Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 76

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 76
4 góð ráð frá Mumma í Kríu til að passa vel upp á hjólin Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Nú er vorið loksins komið og það þýðir að götur og stígar fyllast af hjólandi fólki. Guðmundur Ingi Bjarnason, betur þekktur sem Mummi í Kríu, er einn aðal hjóla- viðgerðamaður landsins og hann vill að fólk passi betur upp á hjólin sín. Haldi þeim hreinum. Bæði hvað varðar útlitið en líka svo þau endist betur. Skítug tannhjól slitna margfalt hraðar en hrein. 1. Loft í dekkin Alltaf þegar kemur að því að grafa hjólgarminn upp eftir veturinn er loftið úr börðunum farið í heimsókn til vina sinna í andrúms- loftinu. Þá þarf að pumpa. Flestir áhugamenn dröslast þá upp á bensó og blása í með bíladælunum þar en það er náttúrlega alger vitleysa. Eina vitið er að eiga stóra hjólapumpu með loftþrýstings- mæli. Hversu mikið loft fer svo í dekkin fer algerlega eftir hvurs- lags barðar eru undir. Þumalputta- reglan er því minna sem dekkið er, þeim mun meiri þrýstingur skal vera í dekkjunum. Mummi mælir með því að kynna sér hversu mik- ill þrýstingur á að vera í dekkinu en það stendur alltaf á hliðinni á barðanum. 2. „Lúbdjobb“ Keðjan og tannhjólin þurfa að vera vel smurð en Mummi segir að það megi ekki bara smyrja og smyrja – það þurfi að hreinsa líka. Best er að fá sér góðan olíu- eða tjöruhreinsi, sem hægt er að fá í hjólabúðum, setja smá í fötu eða spreyja varlega á tannhjólin og bursta þau síðan með gömlum uppþvottabursta eða tannbursta. Sérstaklega afturtannhjólið og svo auðvitað keðjuna líka. Framtann- hjólið og svæðið þar sem sveifar- settið mætir rammanum þurfa líka að fá smá ást. Svo er bara að láta góða smurn- ingu dropa á keðjuna á meðan fótstiginu er snúið í það minnsta fjórum sinnum. Gott að skipta líka reglulega um gíra svo olían komist nú á allt það sem hún þarf að komast. Passa bara að hvorki smyrja né olíuhreinsa bremsurnar. Diskabremsur eru sérstaklega við- kvæmar og það á aldrei að nota olíusprey á þær. 3. Bremsur Það mikilvægasta, þegar hjólað er úti á götum bæjarins, er að geta bremsað. Og þá þurfa bremsurnar líka að vera í lagi. Púðarnir, hvort sem um er að ræða gamaldags klemmubremsur eða diska, eyðast og þá þarf að skipta um reglulega. Því enginn vill enda framan á bíl eða ljósastaur. Auk þess sem slitnir púðar geta beinlínis eyðilagt út frá sér. Sérstaklega gamaldags púða- bremsur. Stundum og þá sérstak- lega á þessum eldri týpum dugar, svona fyrst um sinn, að strekkja á bremsuvírnum með því að snúa upp á róna við bremsuhandföngin. Slíkt dugar þó ekki endalaust og þá getur þurft að strekkja á vírnum sjálfum eða að skipta um púða. 4. Gírarnir Flestir kannast við pirring þegar gírabúnaðurinn virkar ekki sem skyldi. Annað hvort gerist ekkert eða keðjan hleypur um tvö tann- hjól þegar einungis var beðið um eitt. Mummi bendir á að yfirleitt þegar gírar vanstillast sé slaki á vírnum eða hann ryðgaður innan í barkanum og hann vill alls ekki að áhugamenn rjúka beint í að skrúfa stilliskrúfurnar. Sérstaklega ef skilningurinn á téðum skrúfum er lítill og kunnáttan til stillinga þar af leiðandi lítil sem engin. Ef aug- ljós slaki er á vírnum má strekkja hann en skrúfurnar vill Mummi sjá um, geðheilsu hjólarans til heilla Hjólavorið mikla er komið Mynd | Hari Mummi í Kríu vill að fólk passi vel upp á hjólin sín. 4 | fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016 Hjól

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.