ó K N Inngangur Rákvöðvarof (rhabdomyolysis) verður þegar rákóttir vöðvaþræðir beinagrindarvöðva brotna niður vegna utanaðkomandi skaða eða þegar orkubirgðir vöðva anna ekki eftirspurn.1 Rákvöðvafrumuskemmdir geta leitt til margvíslegra fylgikvilla, svo sem jónaójafn- vægis, rúmtaksskerðingar blóðvökva, efnaskiptasýr- ingar, storkukvilla og hólfaheilkennis, en alvarlegasti fylgikvillinn er bráður nýrnaskaði.2 Við rákvöðvarof losnar úr frumunum meðal annars ensímið kreatín- kínasi (CK) og er mæld virkni hans í sermi notuð við greiningu rákvöðvarofs.3 Rákvöðvarofi var fyrst lýst í tengslum við áverka en í dag eru þekktar margar orsakir rákvöðvarofs, þar á meðal mikil líkamleg áreynsla.1,4 Rákvöðvarof af völd- um líkamlegrar áreynslu var fyrst lýst af De Langen árið 1946 í grein um fanga í útrýmingarbúðum.5 Svo virðist sem mikil áreynsla leiði til þess að ATP-birgðir vöðvafrumna þrjóti og frumuhimna þeirra rofni.6 Áreynslurákvöðvarof er þekktast meðal maraþon- hlaupara, eftir lyftingar, vaxtarrækt og í herþjálfun1,2,6 en þekkingu skortir á faraldsfræði áreynslurákvöðva- rofs í almennu þýði. Einkenni koma oftast 24-72 klukkustundum eftir langvarandi og endurtekna áreynslu og geta verið verkir, bólga og máttminnkun í vöðva eða vöðva- hópum og dökkt þvag vegna vöðvarauðamigu. Þreifi- eymsli í vöðvum geta verið veruleg og eins geta sést Inngangur: Rákvöðvarof getur átt sér ýmsar orsakir, þar á meðal er mikil líkamleg áreynsla. Við rákvöðvarof losnar kreatínkínasi (CK) og vöðvarauði (mýóglóbín) úr vöðvafrumum. Virkni CK í sermi er notuð til greiningar á rákvöðvarofi en vöðvarauði getur valdið bráðum nýrnaskaða, sem er alvarlegasti og þekktasti fylgikvilli rákvöðvarofs. Engar rannsóknir virðast hafa verið gerðar á áreynslurákvöðvarofi í almennu þýði. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði áreynslurákvöðvarofs hjá sjúklingum sem voru greindir á Landspítala árin 2008-2012. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Þýðið var allir sjúklingar á Landspítala frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2012 með CK-gildi í sermi yfir 1000 IU/L eftir líkamlega áreynslu. Sjúklingar með CK-hækkun vegna rákvöðvarofs af öðrum orsökum voru ekki teknir með. Skráður var fjöldi tilfella, kyn, hæsta mælda CK-gildi, dagsetning komu, orsök og staðsetning rákvöðvarofsins, innlagnarlengd, fylgikvillar og hvort þörf væri á vökvagjöf í æð. Tölur um íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu fengust frá Hagstofu Íslands og um íþróttaástundun frá Íþróttasambandi Íslands. Niðurstöður: Alls greindust 54 sjúklingar með áreynslurákvöðvarof, 18 konur (33,3%) og 36 karlar (66,7%) eða 8,3% af heildarfjölda rákvöðvarofs tilfella (648) af öllum orsökum á tímabilinu. Nýgengi fyrir höfuðborgarsvæðið var 5,0/100.000 íbúa á ári á tímabilinu. Miðgildi aldurs var 28 ár og miðgildi CK-hækkunar í sermi var 24.132 IU/L. CK-hækkun var meiri hjá konum en körlum en munurinn reyndist ómarktækur. Rák- vöðva rof var í um 89% tilvika í efri- eða neðri útlimum. CK-gildi voru mark- tækt hærri hjá þeim sem fengu vökvagjöf í æð en þeim sem fengu einung- is vökva um munn. Einn einstaklingur greindist með bráðan nýrnaskaða. Upplýsingar um íþróttaástundun eða líkamsrækt eru ekki tiltækar. Ályktun: Áreynslurákvöðvarof er óalgengt en oftast er um unga ein- staklinga að ræða. Ekki er vitað um áreynsluástundun kvenna eða karla en ekki reyndist munur á CK-hækkun kynjanna, milli aldursflokka eða rákvöðvasvæða. CK-hækkun var veruleg en fylgikvillar fátíðir. Skortur er á rannsóknum um áreynslurákvöðvarof í almennu þýði. ÁGRIP bólgu- og litabreytingar sem benda til vefjadauða. Einkenni geta takmarkast við vöðvaverki og mátt- minnkun7 en önnur einkenni geta verið slappleiki, vanlíðan, þvagþurrð, hiti, ógleði, uppköst, óráð og óróleiki.4,8,9 Hætta á rákvöðvarofi eftir áreynslu eykst meðal annars ef viðkomandi er ekki í góðu líkamlegu formi, ef umhverfi er mjög heitt og rakt eða líkams- beiting er afbrigðileg.10,11 Meðferð rákvöðvarofs beinist að því að fyrirbyggja fylgikvilla9 og felst í ríkulegri vökvagjöf til að auka utanfrumuvökva og halda uppi þvagútskilnaði sem minnkar líkur á bráðum nýrnaskaða.6 Talið er að nýrna- skaði komi fyrir í 4-33% rákvöðvarofstilfella ef litið er til allra orsakavalda4,12 og hefur hann fylgni við háa dánartíðni.9 Oftast þarf að verða mikið vöðvaniðurbrot til að bráður nýrnaskaði hljótist af.13 Við vöðvaniður- brotið losnar mikið magn vöðvarauða (mýóglóbíns) sem berst til nýrna og frásogast þar í nýrunga. Í þeim hefur vöðvarauðinn skaðleg áhrif og ef þau eru nægi- lega mikil getur orðið bráður nýrnaskaði.6 Margt bendir til þess að bráður nýrnaskaði sé mun sjaldgæfari og spítaladvöl almennt styttri eftir áreynslurákvöðvarof en rákvöðvarof af öðrum toga.4,14 Talið er að ef CK-hækkun í sermi er minni en 15.000 IU/L, kreatíníngildi eðlilegt og ekki er um ofþornun að ræða, megi flokka rákvöðvarofið sem góðkynja og er þá ekki þörf á sérstakri meðferð. Ef CK-hækkun er Greinin barst 22. apríl 2015, samþykkt til birtingar 9. febrúar 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Komur á bráðamóttöku Landspítala vegna áreynslurákvöðvarofs árin 2008-2012 Arnljótur Björn Halldórsson1,2 læknanemi, Elísabet Benedikz3 læknir, Ísleifur Ólafsson4 læknir, Brynjólfur Mogensen1,2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3vísinda- og þróunarsviði, 4rannsóknarkjarna Landspítala. Fyrirspurnir: Brynjólfur Mogensen brynmog@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.03.71

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.