Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 06.05.2016, Síða 35

Fréttatíminn - 06.05.2016, Síða 35
Náttúrulegur sætugjafi Sá græni Bragðgóður og ferskur skyrdrykkur án hvíts sykurs með agave og steviu. Fylltur af grænum orkugjöfum. KEA skyrdrykkur fyrir heilbrigðan lífsstíl Annað listaverkið fór upp í London og sýnir myndskreytingu úr Jóa úr Risaferskjunni eftir Roald Dahl, en Quentin Blake er þekktastur fyrir myndskreytingar sínar í bókum Dahl. Hitt prýðir vegg í Brooklyn og er myndskreyting Blake af tónlistar- manninum ásamt nafni væntanlegr- ar plötu: The Colour in Anything. James Blake sagði í viðtali um miðjan apríl að platan væri tilbúin, svo nú hlýtur að styttast í að aðdá- endur komi höndum yfir The Colo- ur in Anything. |sgþ Loks glittir í nýja plötu James Blake Vegglistaverk æsir aðdáendur Miklar vangaveltur hafa verið uppi um nýjustu plötu James Blake. Tónlistarmað- urinn hefur ekki gefið út plötu síðan Overgrown kom út fyrir þremur árum, en í vikunni upplýsti hann um nafn plötunnar með tveimur vegglistaverkum eftir Quentin Blake. Sportbarinn Ríó kvaddur með stæl Sportbarinn Ríó á Hverfisgötu mun víkja fyrir hóteli, eins og eru örlög margra skemmtistaða í mið- bænum þessi misserin. Þessi helgi er því síðasti séns að skemmta sér á staðnum og verður af því til- efni haldið lokapartý á staðnum á laugardaginn, með karókí og öllu tilheyrandi. Á lokakvöldi staðarins á sunnudag er viðeigandi að bar- dagi Gunnars Nelson við Tumenov verði sýndur á stóra skjánum. Flóamarkaður Konukots Það verða fjársjóðir til sölu á flóa- markaði Konukots á laugardaginn. Hópur úr Listaháskólanum hefur undanfarnar vikur unnið að end- urbótum á markaðnum og verða til sýnis ljósmyndir sem gestir Konukots hafa sjálfir tekið. Kveikt verður í grillinu og boðið upp á pylsur og fleira góðgæti. Allur ágóði rennur til Konukots. Hvar: Eskihlíð 4. Hvenær: Laugardaginn, klukkan 12-16. Segið bless við Símaskrána Það eru tímamót í íslensku sam- félagi. Símaskrá landsmanna, sem hefur verið gefin út frá árinu 1905, kemur út í síðasta sinn í dag, föstudag. Símaskráin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í gegnum árin og skapað sér menningarlegan sess í samfélaginu. Á Mokkakaffi, klukkan 10.30, munu Goddur og Stefán Pálsson kynna síðustu út- gáfu Símaskrárinnar sem fer í dreifingu í dag. Í kjölfarið kynnir Goddur sýningu á forsíðunum í gegnum tíðina. Hvar: Mokkakaffi. Hvenær: Föstudaginn, klukkan 10.30. |35FRÉTTATÍMINN | 6. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.