Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 15.04.2016, Qupperneq 76

Fréttatíminn - 15.04.2016, Qupperneq 76
4 góð ráð frá Mumma í Kríu til að passa vel upp á hjólin Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Nú er vorið loksins komið og það þýðir að götur og stígar fyllast af hjólandi fólki. Guðmundur Ingi Bjarnason, betur þekktur sem Mummi í Kríu, er einn aðal hjóla- viðgerðamaður landsins og hann vill að fólk passi betur upp á hjólin sín. Haldi þeim hreinum. Bæði hvað varðar útlitið en líka svo þau endist betur. Skítug tannhjól slitna margfalt hraðar en hrein. 1. Loft í dekkin Alltaf þegar kemur að því að grafa hjólgarminn upp eftir veturinn er loftið úr börðunum farið í heimsókn til vina sinna í andrúms- loftinu. Þá þarf að pumpa. Flestir áhugamenn dröslast þá upp á bensó og blása í með bíladælunum þar en það er náttúrlega alger vitleysa. Eina vitið er að eiga stóra hjólapumpu með loftþrýstings- mæli. Hversu mikið loft fer svo í dekkin fer algerlega eftir hvurs- lags barðar eru undir. Þumalputta- reglan er því minna sem dekkið er, þeim mun meiri þrýstingur skal vera í dekkjunum. Mummi mælir með því að kynna sér hversu mik- ill þrýstingur á að vera í dekkinu en það stendur alltaf á hliðinni á barðanum. 2. „Lúbdjobb“ Keðjan og tannhjólin þurfa að vera vel smurð en Mummi segir að það megi ekki bara smyrja og smyrja – það þurfi að hreinsa líka. Best er að fá sér góðan olíu- eða tjöruhreinsi, sem hægt er að fá í hjólabúðum, setja smá í fötu eða spreyja varlega á tannhjólin og bursta þau síðan með gömlum uppþvottabursta eða tannbursta. Sérstaklega afturtannhjólið og svo auðvitað keðjuna líka. Framtann- hjólið og svæðið þar sem sveifar- settið mætir rammanum þurfa líka að fá smá ást. Svo er bara að láta góða smurn- ingu dropa á keðjuna á meðan fótstiginu er snúið í það minnsta fjórum sinnum. Gott að skipta líka reglulega um gíra svo olían komist nú á allt það sem hún þarf að komast. Passa bara að hvorki smyrja né olíuhreinsa bremsurnar. Diskabremsur eru sérstaklega við- kvæmar og það á aldrei að nota olíusprey á þær. 3. Bremsur Það mikilvægasta, þegar hjólað er úti á götum bæjarins, er að geta bremsað. Og þá þurfa bremsurnar líka að vera í lagi. Púðarnir, hvort sem um er að ræða gamaldags klemmubremsur eða diska, eyðast og þá þarf að skipta um reglulega. Því enginn vill enda framan á bíl eða ljósastaur. Auk þess sem slitnir púðar geta beinlínis eyðilagt út frá sér. Sérstaklega gamaldags púða- bremsur. Stundum og þá sérstak- lega á þessum eldri týpum dugar, svona fyrst um sinn, að strekkja á bremsuvírnum með því að snúa upp á róna við bremsuhandföngin. Slíkt dugar þó ekki endalaust og þá getur þurft að strekkja á vírnum sjálfum eða að skipta um púða. 4. Gírarnir Flestir kannast við pirring þegar gírabúnaðurinn virkar ekki sem skyldi. Annað hvort gerist ekkert eða keðjan hleypur um tvö tann- hjól þegar einungis var beðið um eitt. Mummi bendir á að yfirleitt þegar gírar vanstillast sé slaki á vírnum eða hann ryðgaður innan í barkanum og hann vill alls ekki að áhugamenn rjúka beint í að skrúfa stilliskrúfurnar. Sérstaklega ef skilningurinn á téðum skrúfum er lítill og kunnáttan til stillinga þar af leiðandi lítil sem engin. Ef aug- ljós slaki er á vírnum má strekkja hann en skrúfurnar vill Mummi sjá um, geðheilsu hjólarans til heilla Hjólavorið mikla er komið Mynd | Hari Mummi í Kríu vill að fólk passi vel upp á hjólin sín. 4 | fréttatíminn | Helgin 15. apríl–17. apríl 2016 Hjól
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.