Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 42
Unnið í samstarfi við
Ferðafélag Íslands
Morgungöngur Ferðafélags Íslands hafa verið árlega á dagskrá síðastliðin tólf ár. Að þessu sinni verður
brugðið út af venjunni og stað þess
að ganga á fjöll verður nú gengið í
fjörunni allt frá Leirvogi í Mosfells-
sveit til Kópavogs. Gengið er klukkan
sex alla morgna 9.–13.maí og er þátt-
taka ókeypis og allir velkomnir.
Páll Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri FÍ, er fararstjóri í morgun-
göngunum. „Þegar við byrjuðum
á þessu verkefni fyrir tólf árum þá
mættu fimm manns í fyrstu morgun-
gönguna. Þeim fjölgaði þó jafnt og
þétt og nú eru um 500 manns sem
taka þátt í þessum gönguferðum sem
eru fimm daga í röð eina viku í maí.
Við förum að þessu sinni niður í fjöru
og upplifum kyrrðina og fegurðina í
fjöruborðinu við undirspil sjávarins.
Við munum auk þess bregða á leik
og fjaran er tilvalinn leikvöllur fyrir
morgunhressa göngugarpa,“ segir Páll.
Hver ganga tekur um tvær klukku-
stundir og er gengið í fjörunni frá
upphafsstað en til baka eftir göngu-
stígum ofan við fjöruna og aftur að
bílunum. „Það má finna dagskrá
morgungangnanna á heimasíðu FÍ
og fylgjast með á Facebook,“ segir
Páll. Morgungöngurnar eru góð upp-
hitun fyrir gönguferðir sumarsins og
einnig góð byrjun á hverjum degi að
fylla lungun af fersku sjávarlofti.
Örgöngur í Mosfellsbæ
Örgöngur Ferðafélagsins hafa verið
á dagskrá mörg undanfarin ár og er
þá gengið í þéttbýlinu með leiðsögn
heimamanna og boðið upp á fróð-
leik um eitt og annað á viðkomandi
svæði. Að þessu sinni verða örgöng-
urnar allar í Mosfellssveit og gengið
á þremur mánudögum klukkan 19.
Fararstjóri í þessum ferðum verður
Bjarki Bjarnason.
Fjallaskíðaveisla á Siglufirði
Ferðafélag Íslands hefur boðið upp
á fjallaskíðaferðir í vetur sem notið
hafa mikilla vinsælda. Hápunkturinn
í þessu verkefni er þátttaka í fjalla-
skíðamóti á Siglufirði sem haldið
verður helgina 6. – 8. maí. Þeir
Tómas Guðbjartsson og Helgi Jó-
hannesson hafa leitt þetta verkefni
fyrir FÍ og hafa þátttakendur fengið
gríðarlega góða og fallega daga á
fjöllum.
Fjölbreyttar ferðir í boði
Ferðaáætlun FÍ kom út í byrjun árs
og í áætluninni má finna fyrir 200
ferðir; fjölbreyttar ferðir þar sem
allir ættu að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi. „Það eru ferðir af öllum
stærðum og gerðum, dagsferðir,
kvöldferðir og lengri ferðir, allt frá
göngustígum í þéttbýli og upp á
hæstu tinda landsins og allt þar á
milli. Þátttakan er góð, fjölmargar
ferðir orðnar fullbókaðar og margir
á leiðina í góða gönguferð í sumar,“
segir Páll Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri FÍ.
Morgungöngur Ferðafélags Íslands að hefjast í
þrettánda sinn og fjölbreytt dagskrá hjá
félaginu í allt sumar
Kynningar | Útivist AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Nokkrar hressar
í morgungöngu
Ferðafélags Ís-
lands vorið 2015.
Morgungöng-
urnar hafa notið
mikilla vinsælda
og taka um 500
manns þátt
hverju sinni.
Nú er bara að stilla vekjaraklukkuna
Bergdís Ýr fékk fjallgöngu-
bakteríuna fyrir fjórum
árum og gengur á fjöll allan
ársins hring
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
gudrunveiga@frettatiminn.is
Bergdís Ýr Guðmunds-dóttir, félagsráðgjafi hjá Barnaverndar-nefnd Kópavogs, fékk fjallgöngubakteríuna í upphafi ársins 2012 og
hefur vart stoppað síðan. „Ég gekk
alltaf á eitt og eitt fjall fyrir austan á
sumrin þegar ég var yngri en áhug-
inn kviknaði fyrir alvöru í kringum
áramótin 2011-2012, þá fór ég að fara
á fjöll ásamt vinkonu minni,“ segir
Bergdís Ýr sem er fædd og uppalin á
Fáskrúðsfirði. „Eða telst það ekki al-
vöru áhugi þegar þú vilt frekar eyða
peningum í gönguskó en hælaskó?“
Bergdís Ýr gengur á fjöll að
minnsta kosti fjórum sinnum í mán-
uði yfir veturinn. „Ég geng allan
ársins hring en þó meira á sumrin.
Fjöllin eru auðvitað aðgengilegri á
þeim tíma og veðrið betra. Síðasta
sumar var ég til dæmis alveg rosa-
lega öflug og fór 3-4 sinnum í viku,“
segir Bergdís Ýr sem á erfitt með að
lýsa því hversu mikið göngurnar
gefa henni.
„Auðvitað er alltaf gott að hreyfa
sig og andlega eru fjallgöngur alveg
ótrúlega nærandi. Það er einfald-
lega eitthvað óútskýranlegt sem
náttúran gefur mér, svona á móti
vinnunni og daglegu amstri. Að
ganga í vondu veðri eða góðu veðri
og prófa að takast á við náttúruöflin
sem þú ræður ekkert yfir er alveg
ólýsanlegt. Svo ekki sé minnst á
félagsskapinn sem fylgir þessu
sporti.“
Bergdís Ýr byrjaði árið 2012 í fjall-
gönguhópi hjá Útivist en hefur nú
gengið með hóp frá Íslenskum fjalla-
leiðsögumönnum í eitt og hálft ár.
„Þú lærir ótrúlega mikið á því að
vera í góðum hópi og mæli ég með
því við alla sem hafa hug á því að
fara stunda fjallgöngur að skrá sig
í gönguhóp. Það er svo drífandi að
vera hluti af hópi og þess vegna
mjög gott að byrja á því að skrá sig
í einn slíkan.“
Framundan hjá Bergdísi eru tvær
krefjandi göngur. „Ég er að fara í
fjögurra daga göngu í Núpsstaða-
skóg, um skóginn og upp á jökul.
Svo ætla ég á Örninn hjá Grundar-
firði sem er mjög spennandi ganga.
Þetta eru tvær ólíkar göngur sem ég
er mjög spennt fyrir,“ segir Bergdís.
Eitthvað óútskýranlegt
sem náttúran gefur mér
Bergdís Ýr gengur á fjöll
allan ársins hring.
„Að ganga í vondu
veðri eða góðu veðri
og prófa að takast á
við náttúruöflin sem
þú ræður ekkert yfir
er alveg ólýsanlegt. “
Bergdís Ýr fékk fjallgöngubakteríuna í
upphafi árs 2012.
HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ DREIFING@FRETTATIMINN.IS
FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?
42 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016