Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 29.04.2016, Blaðsíða 60
Götudansarinn Natasha Monay Royal er stödd í lyftunni hans Spessa, ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugar- nesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir hún frá þeirri hæð að skilja eftir sig arfleifð götu- dansara á Íslandi. Natasha kom til Íslands fyrir 18 árum og var fengin til þess að kenna götudans í Kramhúsinu. Á þeim tíma var enginn að stunda götudans á Íslandi og fáir sem þekktu til iðjunnar. Þegar Natasha hóf kennslu var eingöngu sam- kvæmisdans í boði í Kramhúsinu. Á eigin spýtur kynnti hún Íslend- ingum nýjan heim. „Það hefur verið stöðug hæð að fylgjast með senunni blómstra ár frá ári. Þau sem kenna hip-hop, breik, popping og annan götudans í dag voru flest allt nemendur mínir og forréttindi að fylgjast með þeim. Ég hef elskað vinnuna mína frá fyrsta degi.“ Natasha bjó áður í New York og segir danssenuna þar sambæri- lega fótboltaáhuga Íslendinga. Hún komi af þeirri kynslóð sem kom götudansi á laggirnar. Það var því verk fyrir höndum að kenna stífum Íslendingum, sem kunnu helst ballett og samkvæmisdans, að sleppa taumnum og tengjast götu- dansinum. „Það komu dagar sem ég hugsaði hvað í fjandanum ég væri að gera. Ég var ein að kenna og ferðaðist um land allt með nám- skeið og ætlaði ekki gefast upp. Í Kramhúsinu byrjaði ég með 10-12 manna hóp sem síðan óx, það varð einnig stökk þegar So You Think You Can Dance þættirnir urðu vin- sælir.“ Frá árinu 1998 hefur Natasha stýrt sínum eigin hópi sem ber nafnið Element Crew. Framan af voru eingöngu Íslendingar í hópnum en í nýrri kynslóð Ele- ment Crew stendur aðeins einn Ís- lendingur eftir. Því hefur Natöshu einnig tekist að sameina ólíkar þjóðir undir hatti götudansins á Íslandi. „Það vantar smá aga í Ís- lendingana, þeim finnst gaman að mæta í tímana en taka ekki næsta skrefið. Í dag samanstendur Ele- ment Crew af fólki frá Indlandi, Tælandi, Bandaríkjunum og Spáni. Við erum nýkomin frá Kaup- mannahöfn þar sem við kepptum fyrir hönd Íslands í breikkeppni og komumst í undanúrslit.“ Natasha segir götudanssenuna aldrei hafa verið hærri en í dag. Ís- lendingar þurfi þó að vera óhrædd- ir við að kýla hlutina áfram. „Það er tækifæri til að stækka enn meira. Ég gleðst í hvert skipti sem ég sé nemendur miðla kunnáttu sinni áfram til næstu kynslóðar. Ég elska að hafa skapað markað fyrir götudans á Íslandi.“ | sgk „Það komu dagar sem ég hugsaði hvað í fjandanum ég væri að gera. Ég var ein að kenna og ferðaðist um land allt með námskeið og ætlaði ekki gefast upp.“ Kynnti stirðum Íslendingum götudans Lyftan #16 Spessi Lítil þróun hefur orðið í hreinlætisvörum kvenna síðan dömubindi og túrtappar komu á markað. Það gæti loksins verið að breytast, sprotafyrirtæki, undir leiðsögn kvenna, þróa nýjar leiðir til einfalda konum lífið, það er ekki seinna vænna. Snjall-álfabikar Fyrirtækið Loon Labs þróar álfabikar sem er tengdur þráðlaust við app í símanum. Appið veitir gögn um magn blæðinga og lit, svo hægt sé að fylgjast með breytingum á heilsufari og stöðu blæðinga. Verkefnið var sett á Kickstarter með það að markmiði að safna 50.000 dollurum en það tókst að safna 160.000 dollurum. App fyrir tíðahringinn Clue er app sem allar konur þurfa að sækja. Á mjög ein- faldan máta heldur appið utan um tíðahringinn þinn, hægt er að sjá hvenær egglos á sér stað, fá áminningu um pilluna eða hormóna- hringinn. Með tímanum fer appið að þekkja þinn tíðahring og mynstur. Nærbuxur sem dömubindi Fyrirtækið Thinx hefur framleitt sérstak- ar nærbuxur sem koma í veg fyrir bletti í buxum. Nærbuxurnar halda sama magni og tveir túrtappar. Þær nýtast sem vörn gegn leka og slysum og eru sérstaklega sniðugar dagana sem blæðingarnar eru í nánd. Einnig hefur íslensk- ur fatahönnunarnemi, Sara Guðný Jónsdóttir, hannað nær- fatalínuna Revol Girl fyrir kon- ur meðan á blæðingum stendur. Einnig eru brjóstahaldararnir hann- aðir með það í huga að brjóstin stækka á meðan blæðingum stendur. Bómullartúrtappar upp að dyrum Heimsendir túrtappar gerðir úr 100% bóm- ull hljómar of gott til að vera satt. En hvers ætti pítsa að vera aðgengilegri en túrtapp- ar? Fyrirtækið Lola hefur það að markmiði sínu að senda bómullar túrtappa heim til kvenna víðsvegar um heiminn. Tölum um… eitthvað aðeins meira en túrtappa Hvers vegna ætti pítsa að vera aðgengilegri en túrtappar? Upprifjun á túrskattinum Ísland 24% New York 0% Írland 0% Kenía 0% Danmörk 25% Bretland 5% Slóvakía 20% *Í desember 2015 lögðu átta þingmenn fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt á dömubindum og túrtöppum, að hann fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Hvað taka stjörnurnar í réttstöðulyftu? Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður: 230 kíló Bubbi Morthens söngvari: Tekur ekki rétt- stöðulyftu en „power-cleanar“ 95 kíló Felix Bergsson skemmtikraftur: 125 kíló Snorri Björnsson ljósmyndari: 190 kíló Saga Garðarsdóttir grínisti: 120 kíló Halldór Halldórsson, Dóri DNA, grínisti: 200 kíló Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti rappari: 170 kíló Marta María Jónas- dóttir fréttastjóri: 115 kíló 60 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 29. APRÍL–1. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.