Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 10
Hrunið á Íslandi varð ekki vegna verðfalls afurða eða annarra áfalla í raunverulega hagkerfinu. Hrunið var afleiðing spila­ vítis kapítalisma sem rekinn var í skjóli arfavitlausrar peningamálastefnu. Upp­ safnaður skaði almennings af þessu er um eitt þúsund milljarðar króna. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Panamaskjölin hafa dregið athygli að samfélagslegum skaða sem leiddi af útstreymi fjár frá Íslandi á árunum fyrir Hrun. Skaðinn er ekki aðeins tapaðar skatttekjur. Talið er að óframtaldar eignir og tekjur frá aldamótum til 2008 hafi numið um 1050 til 1800 milljörð- um króna. Tapaðar skatttekjur af þeirri upphæð geta verið um 200 til 250 milljarðar króna. Það er mat skattasérfræðinga að um helming skattaundanskota á árunum fyrir Hrun megi rekja til skattaskjóla og útstreymis fjármagns út úr íslenska krónuhagkerfinu. Á árunum 2004 til 2007 jókst fjármunaeign Íslendinga í útlönd- um um rúmlega 2200 milljarða króna á núvirði. Þetta eru gríðar- legar upphæðir eða jafnvirði heillar landsframleiðslu. Til samanburðar má geta þess að snjóhengjan svo- kallaða sem Seðlabankinn ætlar að eyða með gjaldeyrisútboði á næstu vikum er tæplega 340 milljarð- ar króna. Bankinn er að reyna að beisla vandann. Ef þessir fjármunir rynnu út og yrði skipt úr krónum yfir gjaldeyri myndi gengi krónunn- ar súrra niður með fyrirsjáanlegri kjaraskerðingu og tjóni fyrir allan almenning. Ef krónunni stendur ógn af 340 milljörðum króna getur fólk ímynd- að sér skaðræðið sem 2200 millj- arðar geta valdið. Sáu ekki vandann fyrir veislunni Gríðarlegt útstreymi íslenskra fjár- muna fyrir Hrun hefur ekki verið kallað snjóhengja þótt það hafi á endanum virkað á nákvæmlega sama hátt. Þessir 2200 milljarðar runnu út úr landinu í skjóli inn- streymis erlends gjaldeyris sem sótti hingað í háa vexti krónuhag- kerfisins. Útstreymi íslensku pen- inganna reyndi því ekki á gengi krónunnar. Krónan lækkaði ekki þrátt fyrir útstreymið heldur styrkt- ist jafnvel vegna þess að enn meiri fjármunir drógust til landsins. En það fé sem kom til landsins var hvikult. Um leið og umheimur- inn missti trú á íslensku bönkun- um og íslenska hagkerfinu hrökk það til baka. Allir sem áttu fé innan íslenska hagkerfisins vildu út og verðgildi krónunnar féll um helm- ing áður en landinu var lokað með gjaldeyrishöftum. Eftir á að hyggja er augljóst að þeir sem báru ábyrgð á stjórn efna- hagsmála hefðu átt að sjá þessa hættu. En þeir gerðu það ekki. Eins og frægt er orðið baðaði Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráð- herra, út öngum í ræðustóli Alþing- is og spurði: Sjáið þið ekki veisluna? Eins og oft vill verða blinduðust þeir sem voru í veislunni og sáu ekki vandann fyrir veislulátunum. Þeir sem stóðu utan veislunnar sáu hins vegar vandann og undruðust hvers vegna íslensk stjórnvöld brygðust ekki við af meiri ákveðni. Eftir að Panamaskjölin urðu opinber kom í ljós hvers vegna það var. Stór hluti íslenskrar stjórn- mála- og viðskiptaelítu hafði flutt fjármuni út úr krónuhagkerfinu og var í raun hluti vandans. Gengishrunið aðalskaðvaldurinn Alvarlegustu afleiðingar íslenska Hrunsins fyrir almenning var hrun íslensku krónunnar. Helmings verðfall hennar sendi frá sér verð- bólguhrinu sem skerti kaupmátt og hækkaði skuldir almennings. Íslenska Hrunið var ekki afleið- ing aflabrests eða verðfalls á er- lendum mörkuðum. Í raun var ekk- ert að ytri skilyrðum þjóðarbúsins árið 2008. Aflabrögð voru góð og afurðaverð ágætt. Hrunið varð þeg- ar fjármálalífið féll og hrundi yfir samfélagið. Og fjármálalífið var ekki aðeins viðskiptabankarnir, sem keyrðu sig í þrot á ósjálfbæru viðskiptamódeli, heldur höfðu flest fyrirtæki lands- ins verið yfirskuldsett og í raun gleypt af fjármálakerfinu. Oftar en ekki af eigendum bankanna eða vildarmönnum þeirra. En þótt fyrirtækin hefðu farið í þrot vegna yfirskuldsetningar hefði það ekki haft svo mikil áhrif á almenning. Almenningi má vera sama hver á fyrirtækin. Einn eig- andi getur misst fyrirtæki í gjald- þrot vegna skulda og annar keypt það af skiptastjóra án þess að nokkrir hnökrar verði á starfsem- inni. Almenningur bar því ekki mest- an skaða af gjaldþroti bankanna eða því að atvinnufyrirtæki steypt- ust á hausinn vegna skulda heldur fyrst og fremst vegna útstreymis fjármagns út úr krónuhagkerfinu, sem helmingaði verðgildi krónunn- ar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, Aflandseyjar Útflæði íslensks fjármagns bjó til Hrunið Þúsund milljarða tap vegna skattaskjóla „Drengir, sjáið þið ekki veisluna? Þetta fólk sér ekki hvað hefur verið að gerast hér á undanförnum árum. Það sér það bara ekki, sennilega af því að það vill það ekki,“ sagði Árni Matthie­ sen, þáverandi fjármálaráðherra, úr ræðustól Alþingis árið 2008. Vandinn var ekki að aðrir sáu ekki veisluna. Vandinn var að Árni sá ekki vandann fyrir veislunni af því hann og félagar hans voru í henni miðri. Tapaðir þúsund milljarðar Ef miðað er við 2 prósent normal ársvöxt landsframleiðslu á mann má segja að enn vanti rúmlega 200 milljarða króna í landsframleiðslu Ís- lendinga. Hrunið þurrkaði út bóluhagvöxtinn og gott betur. Uppsafnað tap Íslendinga frá 2005 vegna Hrunsins er um eitt þúsund milljarðar króna í tapaðri landsframleiðslu. Ef miðað er við hóflegri vöxt, 1,5 pró- sent, er tapið um 450 milljarðar króna, en um 1650 milljarðar sé miðað við ársvöxt upp á 2,5 prósent á mann. 2.500 2.400 2.300 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 2005 2015 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 Landsframleiðsla 2005–2015 Sjávarútvegurinn í sérflokki Útgreiddur arður og aukning eigin fjár í fyrirtækjum frá 2009 til 2014 sem hlutfall af eigin fé í árslok 2009. Sjávarútvegur 304% 73% Fyrirtæki á innanlandsmarkaði 10 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016 UMSÓKNARFRESTUR UM MEISTARANÁM ER TIL OG MEÐ 13. MAÍ Nánari upplýsingar má finna á www.lhi.is HÖNNUN LISTKENNSLA MYNDLIST SVIÐSLISTIR TÓNLIST Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfSöng- og hljóðfærakennsla Tónsmíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.