Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 58

Fréttatíminn - 29.04.2016, Page 58
2016 Ungbarnamataræðið Í mörg ár höfum við verið að hugsa um okkur sjálf, hvaða kúr á ég að prófa. Nýjasta æðið virðist vera heilsufæði ungbarna. Barnamatur matreiddur frá grunni, með uppskriftum frá mömmum. Þessi hlýtur að virka, enda hefur enginn séð feitt ungbarn. 2015 Glútenlaust mataræði Glúteinát varð reykingar 21. aldar. Ráðlagður skammtur af korn- meti var áður 1/3 af disknum í fæðuhringnum. Frábærar fréttir fyrir það eina prósent mannkyns sem þjást af glútenofnæmi, enda hefur matarúrval í stórmörkuðum fyrir þá einstaklinga aukist verulega í kjölfar hins bráðsmitandi glútenóþols. 2014 Paleo / Hellisbúamataræði Paleo mataræðið hefur verið vinsælt síðustu ár og eru veitinga- staðir farnir að bjóða upp á sérstaka paleo rétti. Mataræðið byggist á því að borða eingöngu það sem forfeður okkar, hellisbúarnir, átu. Engar unnar matvörur, mjólkurvörur, áfengi eða sterkja. Miðað er við grænmeti, ávexti, fisk, kjöt og hnetur sem uppistöðu. 2014 5:2 mataræðið Kúrinn byggist á því að plata líkamann í að upplifa hungurs- neyð og notar líkaminn þá orku úr fitubirgðunum. Borðað er venjulega 5 daga vikunnar en kaloríuinntaka lækkuð niður í 25% tvo daga vikunnar. Fín leið til að svelta sig en láta það hljóma heilsusamlega. 2013 Lágkolvetna mataræði Vopnið svokallaða í baráttunni við offitu. Kolvetni eru tekin úr fæðunni og spelthveiti varð vinsælt. Spelt hrísgrjón, brauð og pasta. Sjálfstætt framhald þess þegar það var í tísku að borða enga fitu, öll kolvetni eru tekin úr fæðunni. 2012 Hráfæði Upp úr 2010 átti hráfæði hug heilsusérfræðinga. Mataræðið byggist á því að borða einungis hrátt grænmeti, hráa ávexti, fræ, hnetur og sjávarþara. Ekki má hita matinn upp fyrir 48°C til að viðhalda ensímum í matnum. 2011 Olíur og vítamín Mataræði með þá hugsjón að viðhalda heilsu með réttum vítamínum, olíum, steinefnum og grænum djúsum. Tilgangurinn er að yngja upp líkamann. 2009 Safakúrar Við munum vart tímana fyrir Booztbarinn, Lemon og Joe and the Juice. Það er hinsvegar ekki langt síðan safar og hristingar urðu vinsælir. Svokallaðir safakúrar byggjast á því að hreinsa líkamann með því drekka einungis safa í visst langan tíma. Þessi er gerður til að þjást. 2008 Þjóðarkúrar Árið 2008 komst í tísku að aðhyllast matarmenningu annarra þjóðar í von um þyngdartap. „Franskar konur fitna ekki“, „Japanskar konur eru hraustar“ og „Manhattan kúrinn“. Íslenski kúrinn hefur þó ekki náð sömu vinsældum, enda eru Íslendingar feitasta þjóð Evrópu. 2003 Atkins kúrinn Kúrinn er upphafið að lágkolvetna lífsstílnum. Magn kolvetna í fæðunni má aldrei vera meira en 20 gr. á dag (svipað og ein heilhveitibrauðsneið). Fæðið samanstendur mest af fitu (60%), próteinum (37%) og kolvetni (3%). Mataræðið náði vinsældum hérlendis upp úr 2000. Flestir sem tóku þátt í Atkins-æðinu birgðu sig upp af steikum í frystinn, örlítill frummannakeimur. 2000 Herbalife Móðir safakúrsins er Herbalife kúrinn. Þá var mælt með tveimur Herbalife hristingum á dag og hefðbundnum kvöld- mat. Þrátt fyrir afhjúpanir í píramídasvindli Herbalife virðist það halda sínu striki og nýtur vinsælda hérlendis. Íslendingar og heilsuæði Á hverju ári fæðist nýtt heilsuæði. Fita er inni, fita er úti, borðaðu oft eða borðaðu sjaldan. Forvitnilegt er að stikla á stóru og rýna í bókaútgáfur til þess að sjá hvenær visst mataræði náði vinsældum. 5:2 Líkaminn er plataður í að upplifa hungur Ungi tónlistarmað- urinn Aron Can er á allra vörum þessa dagana. Hann ruddist inn á tónlistarsenuna með látum þegar hann gaf út lögin Þekkir stráginn og Enginn mórall. Í viðtali í Frétta- tímanum fyrir skemmstu ræddi Aron ásamt framleiðendunum, Ar- oni Rafni og Jón Bjarna, tilvonandi plötu kappans og vaxandi vinsæld- ir. Síðan hefur þríeykið setið sveitt í stúdíóinu og lagt lokahönd á verkið. Á laugardaginn á Prik- inu verður hlust- unarpartí á hans fyrstu útgáfu. „Ég er svo heppinn að fá að frumsýna mitt fyrsta myndband og frumflytja 8 laga út- gáfuna Þekkir stráginn á Prikinu,“ segir Aron Can. „Útgáfan kláraðist í fyrradag en við ætlum að spara eitt lag fyrir sumarið. Gefa fólki góðan sumarsmell, það veður allt að frétta í sumar.“ Kanadíski rapparinn Drake gef- ur út plötuna VIEWS í dag, en titl- inum var breytt úr Views from the 6. Platan skartar 20 lögum, nokkur þeirra eru þegar komin í spilun líkt og Hotline Bling, One Dance með Wizkid og Kyla og Pop Style með Kanye West og Jay Z. Ekki náðist í Drake fyrir umfjöllunina. Úr rappheimum: Aron Can og Drake taka helgina Þekkir stráginn lagalisti: 1. Intro-(daglega) 2. Þekkir stráginn 3. Enginn mórall 4. Grunaður 5. Rúllupp 6. 2016 7. Tíu 8. Outro-(Plís talaðu) 58 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016 SVÍNSLEGA GOTT Í HÁDEGINU, Á KVÖLDIN OG BARA ALLAN DAGINN GASTROPUB SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is Kokteilar, bjór á krana og léttvín í glös um – á hálfvirð i! HAPPY HOU R ALLA DAGA 15–18 DJÚSÍ BORGARI úr sérvaldri rumbsteik og „short ribs“, í bjór-brioche brauði með rauðlaukssultu, Búra, trušu-mayo og vöšufrönskum ... ... SVÍNVIRKAR HREINN SÚKKULAÐIUNAÐUR Ylvolg djöflakaka með mjúku kremi, vanilluís og rjóma ... ... DJÖFULLEGA GÓÐ!

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.