Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 2

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 2
„Mig óraði ekki fyrir því fremur en aðra í upphafi árs, að Guðni Th. Jóhannesson færi sjálfur í forsetaframboð á lokastigi bókarinnar,“ segir Egill Jóhannsson, bókaút- gefandi hjá Forlaginu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Guðni, sem hafði „legið undir feldi og hugleitt forsetaframboð í talsverðan tíma,“ lét slag standa á uppstigningardag. Hann á fljótlega að skila For- laginu handriti að bók um forseta- kosningar, forseta Íslands og sögu embættisins frá upphafi til okkar daga. Bókin var ætluð til útgáfu í tilefni af forsetakosningunum. „Þetta er allt saman afar at- hyglisvert. Ákvörðun um bókina var tekin fyrir löngu síðan og var fyrst og fremst hugsuð til að fræða þjóðina um embættið. Engum datt í hug að höfundurinn myndi gefa kost á sér áður en bókin væri til- búin.“ Hann segist þó alls ekki vera fúll út í Guðna þótt hann hafi áhyggjur af því að hann geti ekki skilað bókinni innan tilskilins frests. En kemur bókin út í ljósi þess að höf- undurinn er sjálfur þátttakandi í leiknum? „Þetta á bara allt saman eftir að koma í ljós,“ segir for- leggjarinn. Þá áttu þættir Stöðvar 2 um for- seta Íslands að hefjast 25. apríl en ekkert bólar á þeim. Þáttagerðar- maðurinn var Sigurjón Magnús Egilsson sem er orðinn ritstjóri Hringbrautar og aðalviðmæland- inn var Guðni Th. Jóhannesson sem er sjálfur kominn í forseta- framboð. Sigurjón M. Egilsson segir að þegar hann hætti störfum hjá 365 hafi hann boðið stjórnendum að láta annan fjölmiðlamann tala inn á þættina í sinn stað. Hann hafi hins vegar ekkert heyrt um af hverju þættirnir hafi ekki enn komist á dagskrá. Bókmenntir Bók um forsetaframboð í uppnámi Engum datt í hug að höfundurinn færi í framboð Guðni, sem hafði „legið undir feldi og hugleitt forsetaframboð í talsverðan tíma,“ lét slag standa á uppstigningardag. Brotafl fjarlægir merkingar sínar Stærstur hluti tollkvóta fyrir innflutt svínakjöt fer til innlends framleiðanda sem notar það í unnar kjötvörur. Félag atvinnurekenda segir þetta gert til að halda uppi verðinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Mata, dótturfyrirtæki Langasjávar, hefur átt einna hæsta boð í toll- frjálsan kvóta fyrir innflutning á svínakjöti og fengið til sín meiri- hluta tollkvótans sum árin. Í ár fær fyrirtækið 70% af innflutnings- kvótanum í sinn hlut. Fyrirtækið Coldrock Invest- ments á Möltu á tvo þriðju hluta í félaginu Langasjó sem er skráð á lágskattasvæðinu Möltu, eins og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku. Mata er leiðandi í sölu og dreif- ingu grænmetis og ávaxta til versl- ana, veitingastaða og mötuneyta á Íslandi. Annað dótturfyrirtæki Mata er Síld og fiskur ehf, sem er einn þekktasti framleiðandi kjötá- leggs og svínakjöts en markaðs- hlutdeild fyrirtækisins á markaði fyrir svínakjöt er 40 til 45% Ætla má að það eigi að vinna kjötið áfram hjá Síld og fiski og pakka því í neytendaumbúðir. Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri félags atvinnurek- enda, segir að það skjóti skökku við að fyrirtæki sem fái milljarða meðgjöf frá neytendum í formi hárra innflutningstolla skuli jafn- framt komast í aðstöðu til að Matvæli Fyrirtæki fær milljarða í meðgjöf ríkinu og hindrar samkeppni Kaupa tollkvóta fyrir innflutt svínakjöt til að halda uppi verðinu Verktakafyrirtækið Brotafl sem nú sætir lögreglurannsókn fyrir umfangsmikil skatt- svik, er enn með fulla starfsemi í gangi á byggingarreitum við horn Frakkastígs og Hverfisgötu. Þar er verið að byggja íbúðar- húsnæði. Þegar Fréttatíminn leit við á byggingarlóðinni var starfsmaður Brotafls í óða önn að rífa Brotaflsmerkingar af bílum fyrirtækisins. Hann vissi ekki hvers vegna hann hafði verið beðinn um að fjarlægja merkingar fyrirtækisins af bílunum. Fyrirtækið hefur verið áberandi í stórframkvæmdum í miðbæn- um að undanförnu og sjást bílar og tæki þeirra við helstu verslun- argötur bæjarins. Facebook-síða Brotafls hefur nýlega verið tekin niður og sömuleiðis Facebook-síða Kraftbindinga, en það verktaka- fyrirtæki er einnig til rannsóknar í sama máli. Heimasíður beggja fyrirtækja hafa verið teknar niður á undanförnum dögum. | þt amk … nýtt blað, borið út með Fréttatímanum Frá og með morgundeginum mun Fréttatíminn koma út tvisvar í viku, bæði á föstudögum eins og áður en einnig á laugardögum. Sem fyrr verður Fréttatíminn borinn út í hús á höfuðborgarsvæðinu en fæst einnig gefins á fjöl- förnum stöðum víða um land. amk, nýtt blað sem hefur göngu sína í dag, mun verða borið út með Fréttatímanum báða dagana. Það fjallar um fólk og fjölskyldur, heimili og heilsu, mat og margt fleira. Með þessum breytingum verða sýnilegar ýmsar breyt- ingar á Fréttatímanum og enn frekar á næstu vikum. Það er von útgefenda blaðsins að lesendur taki þessum breytingum vel og hafi af þeim bæði gagn og gaman. Fréttatíminn kemur út á morgun Frá og með deginum í dag munu lesendur fá tvö blöð í stað eins; bæði Fréttatímann og amk. Og á morgun og alla laugardaga héðan í frá fá lesendur bæði blöðin. Mata hf. Mata er dótturfyrirtæki Langa- sjávar ehf en systurfélög Mata hf, sem selur og flytur inn grænmeti og ávexti, eru Mat- fugl ehf, sem er einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða á landinu, Síld og fiskur ehf, sem framleiðir kjötálegg og svínakjöt undir vörumerkinu Ali og Salat- húsið sem framleiðir brauðsalöt og matarsalöt undir merkjum Stjörnusalats, Eðalsalats og Úr- valssalats. Kjarni málsins Innlendum framleiðendur er í lófa lagið að bjóða hátt í tollkvóta fyrir innfluttar búvörur og halda þannig uppi verðinu. Þannig fara neytend- ur á mis við verðlækkunina sem var tilgangurinn með samningunum við Evrópusambandið á sínum tíma. Tollkvóta fyrir svínakjöt úthlutað til Mata hf. Heimild: Atvinnuvegaráðuneytið Ár Magn % af 200 tonnum 2009 94.806 47,4 2010 30.000 15,0 2011 77.143 38,6 2012 181.818 90,9 2013 0 0,0 2014 84.000 42,0 2015 59.600 29,8 2016 138.750 69,4 Í ár fær Mata 70% af innflutningskvótanum í sinn hlut. hækka verðið á þeim vörum sem á að flytja inn á engum eða lágum tollum til að búa til samkeppni við innlenda landbúnað. Fólskuleg hópárás á unglingsstúlku tekin upp á síma Lögreglan rann-sakar unglings-stúlkur vegna líkamsárásar gegn eineltis-fórnarlambi Valur Grettissonvalur@frettatiminn.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar fólskulega líkamsárás sem beindist gegn unglingsstúlku nærri Langholtsskóla. Ein stúlkan tók árásina upp á síma og hefur Fréttatíminn myndskeiðið undir höndum. Þar sjást þrjár stúlkur lemja og niðurlægja unglings-stúlkuna, sem er nemandi í Austurbæjarskóla, með hrotta-legum hætti, en árásin átti sér stað á þriðjudaginn var.„Þetta mál er í algjörum forgangi hjá okkur,“ sagði Benedikt Lund, lögreglu-fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem varðist þó allra frétta af málinu þar sem stúlkurn-ar eru allar undir átján ára aldri. „Við erum með um fjögur hundruð mál á okkar könnu, þannig að það ætti að sýna hversu alvarlega við töku á þessu máli,“ bætti hann við. Samkvæmt heimildum Frétta-tímans var stúlkan lokkuð upp í Langholtsskóla þar sem hinar stúlk-urnar virðast hafa setið fyrir henni. Engin þeirra er þó nemandi í skól-anum. Myndbandið sem um ræðir er rétt um hálf mínúta og sýnir lok árásarinnar. Þar má sjá fórnarlamb-ið sitja hágrátandi á gangstéttinni á meðan ein stúlka, sem hefur sig mest í frammi, sparkar í bak og hnakka fórnarlambsins. Þá heyrist fórnarlambið hrópa „fyrirgefðu“ þegar sú sem leiðir árásina rífur í hárið á henni. Hún sparkar því næst kröftuglega í bak stúlkunnar. Ungur maður sést í myndskeiðinu og má heyra að hann er að hringja í lögregluna. Þá reynir annar pilt-ur að bægja stúlkunum frá þar sem hann stumrar yfir fórnarlambinu. Samkvæmt heimildum hefur stúlkan mátt þola gróft einelti, þá helst á netinu. Ekki náðist í skóla-stjórnendur Austurbæjarskóla vegna málsins. Stjórnarmaður í foreldrafélagi skólans, Stefán Jónsson, hafði ekki heyrt um málið þegar Fréttatíminn ræddi við hann degi eftir árásina.„En við munum að sjálfsögðu óska eftir upplýsingum um málið,“ sagði hann í samtali við blaðið.Fjölskyldu fórnarlambsins er mjög brugðið og vildu þau ekki tjá sig um málið og sögðust treysta því að lögreglan rannsakaði það til hlítar. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.isauglysingar@frettatiminn.is 18. tölublað7. árgangur Föstudagur 06.05.2016 Þrjár stúlkur sjást á myndbandinu á meðan sú fjórða tekur árásina upp. Tveir vegfarendur reyndu að koma fórnarlambinu til aðstoðar. Talið er að árásin sé tilkomin vegna eineltis en fórnarlambið er nemandi í Austurbæjarskóla. Lögreglan segir málið alvarlegt. Gróft eineltismál í forgangi Almenningur tapaði 750 milljörðumAflandsreikningar sköpuðu gríðartjón Dorrit slapp ekki við útvarpsgjaldiðNeikvætt eigið fé Dorritar ehf. 10 6 Fyrsta tölublað Vala og ÁsgeirAllt það góða við Ísland er að versna 20 Ólga vegna Seljahlíðar Óánægðir aðstandendur 14 Svín í framboðiFurðulegir forseta­frambjóðendur 24 Mynd | Hari www.sagamedica.is SagaPro Minna mál með KRINGLUNNI ISTORE.IS Viðurkenndur endursöluaðili Sérverslun með Apple vörur DJI vörurnar eru lentar! Vertu laus viðLIÐVERKINA Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum verslana „Sem hlaupari þá er mikilvægt að halda öllum liðum vel smurðum. Ég hef notað Nutrilenk Active í töluverðan tíma og finn að líkaminn þolir langvarandi álag mun betur og eymsli í liðum eru miklu minni en áður. Ég mæli hiklaust með Nutrilenk Active. Það virkar.“ Friðleifur Friðleifsson, hlaupari og íþróttamaður. Eitt mest selda bætiefni fyrir liðina á Íslandi. BIRNA GLÍMDI VIÐ ÍÞRÓTTAÁTRÖSKUN Á UNGLINGSÁRUNUM ÓLÖF SIGRÍÐUR ER EFNILEGUR FATAHÖNNUÐUR HLEYPUR MARAÞON Í JAKKAFÖTUM MAGGA PÁLA:ÞRIGGJA ÁRA SEM LEMUR BÍTUR OG SLÆR FANNEY Í DRAUMASTARFINU HJÁ JAMIE OLIVER 4 HLAUPADROTTNINGIN MÖLBRAUT Á SÉR RISTINA OG HLEYPURVARLA AFTUR TRÚIR EKKIHVAÐ LAGIÐER VINSÆLT FÖSTUDAGUR 06.05.16 SILJA ÚLFARS 4 SÓLGLERAUGUSEM FULLKOMNASUMARLÚKKIÐ Vertu laus við LIÐVERKINA Fæst í flestum apótek um, heilsubúðum og í heilsuhillum verslana „Sem hlaupari þá er mikil vægt að halda öllum liðum vel smu rðum. Ég hef notað Nutrilenk Act ive í töluverðan tíma og finn að líkaminn þolir langvarandi álag mu n betur og eymsli í liðum eru miklu m inni en áður. Ég mæli hiklaust me ð Nutrilenk Active. Það virkar.“ Friðleifur Friðleifsson, hlaupari og íþróttamaður. Eitt mest selda bætiefni fyrir liðina á Íslandi. BIRNA GLÍMDI VIÐ ÍÞRÓTTAÁTRÖSKUN Á UNGLINGSÁRUNUM ÓLÖF SIGRÍÐUR ER EFNILEGUR FATAHÖNNUÐUR HLEYPUR MARAÞON Í JAKKAFÖTUM MAGGA PÁLA: ÞRIGGJA ÁRA SEM LEMUR BÍTUR OG SLÆR FANNEY Í DRAUMASTAR FINU HJÁ JAMIE OLIVE R 4 HLAUPADROTTNINGIN MÖLBRAUT Á SÉR RISTINA OG HLEYPUR VARLA AFTUR TRÚIR EKKI HVAÐ LAGIÐ ER VINSÆLT FÖSTUDAGUR 06.05.16 SILJA ÚLF RS 4 SÓLGLERAUGU SEM FULLKOMNA SUMARLÚKKIÐ 2 | fréttatíminn | 6. maí 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.