Læknablaðið - 01.03.2016, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2016/102 117
R I T S T J Ó R N A R G R E I Nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.03.68
Í þessu tölublaði Læknablaðsins er birt ágæt
rannsókn Kristófers A. Magnússonar og
félaga á afdrifum sjúklinga, 60 ára og
eldri, sem gengust undir skurðaðgerð eftir
mjaðmarbrot á Landspítala árið 2011. At-
hugaðar voru afturskyggnt eftirfarandi
breytur: Biðtími eftir aðgerð, tegund brota
og aðgerðar og afdrif sjúklinga. Athygli
vekur hversu hátt dánarhlutfall í hópnum
var ári eftir aðgerð, eða 27%. Þetta er áttfalt
hærra en meðaltal dánartíðni einstaklinga
yfir 60 ára aldri á Íslandi og í efri mörkum
miðað við erlendar rannsóknir. Marktækt
færri gátu búið á eigin heimili eftir brot en
fyrir. Aldur sjúklinga, biðtími eftir aðgerð,
áhættustigun samkvæmt ASA-flokkun
og það hvort sjúklingur var á hjúkrunar-
heimili fyrir brot, reyndust spáþættir fyrir
dauða eftir 12 mánuði. Athyglisvert er að
aðeins 37% gátu útskrifast heim í beinu
framhaldi af spítalalegunni og er það lægra
hlutfall en í tilvitnuðum erlendum rann-
sóknum.1 Niðurstöður rannsóknarinnar
ríma annars vel við erlendar rannsóknir
og undirstrika það hversu viðkvæman hóp
hér er um að ræða. Í rannsókninni var ekki
gerð frekari greining á ástæðum dauða eða
færniskerðingar en það gæti verið verðugt
rannsóknarefni á þessum hópi sjúklinga,
sem telur að jafnaði um 200-300 manns
árlega á Landspítala.
Aldraðir eru engan veginn einsleitur
hópur með tilliti til heilsufars en fjölgun
hinna elstu veldur því óhjákvæmilega að
fleiri einstaklingar glíma við fjölvanda og
hrumleika. Mjaðmarbrot er heilsufarsáfall
sem nær eingöngu tilheyrir eldri aldurs-
hópunum og frekar konum en körlum.
Áætlað er að árlega mjaðmarbrotni um
20 af hverjum 10.000 körlum og um 60 af
hverjum 10.000 konum eldri en 55 ára.
Meðalaldur þessara sjúklinga er yfir 80 ár
og flestir brotna við lágorkuáverka.
Stór hluti eldri mjaðmarbrotssjúklinga
eru hrumir með marga samverkandi sjúk-
dóma og margir verða fyrir varanlegri
færniskerðingu í kjölfar brots. Mjaðmar-
brot eru iðulega meiriháttar áfall, bæði
fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Meðal
alvarlegra afleiðinga má telja dauðsföll,
óráð, þunglyndi, verki, hræðslu við að
detta, félagslega einangrun, margþætta
færniskerðingu og auknar líkur á því að
þurfa að flytjast á stofnun. Horfur, bæði
til skemmri og lengri tíma, eru slæmar.
Dánartíðni 12 mánuðum eftir brot í þessum
hópi er 18-30% samkvæmt rannsóknum.
Reikna má með að um 40% sjúklinga nái
ekki fyrri hreyfifærni og um fimmtungur
er kominn á stofnun ári eftir brot.2,3
Skurðaðgerð sem fyrst eftir brot er al-
gjör forsenda þess að möguleiki sé á bata
en styðja má það rökum að mjaðmarbrot sé
ekki síður öldrunarsjúkdómur en viðfangs-
efni bæklunarlækna. Heildræn öldrunar-
læknisfræðileg nálgun og teymisvinna er
valkostur við hefðbundna sjúkrahúsmeð-
ferð þessara sjúklinga fyrir og eftir aðgerð
og víða eru reknar deildir í samstarfi bækl-
unarlækna og öldrunarlækna með þetta í
huga. Á Norðurlöndunum eru starfræktar
slíkar „orthogeriatriskar“ deildir þar sem
sýnt hefur verið fram á betri árangur en
við hefðbundna starfsemi allt að ári eftir
aðgerð, meðal annars varðandi hreyfigetu,
vitræna getu og lífsgæði. Kostnaðargrein-
ing bendir einnig til lægri heildarkostnaðar
en við hefðbundna nálgun.4 Erfiðlega hefur
gengið að sýna fram á lægri dánartíðni sem
enn undirstrikar hversu viðkvæmur þessi
hópur er og margir sjúklinga nærri lokum
lífs.
Forvarnir til að draga úr nýgengi
mjaðmarbrota eru lýðheilsuverkefni og
mikil vægt er að stuðla að góðri beinheilsu
alla ævi með hollu mataræði, hreyfingu,
nægu D-vítamíni, reykleysi og, sérstaklega
á efri árum, byltuvörnum og viðeigandi
beinþéttnimeðferð. Reglubundin hreyfing,
næring, heilsufarseftirlit og regluleg endur-
skoðun lyfjalista með ástand og horfur ein-
staklingsins í huga eru mikilvægir þættir
byltuvarna hjá öldruðum.
Núlifandi kynslóðir mannkyns njóta
þeirrar blessunar að líkur á að ná háum
aldri eru meiri en nokkru sinni í sögunni.
Íslendingar búa við einhverjar lengstu lífs-
líkur sem þekkjast í heiminum. Við erum
enn ung miðað við nágrannaþjóðir okkar
og 65 ára og eldri eru tæplega 13% þjóðar-
innar um þessar mundir. Þessi hlutföll
breytast þó hratt. Samkvæmt spám Hag-
stofu Íslands gætu 65 ára og eldri Íslend-
ingar orðið nær 100.000 talsins og tæpur
fjórðungur þjóðarinnar árið 2050.
Tækifæri til að nýta betur mannauð,
reynslu og sköpunarkraft eldri kynslóða
blasa við og mikilvægt er að samfélög búi
sig undir þessar breytingar. Það er einnig
áskorun að aðlaga heilbrigðisþjónustu að
þörfum fjölveikra og hrumra einstaklinga
þannig að sómi sé að og afdrif sjúklinga
með mjaðmarbrot geta verið einn mæli-
kvarði á hvernig til tekst. Fyrir áhugasama
um stefnumótun samfélaga til framtíðar
mætti benda á nýútkomna skýrslu Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar WHO: Ageing
and Health (who.int/ageing/publications/
world-report-2015/en/). Lifið heil!
Heimildir
1. Magnússon KA. Meðferð og afdrif sjúklinga með
mjaðmarbrot. Læknablaðið 2016; 102: 119-24.
2. Bentler SE, Liu L, Obrizan M, Cook EA, Wright KB,
Geweke JF, et al. The aftermath of hip fracture: discharge
placement, functional status change, and mortality. Am J
Epidemiol 2009; 170: 1290-9.
3. Nikitovic M, Wodchis WP, Krahn MD, Cadarette SM.
Direct health-care costs attributed to hip fractures among
seniors: a matched cohort study. Osteoporos Int 2013;
24: 659-69.
4. Prestmo A, Hagen G, Sletvold O, Helbostad JL, Thingstad
P, Taraldsen K, et al.,Comprehensive geriatric care for
patients with hip fracture: a prospective, randomised
controlled trial. Lancet 2015; 385: 1623-33.
On hip fracture and ageing
Ólafur Helgi Samúelsson MD, Specialist
in Internal Medicine and Geriatrics,
Landspitali University Hospital Iceland
olafs@landspitali.is
Lifið heil!
Ólafur Helgi
Samúelsson
lyf- og öldrunarlæknir
flæðisviði Landspítala
Til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum
þrymlabólum (acne vulgaris).
NÝTT LYF
Lymecycline
Actavis 300 mg
Lymecycline Actavis 300 mg
(Hvert hylki inniheldur 408 mg af lymecýklíni sem jafngildir 300 mg af tetracýklíni.)
Lymecycline Actavis 300 mg, hart hylki. Virkt innihaldsefni: Hvert hylki inniheldur 408 mg af lymecýklíni sem jafngildir 300 mg af tetracýklíni. Ábendingar:
Lymecýklín er ætlað til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum (acne vulgaris). Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun
sýklalyfja. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir: Venjulegur skammtur við langtímameðferð gegn miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum er 1 hylki á dag tekið
með a.m.k. hálfu glasi af vatni í uppréttri stöðu. Hylkið skal taka með léttri máltíð án mjólkurafurða. Meðferð skal haldið áfram í a.m.k. 8 vikur til 12 vikur, en hins vegar
er mikilvægt að takmarka notkun sýklalyfja við eins stutt tímabil og hægt er og hætta notkun þeirra þegar frekari bati er ólíklegur. Meðferð skal ekki haldið áfram í
meira en 6 mánuði. Aldraðir: Eins og á við um önnur tetracýklín er ekki þörf á sértækri skammtaaðlögun.Börn: Notkun er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 12 ára.
Börnum eldri en 12 ára má gefa fullorðinsskammt. Skert nýrnastarfsemi: Útskilnaðarhraði tetracýklíns minnkar þegar um skerta nýrnastarfsemi er að ræða og geta
venjulegir skammtar þannig valdið uppsöfnun. Ef um skerta nýrnastarfsemi er að ræða er ráðlagt að minnka skammtinn og hugsanlega að hafa eftirlit með þéttni í
sermi. Frábendingar: Lymecycline Actavis má ekki nota þegar um er að ræða ofnæmi fyrir lymecýklíni eða öðrum tetracýklínum eða einhverju hjálparefnanna,
sjúklinga með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi, börn yngri en 12 ára, meðgöngu og brjóstagjöf, samhliðameðferð með retínóíðum til inntöku og notkun er tengist
altækum retínóíðum. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is.
Pakkningar og hámarksverð í smásölu (september 2015): 300 mg, 100 stk: 7.366 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: 0. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf.
Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 10. febrúar 2015. September 2015.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
ct
av
is
5
1
9
0
1
2