Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 24

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 24
Þrátt fyrir að sögur af raunum fólks á leigumarkaði og fjölskyldum á hrakhólum verði sífellt algengari virðast engar lausnir vera í sjónmáli. Samt er erf- iður leigumarkaður engin nýlunda í Reykjavík, líkt og saga viðmælanda okkar, Helgu Rakelar, minnir á. Leigumarkaðurinn í Reykjavík hefur alltaf verið erfiður, þó hann hafi sjaldan verið jafn slæmur og í dag. Líkt grafið hér fyrir neðan sýnir þá hafa leigjendur komið mun verr út Hruninu en þeir sem áttu eigið hús- næði. Því þrátt fyrir að ofuráhersla hafi verið á stökkbreytingu lána og lækkun eiginfjár húseigenda í kjöl- far Hrunsins hefur almenn kjara- skerðing og síðar hækkun húsleigu haft mun verri áhrif afkomu leigj- enda en hækkun skulda hafði á húseigendur. Ásta Hafberg, stjórn- armeðlimur Samtaka leigjenda á Ís- landi, segir ástandið vera hreint út sagt glatað. Sjaldan hafi verið jafn erfitt að eignast eigið húsnæði þar sem krafa um eigið fé sé strangari en áður, stór hópur fólks hafi misst húsnæði í Hruninu og margir van- treysti kerfinu. „Í dag horfum við upp á það að það er ekkert öruggt húsnæðiskerfi fyrir lágtekju- og millitekjufólk á Íslandi. Staða leigj- enda á Íslandi hefur alltaf verið slæm en frá því að verkamannabú- staðakerfið, sem var eina örugga húsnæðiskerfið á Íslandi, var lagt af árið 1999 á stór hópur fólks ekki nokkurn tíma eftir að eignast öruggt húsnæði. Við berum okkur saman við Norðurlöndin í flestum efnum en stjórnvöld virðast ekki hafa neinn áhuga á að skapa hér örugga búsetu með til að mynda kaupleigukerfum, búseturétti eða almennum leigufélögum, eins og hafa verið lengi við líði þar.“ Viðmælendur Fréttatímans eru allir sammála um að þrátt fyrir að það reynist illmögulegt að ráða við fokdýrt leiguverðið þá sé það óör- yggið og óvissan á markaðinum sem sé verst, ekki síst fyrir barnafólk. Uppsagnarfrestir með stuttum fyr- irvara og stuttir leigusamningar séu ekki til þess gerðir að skapa örugga búsetu. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SUMAR SMELLIR STÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM HEITUSTU GRÆJUNUM! 48” SNJALLSJÓNVARP 119.990 4K SALORA 4KULTRA HD 3840x2160SNJALLARA SJÓNVARP MEÐ INNBYGGÐU 4K NETFLIX NÝ SENDIN G VAR AÐ LENDA ! ÞRÁÐLAUS HÁTALARI 9.900 DIXXO 5 ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 14.900 LED LÝSINGEINSTAKLEGA FLOTT SÉRSTILLANLEG 360 GRÁÐU LED LÝSING. 7” SPJALDTÖLVA SILICON BUMPER VARNARHLÍF 14.990 747 ROCK100 HEYRNARTÓL FYLGJA Guðmundur H. Helgason og fjölskylda hans hafa búið að tveimur stöðum frá því þau fluttu frá Akureyri fyrir tveimur árum Leigumarkaðurinn Leiga hefur hækkað langt umfram verðlag Óvissan og óöryggið verst Á meðan leiguverð hækkar og framboð af leiguíbúðum minnkar er aðstoð við leigjendur lítil sem engin. Á sama tíma fjölgar ferðamönnum sem keppa við borgarbúa um gistingu og byggingakranar verktakanna reisa fleiri hótel en heimili. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ekki forsvaranlegt að kaupa Guðmundur leigir 110 fermetra íbúð í Úlfarsárdal fyrir 240.000 krónur á mánuði og þakkar fyrir að hafa skrifað undir 3 ára samning. 25 20 15 10 5 0 2004 2014 Leigjandi á almennum markaði Húsnæðiseigandi með lán Húsnæðiseigandi, skuldlaust 6,4% 5,4% 11,3% 6,1% 12,2% 18,7% Hlutfall heimila sem greiddu meira en 40 prósent ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Heimild: Hagstofa Íslands Leigjendur fóru verst út úr Hruninu Þrátt fyrir að ofuráhersla hafi verið á stökkbreytingu lána og lækkun eiginfjár húseigenda í kjölfar Hrunsins hafði almenn kjaraskerðing og síðar hækkun húsaleigu mun verri áhrif afkomu leigjenda en hækkun skulda hafði á húseigendur. Á grafinu sést að Hrunið fjölgaði ekki þeim íbúðareigendum í skuld- lausri eign, sem bjuggu við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Áhrif almennr- ar kjaraskerðingar sést ekki frá þessum sjónarhóli. Og heldur ekki hjá þeim íbúðareigendum sem bjuggu í skuldsettri eign. Ástæður þess eru margþættar. Sumir misstu húsnæðið og færðust yfir í hóp leigjenda, aðrir nutu margvíslegra aðgerða sem fólust í frestun greiðslna af lánum, skuldaniðurfærsla vegna ólögmætis erlendra lána lækkaði greiðslubyrði, vaxtabætur voru stórhækkaðar og svo framvegis. Aðstoð við leigjendur var hins vegar lítil sem engin. Kjaraskerðingin hafði mikil áhrif á hópinn, enda eru leigjendur almennt tekjulægri en íbúðareigendur, og síðan hefur húsaleiga hækkað umfram laun og verð- lag á síðustu árum. |gse Guðmundur hefur búið með konu sinni og dóttur í tveimur leigu- íbúðum í Reykjavík frá því að fjöl- skyldan flutti frá Akureyri fyrir tveimur árum. „Það var nú aðeins auðveldara að finna leiguhúsnæði fyrir norðan en þegar við fluttum suður blasti allt annar raunveru- leiki við okkur. Eftir mikla leit fundum við íbúð í Grafarholti og vorum þar í tvö ár, þar til eigend- urnir skildu og ákváðu að selja. Við vildum ekki fara langt svo dóttir okkar gæti haldið áfram í skólanum og fundum þá þessa íbúð hjá Almenna leigufélaginu. Þetta er góð íbúð en alveg fokdýr því við borgum 240.000 krónur fyrir 110 fermetra. Það góða er að við skrifuðum upp á þriggja ára samning svo við vitum hvar við verðum næstu árin.“ Guðmundur býst ekki við að kaupa íbúð þrátt fyrir óöryggið á leigumarkaðinum. „Ég tel ekki forsvaranlegt að kaupa eins og ástandið er í þessu landi, miðað við vextina á lánunum er hagstæð- ara að leigja. Ég myndi kannski helst gera kaupleigusamning um búsetu-íbúð því þar lendir skellurinn á leigufélaginu ef eitt- hvað gerist. En það verður að gera eitthvað í húsnæðismálum, það er nauðsynlegt að bæta framboðið og fjölga lausnum á leigumarkaði svo fólk hafi tryggt aðgengi að íbúð.“ | hh Mynd | Hari 24 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.