Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 8

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 8
Viðbragð Forstöðukona Seljahlíðar segir starfsmenn sína hafa gert ófyrirgefanleg mistök Neitar því að Judith hafi hringt Ergo veitir umhverfisstyrk sími 440 4400 > www.ergo.is Umhverfissjóður Ergo auglýsir eftir umsóknum um umhverfisstyrk Sjóðurinn úthlutar umhverfisstyrk að fjárhæð 500.000 kr. að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári til frumkvöðlaverkefna en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sviði umferðar- og umhverfismála. Sendu inn þína hugmynd Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkinn. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt skýringu á því hvernig nýta eigi styrkinn. Frestur til að senda inn umsóknir er til 20. maí. Öllum umsóknum verður svarað. Kynntu þér málið nánar á ergo.is Judith Júlíusdóttir, 96 ára íbúi í þjónustuíbúð Reykjavíkurborgar, fékk blóðtappa í heila og þurfti að hringja öryggiskallkerfi í einn og hálfan tíma áður en henni var komið til hjálpar. Konurnar tvær á nætur- vakt heyrðu hvorki í kall- inu né í dóttur Judithar og lögreglunni sem bönkuðu á gluggana og hringdu dyrabjöllunni. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Judith Júlíusdóttir er hraust kona á tíræðisaldri sem hafði séð um sig sjálf þar til hún fyrir ári flutti í þjónustuíbúð sem Reykjavíkurborg rekur í Seljahlíð í Breiðholti. Ætt- ingjar hennar töldu, öryggisins vegna, að betra væri að hún byggi í þjónustuíbúð þar sem er sólar- hringsvöktun og starfsfólk sem gæti verið henni innan handar ef eitt- hvað kæmi upp á. Hvert herbergi er sérstaklega búið öryggiskallkerfi. Auk þess er neyðarhnappur frá Securitas á hverju herbergi. Fyrir rúmri viku fannst Judith hún vera máttfarin en fann ekki til og hafði því ekki miklar áhyggjur. Klukkan fjögur um nótt vaknaði hún með ónot og fann að öll vinstri hlið líkamans var dofin. Hún hafði fengið blóðtappa í heila og hringdi því á næturvaktina eftir hjálp. Selja- hlíð er þriggja hæða hús með 72 íbúum. Þessa nótt voru tvær kon- ur á vakt en forstöðukonan var á bakvakt. Þó Judith hringdi látlaust í fimm- tíu mínútur eftir hjálp var enginn sem brást við og kom henni til bjargar. Þá greip hún til þess ráðs að hringja úr farsíma sínum til dóttur sinnar, Margrétar Stefánsdóttur, sem býr í sömu götu. Hún þorði hinsvegar ekki að hringja neyðar- hnappi Securitas. Margréti brá auð- vitað við símtalið og var komin á staðinn aðeins nokkrum mínútum síðar. Margrét hélt áfram að hringja í vaktsíma hússins en án árangurs. Þegar hún kom að húsinu hringdi hún dyrabjöllunni en enginn svaraði. Eftir að hafa reynt að ná til starfsfólksins í nokkurn tíma ákvað hún að hringja á lögregluna. „Ég var búin að ganga hringinn í kring- um um húsið, banka á glugga og reyna að láta í mér heyra en enginn opnaði. Lögreglan kom á staðinn en hafði ekki önnur úrræði en ég til að komast inn. Útidyrnar voru læstar og enginn svaraði dyrabjöllunni. Á endanum kom næturvaktin til dyra og opnaði fyrir okkur. Þá hafði liðið einn og hálfur klukkutími frá því mamma hringdi fyrst eftir hjálp,“ segir Margrét. Hún segir þær hafi fengið þær skýringar að hvorki bjöllusími á her- bergi móður hennar né dyrasíminn hafi verið stilltir á vaktsíma starfs- fólksins. Þessvegna hafi enginn heyrt til þeirra. „Mér finnst alvarlegt að kerfið þarna sé ekki í lagi og hvað eru fáir á vakt. Mér finnst það vera mannekla að hafa tvær fullorðnar konur á vakt hjá 72 íbúum sem borga sérstaklega fyrir sólarhring- sþjónustu. Það getur varla talist góð umönnun. Við eru mjög reið yfir því hvað þetta tók langan tíma og þökk- um fyrir að ekki fór verr. Mamma er enn að jafna sig og tíminn leiðir í ljós hvort hún nái sér að fullu eftir blóðtappann.“ Margrét segir móður sína mjög ánægða á Seljahlíð og þar sé alla jafna mjög gott starfsfólk. Henni finnist hinsvegar ekki annað hægt en að láta vita af atvikinu þar sem um lífsspursmál hafi verið að ræða. Rekstrarvandi Seljahlíðar hefur áður ratað í fjölmiðla en fyrir ári fjallaði Stöð 2 um að gríðarlegt álag væri á starfsfólki heimilisins og ekk- ert gengi að ráða nýtt fólk. Starfs- fólk heimilisins hafði þá skrifað borgarstjóra og landlækni bréf og gert þeim grein fyrir að enginn hjúkrunarfræðingur hafi fengist til að sinna sumarafleysingum og því hafi annars árs læknanemi verið fenginn til starfa. Á tímabilum hafi enginn hjúkrunarfræðingur verið að störfum á heimilinu sem er bæði dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Forsvarsmenn velferðar- sviðs Reykjavíkurborgar deildu áhyggjum sínum af stöðunni og ítrekuðu að erfiðlega gengi að fá fólk í svo illa launuð störf sem hjúkrun við aldraða. „Sauð á mér eftir svar forstöðu- konunnar“ Katrín Ósk Jóhannsdóttir, barna- barn Judithar, hefur sjálf unnið um tíma á Seljahlíð og ákvað því að ganga á forstöðukonuna og inna eftir svörum. Hún segist orðlaus yfir viðbrögðum sem hún fékk. „Þetta atvik kom flatt upp á okkur. Amma hefur ekki áður þurft á slíkri hjálp að halda og segir sjálf að sér líði vel þarna, þó auðvitað séu hlutir sem mættu betur fara. Ég ákvað að spyrja forstöðukonu Selja- hlíðar um hversvegna það gat gerst í þjónustuíbúð að amma fengi ekki hjálp í neyðartilviki fyrr en einni og hálfri klukkustund eftir að hún fyrst kallaði á hjálp. Forstöðukonan glotti við mér og ég fékk þau svör að það væri ekkert við þessu að gera. Hún sagðist ekki vita hversvegna ekkert heyrðist í dyrabjöllunni. Nú væri þetta búið og gert og ekkert við því að gera. Ég fékk engin svör frá henni og það sauð á mér að fá þessi viðbrögð. Ég óskaði því eftir að fá að tala við næturvaktarstarfs- mennina í eigin persónu, í von um að geta fengið einhverjar skýringar. Forstöðukonan greindi mér frá því að starfsmennirnir ynnu bara á næturvöktum og myndu aldrei gera sér sérstaka ferð að heimilinu til að ræða þetta mál. Hún sagði að mögulega gæti hún sent okkur nótu um málið.“ Katrín segir nauðsynlegt að vekja athygli á þessu og að svarað sé fyrir það þegar upp koma mistök af þessu tagi. „Því hvað ef þetta hefði farið verr? Ef þetta hefði verið upp á líf og dauða? Dugar að segja að þetta sé bara búið og gert?“ Velferð Allir öryggisventlar brugðust þegar Judith fékk blóðtappa Enginn heyrði neyðarkallið Í Seljahlíð í Breiðholti búa 72 íbúar en aðeins tvær konur eru á næturvakt. Erfiðlega hefur gengið að manna heimilið. Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðukona á Seljahlíð, telur að Judith hafi alls ekki hringt á hjálp úr herbergi sínu. Þær upp- lýsingar hafi hún frá næturvaktinni. Skýringar forstöðukonunnar eru í algjörri andstöðu við frásagnir Judithar og fjölskyldu hennar sem Frétta- tíminn hefur rætt við. „Þetta er auðvitað alveg aga- legt. Þetta er leiðindaatvik sem ekki er hægt að leið- rétta, þetta átti sér stað og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Margrét. „Atvikið gerist aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Ég fékk starfsmann frá Securitas til að fara yfir málið daginn eftir og hann komst að því að símar næturvaktarinnar hafi verið stilltir hljóð- lausir. Þessvegna heyrðu þeir ekki í símtölum sem streymdu inn frá lögreglu og aðstandendum. Það eru auðvitað ófyrirgefanleg mistök.“ Aðspurð um hversvegna hún efist um að Judith hafi hringt úr herbergi sínu á hjálp, segir Margrét: „Já, hún telur sig hafa hringt en hún gerði það ekki. Ég fékk þær upplýsingar frá næturvaktinni. En hún upplifir þarna ákveðna bið. Á hæðunum okkar eru vaktstöðv- ar og þær taka allar hringingar og þær fara ekkert af fyrr en búið er að svara. Ef hún hefði hringt þá hefði verið svarað. Það er ekki hægt að hunsa kerfið.“ Skilurðu reiði aðstandenda hennar yfir atvikinu? „Vissulega og við erum að fara yfir stöðuna eftir þetta. Við höfum bætt við símanúmerinu mínu við dyr hússins ef upp koma atvik að næturlagi og ein- hver þurfi að komast inn í húsið. Við höfum ekki lent í þessu áður.“ Judith segist ekki í nokkrum vafa um að hún hafi ítrekað hringt á næturvaktina. „Ég hringdi og hringdi í meira en klukkutíma en það kom enginn til mín.“ | þt Judith Júlíusdóttir er enn að jafna sig eftir blóðtappann. Katrín Ósk Jóhanns- dóttir, barnabarn Judithar, furðar sig á svörum forstöðukonu Seljahlíðar við atvikinu. 8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.