Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 06.05.2016, Blaðsíða 22
ég hætti í skóla. Ég er týpískt barn minnar kynslóðar, alinn upp á rítalíni og svona, útskúfaður úr skóla, fór í neyslu og var settur á geðlyf, greindur með einhverja ADHD og persónuleikaröskun en svo náði ég að kúpla mig út úr þessu. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta er eitthvað sem ég get unnið úr sjálfur.“ Ásgeir stefnir á sálfræðinám og að ná sér í gráðu, hann segist hafa lært svo mikið af eigin ferðalagi að hann vilji miðla reynslu sinni en það muni enginn hlusta á hann fyrr en hann sé komin með gráðu. Faðirinn svipti sig lífi Vala er 9 árum eldri en Ásgeir og er með áttunda stig úr Söngskólan- um í Reykjavík og BA í tónsmíðum úr Listaháskólanum og tók þar að auki einkatíma í söng í London. Framtíðin er óviss í atvinnumálum hjá Völu, „maður getur ekki sótt um vinnu sem söngkona eða tón- skáld, maður verður að skapa sér sín eigin tækifæri og ég á eftir að finna mína stefnu og taka þá af skarið.“ segir Vala sem er bjartsýn en býst við að fara á atvinnuleysis- bætur þegar hún klárar fæð- ingarorlofið sem hún dreifði á 8 mánuði. Guðmundur, faðir Völu, svipti sig lífi fyrir tveim árum og hefur Vala fengið aðstoð til þess að vinna sig í gegnum sorgina. Hún samdi lag og texta þar sem hún lýsir því að faðir hennar hafi misst af tæki- færinu til þess að læknast af eigin alkóhólisma. Langur vinnudagur Eitt af því sem Anna og Guðmund- ur nefndu á sínum tíma í viðtalinu í Þjóðviljanum, þegar þau báru saman atvinnumál í Reykjavík og London fyrir 30 árum, var að vinnudagurinn var lengri á Ís- landi en í London og launin lægri. En hins vegar gætti atvinnuleysis í London sem var ekki í sjónmáli á Íslandi og það var ein af ástæð- unum fyrir því að þau komu heim. Í viðtalinu kom fram að fæðingar- orlofið var einum mánuði lengra á Íslandi en í Bretlandi þar sem það var aðeins 12 vikur. Fyrir 30 árum gat Anna móðir Völu gengið að vinnu sem blaðakona eftir fæðingarorlofið en pössun fyrir börnin þrjú hjá dagmömmu kost- aði 30 þúsund krónur sem var dýrt á þeim tíma. Anna og Guðmundur töldu allt vera helmingi dýrara á Íslandi en í London á árinu 1986, nema kannski hitareikningana. Kaupið var líka lægra á Íslandi og vinnu- dagurinn lengri í samanburðinum en á móti kom að ferðir í og frá vinnu tóku oft upp í tvo tíma á dag í London. Á þessum árum vann Guðmundur hjá Háskóla Íslands og Anna á Iceland Review. Húsnæðismál Við fráfall Guðmundar erfði Vala peninga sem þau Ásgeir notuðu í útborgun á íbúð sem kostaði 24 milljónir. „Við settum fimm millj- ónir upp í og fengum 18,5 milljónir í lán. Hún er skráð 63 fermetrar, undir súð,“ segir Vala. Þau tóku óverðtryggt lán til 40 ára og töldu það ekki vera ráðlegt að taka verð- tryggt lán út af verðbólgunni. „Það eru fastir vextir í fimm ár en lánið er til 40 ára og við borgum það rúmlega tvöfalt til baka ef við söfnum milljón á ári og borgum inn á höfuðstólinn.“ Fyrir 30 árum leigðu Guð- mundur og Anna á Hringbraut og borguðu 12 þúsund krónur fyrir stóra þriggja herbergja íbúð og voru nokkuð ánægð og örugg með hana. Á þeim tíma vildu þau líka kaupa, eins og allir aðrir, en þeim fannst húsnæðismálakerfið á Íslandi vera algjör frumskógur miðað við hvernig málin gerðust í London en þar fór fólk í greiðslu- mat og fékk lánað 95 % af kaup- verðinu. Ungt fólk safnaði sér gjarnan í tvö ár fyrir þessum 5%. Tengslanetið og fjölskyldan Fjölskylda Ásgeirs býr að mestu fyrir norðan en Anna mamma Völu býr í sömu götu „það er voða næs.“ Anna amma tekur Sólrós næst- um því á hverjum degi og annar tvíburabróðirinn passaði hana um daginn og það gekk voða vel. „Ég á eflaust eftir að nýta mér tvíburabræður mína. Annar þeirra var að gifta sig og er að flytja til Svíþjóðar en hinn var að byrja í sambandi, þannig að við systkinin erum öll að á tiltölulega stuttum tíma komin í nýtt mynstur en við hittumst reglulega og borðum kvöldmat hjá mömmu.“ Foreldrar Völu fluttu heim á sínum tíma frá London til þess að komast í nálægðina við fjölskyld- una og ala upp börnin í minna og öruggara samfélagi. Vala segir að þeim Ásgeiri hafi dottið í hug að flytja í eitthvert lítið þorp nálægt Akureyri til þess að losna við áreit- ið í Reykjavík og telur upp alls kon- ar þorp, Hjalteyri, Hauganes, Hrís- ey og Dalvík. „Mig langar að prófa að búa í litlu samfélagi, ég er fædd í London og alin upp í Reykjavík og hef aldrei prófað að búa í svona litlu samfélagi,“ segir Vala. Ás- geir tekur undir þetta en vill helst prófa að búa annars staðar en í Hrísey, þar sem maður þekkir alla. Hins vegar hefur Vala ekki mikla trú á íslensku samfélagi, heilbrigð- iskerfið er hrunið og allt sem þótti gott á Íslandi er mögulega bara að versna. Það hefur komið til tals að fara til Norðurlanda þar sem virkilega er stutt við foreldra með ung börn. Fyrir 30 árum voru ungu foreldrarnir þau Anna og Guð- mundur að feta sig út í lífið með með Völu þriggja ára og nýfædda tvíburana þá Ara Hlyn hjá Önnu og Rögnvald sem er í fanginu á pabba sínum. Myndin er tekin árið 1986 þar sem þau leigðu þriggja herbergja íbúð á Hringbraut. Mynd | Sigurður Már Halldórsson ... maður getur ekki sótt um vinnu sem söngkona eða tónskáld, maður verður að skapa sér sín eigin tækifæri og ég á eftir að finna mína stefnu og taka þá af skarið. Vala Ég er týpískt barn minnar kynslóðar, alinn upp á rítalíni og svona, útskúfaður úr skóla, fór í neyslu og var settur á geðlyf, greindur með einhverja ADHD og persónuleikaröskun en svo náði ég að kúpla mig út úr þessu. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta er eitthvað sem ég get unnið úr sjálfur. Ásgeir 22 | FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.