Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 18

Fréttatíminn - 06.05.2016, Page 18
Í Fréttatímanum í dag er fjallað um hversu mikil og djúpstæð áhrif útstreymi íslensks fjár-magns úr krónuhagkerfinu hafði á árunum fyrir Hrun. Þótt ekkert væri að ytri aðstæðum þjóðarbúsins helmingaðist verð- gildi krónunnar með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning. Meta má kaupmáttarrýrnun almennings frá Hruni vegna þessa upp á um 750 milljarða króna, jafnvel þótt við drögum frá innistæðulausa kaupmáttaraukningu bóluáranna. Panamaskjölin hafa dregið at- hygli að hinu gríðarlega útstreymi fjármagns úr krónuhagkerfinu fyrir Hrun. Á aðeins fjórum árum óx fjármunaeign Íslendinga í útlöndum um jafngildi árs lands- framleiðslu eða um 2200 milljarða króna að núvirði. Að stærstu leyti voru þessir fjármunir búnir til með skuldsetningu fyrirtækja. Bank- arnir lánuðu fyrir fyrirtækjakaup- um á allt of háu verði. Seljendur fluttu síðan féð úr landi. Bankarnir lánuðu inn í fyrirtækin svo eigend- urnir gætu greitt sér út svimandi arð. Eigendurnir fluttu arðinn síðan út úr krónuhagkerfinu. Eftir sátu fyrirtækin sliguð af skuldum. Þetta voru ekki einstök tilvik heldur nánast regla. Þegar spila- borgin hrundi höfðu svo til öll ís- lensk fyrirtæki farið í gegnum skil- vinduna og mörg þeirra oftar en einu sinni. Með þessu tókst að búa til 2200 milljarða íslenskra króna sem skipt var yfir í haldbetri mynt. Þegar svikakerfið hrundi lenti tjónið á almenningi á Íslandi. Þeir sem byggðu spilaborgina héldu verðgildi eigna sinna þar sem þær voru utan krónuhagkerfisins. Í krónum talið tvöfaldaðist auður þeirra. Þannig var Ísland í raun rænt innan frá. Ísland varð ekki fyrir erlendri árás; ógnin kom ekki að utan heldur var innan borgarmúr- anna. Stjórnvöld sem gæta áttu að hags- munum almennings voru blind fyrir vandanum. Annars vegar voru þau blinduð af reynsluleysi og kjánaskap. Ís- lenska krónan hafði lengst af verið bundin í gjaldeyrishöft og enginn hafði reynslu af því að hemja ör- mynt í veröld frjáls fjármagnsflæð- is. Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti til að slá á þenslu var hann í raun að stórauka innstreymi fjármagns sem leitaði hingað í vaxtamunaviðskipti. Bankinn steig því á bensínið þegar hann taldi sig vera að draga úr hraðanum. Hins vegar voru stjórnvöld blinduð af því að þeir sem áttu að gæta að hagsmunum almenn- ings voru sjálfir innvígðir í hópinn sem hafði mestan hag af útstreym- inu. Þeir sáu ekki vandann fyrir veislunni. Panamaskjölin afhjúpa þetta. Hvergi er stjórnmálaelítan jafn samofin viðskiptum, sem stríða í raun gegn hagsmunum al- mennings. Panamaskjölin hafa af- hjúpað að íslensk stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings af því að þau voru í hinu liðinu. Það er sorg Íslands að almenn- ingur kýs ekki fólk sem gætir hags- muna hans heldur fólk sem gætir eigin hagsmuna. Þrátt fyrir að hagvöxtur sé nokkur á Íslandi og muni að óbreyttu haldast mikill næstu misseri hefur gengishrun krónunnar enn djúp og slæm áhrif á samfélagið. Lágt gengi býr til fordæmalaust góðæri kvótaeigenda. Hagur sjávarútvegs- fyrirtækja eflist þrefalt og fjórfalt á við önnur fyrirtæki í landinu. Að öllu óbreyttu er óhjákvæmilegt annað en að eigendur þeirra mylji undir sig aðrar atvinnugreinar og tútni út af auði, völdum og áhrifum. Þar sem lágt gengi er forsenda ferðamannastraumsins vilja stjórn völd halda gengi krónunnar lágu. Ferðamenn hafa verið for- senda alls hagvaxtar á Íslandi á umliðnum árum sem og spáa um áframhaldandi vöxt. Ferðamannaiðnaðurinn er hins vegar láglaunagrein eins og aðrar hefðbundnar undirstöður atvinnu- lífs á Íslandi; fiskvinnsla, stóriðja, landbúnaður. Áætlað er að flytja þurfi inn nokkur þúsund manns á ári mörg næstu árin til að sinna láglaunastörfum í ferðaþjónustu fyrst og fremst. Viðvarandi lágt gengi festir okkur því enn frekar í láglaunastefnunni, landsins forna fjanda. Á Norðurlöndunum er rekin hálaunastefna. Þau fyrirtæki sem ekki geta staðið undir góðum launum fara á hausinn eða flytja úr landi. Og enginn saknar þeirra, jafnvel ekki gamalla þjóðarger- sema á borð við Nokia og Volvo. Á Íslandi er launin hins vegar sveigð að þörfum fyrirtækja, ekki fyrir- tækin að þörfum launþega. Þetta eru óleyst úrlausnarefni eftir Hrunið. Hvernig á að deila réttlátlega út í samfélagið arð- inum af auðlindunum og hvernig getum við brotið niður láglauna- stefnuna. Gunnar Smári SKAÐINN AF AFLÖNDUM RÁÐAMANNA Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 18 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016 KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS ALICANTE f rá 12.999 kr.* BARCELONA f rá 12.999 kr.* STOKKHÓLMUR f rá 5.999 kr.* RÓM f rá 12.999 kr.* *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. NICE f rá 12.999 kr.* HVERT VILTU FARA.? maí- jún í jún í jún í maí- jún í maí- jún í

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.