Fréttatíminn - 29.04.2016, Síða 38
Páll Ingólfur Árnason var
98 kíló fyrir 10 mánuðum og
talsvert verr á sig kominn en
hann hélt
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
gudrunveiga@frettatiminn.is
Páll Ingólfur Árnason, múrara-
meistari og verkefnisstjóri hjá um-
hverfis- og skipulagssviði Reykja-
víkur, hefur alltaf verið mikið
gefinn fyrir útivist en fór að stunda
göngur og fjallgöngur markvisst
fyrir tæplega ellefu mánuðum. „Ég
hef alltaf hreyft mig mikið og taldi
mig vera í nokkuð góðu formi, en
svo kom nú annað á daginn þegar
ég fór til læknis í maí á síðasta ári.“
Páll greindist með óvirkan
skjaldkirtil fyrir sjö árum og alls-
kyns kvilla í kjölfarið, þar á meðal
sykursýki 2. „Ég breytti sáralitlu
hjá mér á þessum tíma, hélt bara
áfram að lifa eins og hver annar
maður, passaði ekkert sérstaklega
upp á sykurinn eða neitt slíkt,“
segir Páll sem fékk þau tíðindi í
fyrra að ef hann gerði ekki eitt-
hvað í sínum málum væri stutt í að
hann þyrfti að fara að sprauta sig
vegna sykursýkinnar.
„Ég er mjög þrjóskur maður og
ákvað strax að taka þetta föstum
tökum. Ég leitaði ráða hjá læknum
og öðrum sem glímt höfðu við
þessa tegund af sykursýki og voru
allir sammála um að hreyfing væri
besta meðalið. Það get ég svo al-
deilis tekið undir,“ segir Páll sem í
dag er laus við sykursýkina.
Páll Ingólfur gengur 2-3 í viku.
Einu sinni í viku fer hann með
hópi sínum Fjallagarpar og gyðjur
sem hægt er að finna á Facebook.
Eins gengur hann vikulega með
hópi sem er undir handleiðslu
Einars Skúlasonar og kallast Vesen
og vergangur.
„Fyrir tíu mánuðum var ég 98
kíló, í dag er ég 73 kíló. Ég hafði
það val að fara að sprauta mig með
insúlíni eða taka tilveruna föstum
tökum, “ segir Páll sem breytti
mataræðinu samhliða aukinni
hreyfingu. „Þetta kostar auðvitað
sjálfsaga en það er svo sannarlega
þess virði. Ég fæ mér nú stundum
nammi enda allt gott í hófi.“
Það er nóg framundan hjá Páli
sem æfir nú af kappi fyrir hæsta
tind Íslands. „Þessa stundina er ég
að æfa mig fyrir göngu á Hvanna-
dalshnúk en ég stefni á að ganga
hann, ásamt fleirum, þann 14. maí
næstkomandi.“
5 góð ráð Páls fyrir gönguferðir
1. Góða skapið er nauðsynlegt að hafa með í hvers kyns útvist. „Það
eru reyndar alltaf allir í góðu skapi þegar þeir stunda skemmtilega
útivist. Ég hef engan fýlupúka hitt á fjöllum,“ segir Páll og hlær.
2. Góðir skór til þess að ganga á, þú ferð ekki á fjöll án þess að vera í
góðum skóm. Skóbúnaður er alveg númer eitt, tvö og þrjú.
3. Gott nesti er nauðsynlegt í lengri ferðir. „Sjálfur tek ég með mér
Snickers, rúsínur og hnetur. Og auðvitað nóg af vatni. Margir taka
með sér flatkökur og eins er vinsælt að hafa með sér slátur. Það
verður öllum heitt sem fá sér slátur, þannig að það er mjög gott að
hafa það í nestispokanum,“ segir Páll.
4. Það borgar sig vera vel undirbúinn fyrir hverja árstíð og eiga til dæm-
is góða göngubrodda fyrir veturinn og góða göngustafi sem hægt er
að nota allan ársins hring, fyrir þá sem kjósa það. Einnig skaltu alltaf
hafa regnfatnað meðferðis. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og
þess vegna er mikilvægt að vera við öllu búinn.
5. Síðast en ekki síst mælir Páll með því að göngugarpar hafi þrúgusyk-
ur í bakpokanum sínum. „Það geta allir lent í því að verða orkulausir,
þá hjálpar þrúgusykurinn alveg ótrúlega.“
Dr. Shubanghee ayurvedískur læknir
mun kenna hér á Íslandi
Sigrast á stressi og streitu með Ayurveda og jóga.
Staður: Jógasetrið, fimmtudagurinn 5. maí,
kl. 13:00 - 18.00
Verð: 8.900 kr.
Ayurveda, þyngdaraukning og offita
Staður: Jurtaapótekið, laugardagurinn 7. maí,
kl. 14:15 - 17:15
Verð: 6.500 kr
Ayurveda og augun
Staður: Jurtaapótekið, 9. maí,
kl. 18:30 - 21:30
Verð: 6.500 kr.
Einnig einkatímar lausir 9. og 10. maí verð 12.000 kr
Jurtaapótek | Skipholt 33 | sími 552 1103
facebook.com/jurtaapotek
Gekk af sér sykursýkina
Mynd | Hari Páll Ingólfur Árnason æfir nú af kappi fyrir hæsta tind Íslands.
Páll Ingólfur Árnason fór
að stunda fjallgöngur og
göngur markvisst fyrir
tæplega 11 mánuðum.
Útivist
Allir fá að prófa kajak
Þeir sem hafa hug á að prófa
kajakróður geta látið slag
standa sér að kostnaðarlausu
„Áhuginn á sportinu er alltaf að
aukast en nú er hægt að fá miklu
fjölbreyttari báta en áður og þú
velur þér bara erfiðleikastig. Það er
vel hægt að finna eitthvað við allra
hæfi. Hægt er að róa kajak sér til
ánægju og yndisauka, svo er aftur
á móti hægt að stunda þetta sem
íþrótt og þá ertu kominn svolítið
á annan stað, orðinn sjálfbjarga og
farinn að elta uppi öldurnar og læt-
in,“ segir Eymundur Ingimundar-
son, meðlimur í Kayakklúbbnum,
sem stofnaður var árið 1981.
Kayakklúbburinn á báta sem allir
geta komið og fengið að prófa. Einu
sinni í viku eru svokallaðir félags-
róðrar og þá er kjörið tækifæri fyrir
þá sem hafa hug á að prófa kajak-
róður að láta slag standa. „Fólk
getur komið og fengið lánaðan bát,
þær græjur sem til þarf og prófað og
verið með. Þá er aldrei farið hraðar
en sá sem er hægastur. Það kostar
ekkert að koma og prófa og hver
veit nema að þú fáir delluna.“
Vorhátíð Kayakklúbbsins verður
haldin við aðstöðu klúbbsins í Geld-
inganesi laugardaginn 7. maí. Nán-
ari upplýsingar má finna á heima-
síðunni, kayakklubburinn.is. | gvg
Mynd | Hari Kayakklúbburinn var stofnaður árið 1981.
38 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016