Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 42
Unnið í samstarfi við Ferðafélag Íslands Morgungöngur Ferðafélags Íslands hafa verið árlega á dagskrá síðastliðin tólf ár. Að þessu sinni verður brugðið út af venjunni og stað þess að ganga á fjöll verður nú gengið í fjörunni allt frá Leirvogi í Mosfells- sveit til Kópavogs. Gengið er klukkan sex alla morgna 9.–13.maí og er þátt- taka ókeypis og allir velkomnir. Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri FÍ, er fararstjóri í morgun- göngunum. „Þegar við byrjuðum á þessu verkefni fyrir tólf árum þá mættu fimm manns í fyrstu morgun- gönguna. Þeim fjölgaði þó jafnt og þétt og nú eru um 500 manns sem taka þátt í þessum gönguferðum sem eru fimm daga í röð eina viku í maí. Við förum að þessu sinni niður í fjöru og upplifum kyrrðina og fegurðina í fjöruborðinu við undirspil sjávarins. Við munum auk þess bregða á leik og fjaran er tilvalinn leikvöllur fyrir morgunhressa göngugarpa,“ segir Páll. Hver ganga tekur um tvær klukku- stundir og er gengið í fjörunni frá upphafsstað en til baka eftir göngu- stígum ofan við fjöruna og aftur að bílunum. „Það má finna dagskrá morgungangnanna á heimasíðu FÍ og fylgjast með á Facebook,“ segir Páll. Morgungöngurnar eru góð upp- hitun fyrir gönguferðir sumarsins og einnig góð byrjun á hverjum degi að fylla lungun af fersku sjávarlofti. Örgöngur í Mosfellsbæ Örgöngur Ferðafélagsins hafa verið á dagskrá mörg undanfarin ár og er þá gengið í þéttbýlinu með leiðsögn heimamanna og boðið upp á fróð- leik um eitt og annað á viðkomandi svæði. Að þessu sinni verða örgöng- urnar allar í Mosfellssveit og gengið á þremur mánudögum klukkan 19. Fararstjóri í þessum ferðum verður Bjarki Bjarnason. Fjallaskíðaveisla á Siglufirði Ferðafélag Íslands hefur boðið upp á fjallaskíðaferðir í vetur sem notið hafa mikilla vinsælda. Hápunkturinn í þessu verkefni er þátttaka í fjalla- skíðamóti á Siglufirði sem haldið verður helgina 6. – 8. maí. Þeir Tómas Guðbjartsson og Helgi Jó- hannesson hafa leitt þetta verkefni fyrir FÍ og hafa þátttakendur fengið gríðarlega góða og fallega daga á fjöllum. Fjölbreyttar ferðir í boði Ferðaáætlun FÍ kom út í byrjun árs og í áætluninni má finna fyrir 200 ferðir; fjölbreyttar ferðir þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Það eru ferðir af öllum stærðum og gerðum, dagsferðir, kvöldferðir og lengri ferðir, allt frá göngustígum í þéttbýli og upp á hæstu tinda landsins og allt þar á milli. Þátttakan er góð, fjölmargar ferðir orðnar fullbókaðar og margir á leiðina í góða gönguferð í sumar,“ segir Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri FÍ. Morgungöngur Ferðafélags Íslands að hefjast í þrettánda sinn og fjölbreytt dagskrá hjá félaginu í allt sumar Kynningar | Útivist AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Nokkrar hressar í morgungöngu Ferðafélags Ís- lands vorið 2015. Morgungöng- urnar hafa notið mikilla vinsælda og taka um 500 manns þátt hverju sinni. Nú er bara að stilla vekjaraklukkuna Bergdís Ýr fékk fjallgöngu- bakteríuna fyrir fjórum árum og gengur á fjöll allan ársins hring Guðrún Veiga Guðmundsdóttir gudrunveiga@frettatiminn.is Bergdís Ýr Guðmunds-dóttir, félagsráðgjafi hjá Barnaverndar-nefnd Kópavogs, fékk fjallgöngubakteríuna í upphafi ársins 2012 og hefur vart stoppað síðan. „Ég gekk alltaf á eitt og eitt fjall fyrir austan á sumrin þegar ég var yngri en áhug- inn kviknaði fyrir alvöru í kringum áramótin 2011-2012, þá fór ég að fara á fjöll ásamt vinkonu minni,“ segir Bergdís Ýr sem er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði. „Eða telst það ekki al- vöru áhugi þegar þú vilt frekar eyða peningum í gönguskó en hælaskó?“ Bergdís Ýr gengur á fjöll að minnsta kosti fjórum sinnum í mán- uði yfir veturinn. „Ég geng allan ársins hring en þó meira á sumrin. Fjöllin eru auðvitað aðgengilegri á þeim tíma og veðrið betra. Síðasta sumar var ég til dæmis alveg rosa- lega öflug og fór 3-4 sinnum í viku,“ segir Bergdís Ýr sem á erfitt með að lýsa því hversu mikið göngurnar gefa henni. „Auðvitað er alltaf gott að hreyfa sig og andlega eru fjallgöngur alveg ótrúlega nærandi. Það er einfald- lega eitthvað óútskýranlegt sem náttúran gefur mér, svona á móti vinnunni og daglegu amstri. Að ganga í vondu veðri eða góðu veðri og prófa að takast á við náttúruöflin sem þú ræður ekkert yfir er alveg ólýsanlegt. Svo ekki sé minnst á félagsskapinn sem fylgir þessu sporti.“ Bergdís Ýr byrjaði árið 2012 í fjall- gönguhópi hjá Útivist en hefur nú gengið með hóp frá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum í eitt og hálft ár. „Þú lærir ótrúlega mikið á því að vera í góðum hópi og mæli ég með því við alla sem hafa hug á því að fara stunda fjallgöngur að skrá sig í gönguhóp. Það er svo drífandi að vera hluti af hópi og þess vegna mjög gott að byrja á því að skrá sig í einn slíkan.“ Framundan hjá Bergdísi eru tvær krefjandi göngur. „Ég er að fara í fjögurra daga göngu í Núpsstaða- skóg, um skóginn og upp á jökul. Svo ætla ég á Örninn hjá Grundar- firði sem er mjög spennandi ganga. Þetta eru tvær ólíkar göngur sem ég er mjög spennt fyrir,“ segir Bergdís. Eitthvað óútskýranlegt sem náttúran gefur mér Bergdís Ýr gengur á fjöll allan ársins hring. „Að ganga í vondu veðri eða góðu veðri og prófa að takast á við náttúruöflin sem þú ræður ekkert yfir er alveg ólýsanlegt. “ Bergdís Ýr fékk fjallgöngubakteríuna í upphafi árs 2012. HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIРDREIFING@FRETTATIMINN.IS FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG? 42 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.